Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 10
að þessi staða veikir samfélagið. Flokkarnir hafa sveigt samfélagið að þörfum sínum gegnum áratugi við völd. Þeir fá styrki úr ríkissjóði sem meginstoðir lýðræðislegs starfs í samfélaginu. Flokkarnir hafa verið gatnamót mismunandi hagsmuna og skoðana og í gegnum þá hafa verið dregin helstu álitamál sam- félagsins og niðurstöðu þeirra leitað innan vébanda flokkanna og milli þeirra. Það er því alvarleg staða þegar þessar valdastofnanir hafa misst stuðning meðal almennings. Um- boð flokkanna veikist og þeir eiga erfitt með að endurnýja stefnu sína eða laða fólk til starfs og þátttöku. Í raun má segja að allir flokkarnir séu í sambærilegri stöðu. Þeir hafa veikst svo mjög að innra með þeim býr ekki lengur þróttur til að finna leið út úr vandanum, endurnýjun- arkrafturinn er horfinn. Það sést vel þegar skoðuð er af- staða aldursflokkanna til flokkanna. Aðeins 34 prósent fólks undir þrí- tugu treystir sér til að kjósa hefð- bundnu flokkana, samkvæmt könn- un MMR frá í janúar, en 66 prósent segjast vilja kjósa Pírata eða eitt- hvað annað en fjórflokkinn. Fjór- flokkurinn er í tæpum minnihluta meðal fólks frá þrítugu til fimm- tugs; 49 prósent segjast vilja kjósa einhvern fjórflokkanna en 51 pró- sent Pírata eða eitthvað annað. Það er ekki fyrr en meðal fólks yfir fimmtugu sem fjórflokkurinn nær meirihluta. Það virðist augljóst að þessir fjórir flokkar miði stefnu sína og sjónarmið fyrst og fremst út frá hagsmunum og afstöðu eldra fólks. Fyrir yngra fólki virka þessar stofn- anir sem andstæðingur; fyrirbrigði sem vinnur gegn hagsmunum þess og vill því illt. Tekjur yngra fólks lækka Hvað er hæft í því? Hafa hefð- bundnu stjórnmálaflokkarnir svik- ið unga fólkið? Samkvæmt upplýsingum sem Hagstofan vinnur upp úr skattfram- tölum er augljóst að kjör yngra fólks hafa versnað það sem af er þessari öld á meðan kjör miðaldra og eldra fólks hafa batnað. Munurinn er mikill og sláandi. Þannig höfðu atvinnutekjur ung- menna, 24 ára og yngri, lækkað um tæpar 37 þúsund krónur á mánuði að meðaltali frá aldamótum fram til 2014. Ráðstöfunartekjur þessa hóps eftir skatta höfðu lækkað nokkuð minna eða um tæplega 27 þúsund krónur á mánuði. Það er samt nokk- ur upphæð eða 323 þúsund krónur á ári. Það munar um minna. Kjör ungs fólks á aldrinum 25 til 39 ára hafa versnað enn meira. At- vinnutekjur þess hafa að meðaltali dregist saman um tæplega 59 þús- und krónur á mánuði og ráðstöfun- artekjur eftir skatta um tæplega 50 þúsund krónur. Tekjur allra annarra aldurshópa hafa hækkað og því meira sem fólk er eldra. Ungt miðaldra fólk á aldr- inum 40 til 49 ára hafði þannig rúm- lega 27 þúsund krónum meira í at- vinnutekjur 2014 en um aldamótin og tæplega 13 þúsund krónum meira í ráðstöfunartekjur eftir skatta. Eldra miðaldra fólk, 50 til 66 ára, fékk rúmlega 46 þúsund krónum meira í atvinnutekjur 2014 en um aldamótin og tæplega 54 þúsund krónum meira í ráðstöfunartekjur. Fólk á ellilífeyrisaldri fékk tæp- lega 117 þúsund krónum meira í heildartekjur á mánuði 2014 en um aldamótin og hafði rúmlega 79 þús- und krónum meira á mánuði til ráð- stöfunar eftir skatta. Þegar þetta er skoðað er aug- ljóst úr hvaða jarðvegi hugtakið Sjónarmið sjötugra er sprottið. Það er sprottið úr þessum raunveru- leika og lýsir upplifun ungs fólks sem finnur á eigin skinni hvern- ig lögmál samfélagsins eru sveigð að hagsmunum hinna eldri og frá hagsmunum ungs fólks. Eldri eignast meira Þegar eignabreytingar eru skoðaðar birtist svipuð mynd. Heildareignir yngri hópanna dragast saman og þeir búa í ódýrari íbúðum en um aldamótin. Af eignastöðu yngsta hópsins má sjá að hann er nú ólík- legri en áður til að hætta sér út í íbúðakaup. Eignir ungs fólks á Ungt fólk er í vítahring Guðrún Andrea Maríudóttir er 25 ára gamall nemi í félagsráð- gjöf og vinnur meðfram náminu á sambýli. Hún segir ungt fólk komið í ákveðinn vítahring. „Mín kynslóð hefur ekki færi á að kaupa sér íbúð nema safna milljónum í útborgun og situr því föst í leiguíbúð sem kostar tvöfalt verð útborg- unar á mánuði. Þetta setur manni skorður og mín tilfinning er að manni sé beinlínis gert erfitt fyrir að fóta sig sem ung manneskja.“ Hún segir kynslóðirnar á undan hafa sett viðmið um lífsgæði sem er ekki séns fyrir ungt fólk að fylgja: „Maður á til dæmis að mennta sig í stað þess að fara strax á vinnumarkað, en svo fær maður ekki vinnu nema hafa reynslu.“ Henni finnst ekki furðulegt að ungt fólk styðji ekki fjórflokkinn í ljósi stöðunnar: „Við upplifum að ráðamenn líti bein- línis niður á okkur. Það er skrýtið að fjórflokkarnir reyni ekki að halda í unga fólkið, því við erum stærsti kjósendahópurinn. Ef ekk- ert er í boði fyrir okkur nennum við einfaldlega ekki á kjörstað!“ Tekjur ungra dragast saman en kjör eldra fólks batnar Það er sama hvort litið er til heildartekna, atvinnutekna, vaxta- og barnabóta, eigna eða eigin fjár; allar línur liggja niður á við þegar breytingar á kjörum ungs fólks á þessari öld eru skoðaðar. Á sama tíma hafa tekjur miðaldra og eldra fólks aukist og eignastaða batnað. Fyrstu fimmtán ár aldarinnar hafa því ekki litast af almennri kjararýrnun vegna Hrunsins 2008 heldur einkennast þau af aðskilnaði kynslóðanna þar sem kjör yngra fólks versna en kjör eldra fólks batnar. Ungmenni (< 24 ára) Heildartekjur -31.212 kr. (-16%) Atvinnutekjur -36.370 kr. (-21%) Skattar -6.055 kr. (-24%) Vaxta- og barnabætur -1.721 kr. (-56%) Heildareignir -107.408 kr. (-7%) Fasteignir -364.359 kr. (-44%) Skuldir -512.013 kr. (-44%) Eigið fé +404.606 kr. (+129%) Ráðstöfunartekjur á mánuði -26.880 kr. (-16%) Ungt fólk (25–39 ára) Heildartekjur -54.580 kr. (-10%) Atvinnutekjur -58.719 kr. (-12%) Skattar -12.078 kr. (-10%) Vaxta- og barnabætur -7.305 kr. (-34%) Heildareignir -1.635.499 kr. (-12%) Fasteignir -761.345 kr. (-7%) Skuldir -27.626 kr. (-0,25%) Eigið fé -1.607.853 kr. (-39%) Ráðstöfunartekjur á mánuði -49.813 kr. (-11%) Ungt miðaldra fólk (40–49 ára) Heildartekjur +42.992 (+6%) Atvinnutekjur +27.198 kr. (+4%) Skattar +22.404 kr. (+12%) Vaxta- og barnabætur -4.196 kr. (-27%) Heildareignir +4.083.564 kr. (+16%) Fasteignir +4.855.955 kr. (+27%) Skuldir +6.602.347 kr. (+52%) Eigið fé -2.518.783 kr. (-20%) Ráðstöfunartekjur á mánuði +12.847 kr. (+2%) Eldra miðaldra fólk (50–66 ára) Heildartekjur +83.520 (+11%) Atvinnutekjur +46.147 kr. (+8%) Skattar +30.023 kr. (+17%) Vaxta- og barnabætur +64 kr. (+1%) Heildareignir +8.304.662 kr. (+27%) Fasteignir +8.855.753 kr. (+44%) Skuldir +6.644.983 kr. (+83%) Eigið fé +1.659.656 kr. (+7%) Ráðstöfunartekjur á mánuði +53.561 kr. (+10%) Eldra fólk (67+ ára) Heildartekjur +116.581 (+30%) Atvinnutekjur +14.692 kr. (+17%) Skattar +37.557 kr. (+58%) Vaxta- og barnabætur +251 kr. (+19%) Heildareignir +14.746.068 kr. (+57%) Fasteignir +11.004.755 kr. (+73%) Skuldir +3.225.805 kr. (+144%) Eigið fé +11.520.262 kr. (+49%) Ráðstöfunartekjur á mánuði +79.267 kr. (+24%) < 24 ára 25–39 ára 40–49 ára 50–69 ára Ungum atvinnulausum fjölgar mest Atvinnulausir sem hlutfall af hverjum aldurshópi. 2010 2014 0, 9% 0, 9% 1,5 % 2, 4% 2, 4% 1,7 %1,2 % 4, 2% „Ég upplifi okkur sem kynslóðina sem lendir einhversstaðar á milli. Eldri systkini okkar gátu keypt sér húsnæði þó það væri kannski ekki á bestu kjörunum en það er svo miklu erfiðara fyrir okkur að eignast eitthvað. Margir stúdentar hafa áhyggjur af því hvað taki við eftir foreldrahús,“ segir Aron Óskars- son, formaður stúdentaráðs. Aron er nemi á ferða- málabraut og leigir í stúdentagörðunum. „Auðvitað vilja flestir búa nálægt fjölskyldu sinni en svo er maður að heyra hvað lífið sé miklu auðveldara fyrir ungt fólk annarsstaðar í Evrópu, eins og t.d. í Danmörku þar sem fólk fær styrk til að vera námi í stað þess að safna skuldum. Kjör okkar fara bara versnandi. Könnun sem Félagsvísindastofnun gerði í árið 2014 sýndi að ráðstöfunartekjur íslenskra stúdenta eru 100 þúsund krónum lægri á mán- uði en árið 2004.“ Aron segir lélega kosningaþátttöku ungs fólks vera áhyggjuefni. „Þegar staðan er svona þá ættum við unga fólkið að láta okkur málin varða. En ég held að lítill áhugi sé að hluta til vegna skorts á samtali við ungt fólk. Núna er t.d. verið að endurskoða Lána- sjóðinn en það er enginn nemandi í stýrihópnum.“ -hh Vantar samtal við ungt fólk 10 | fréttatíminn | Helgin 12. febrúar–14. febrúar 2016 NÝJAR SUMAR VÖRUR Dæmi m 2x160 glýsingu Lógó er hel ingurinn af breiddinni miðjusett - tagline ekki minna en 6 pt Lógó svart með hvítu eða hvítt með svörtu Litaður flötur (80% transparent) kemur yfir neðri helming myndar en hæð ræðst af mynd og magni af texta. Skálína í öfuga átt miðað við lógó (sami halli) Fyrirsögn í sama lit og litaflötur (litur dreginn úr myndinni) Letur: Cooper Hewitt Light hástafir (áhersluorð mega vera í Medium) Ef bakrunnur er hvítur þá á að vera svartur rammi, 0,5 pt. Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is 60% afsláttur af öllum fatnaði og skóm! Verðhrunið er hafið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.