Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 79

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 79
 | 7fréttatíminn | Helgin 12. febrúar-14. febrúar 2016 Kynningar | Veislur AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is Töfrar við rætur Snæfellsjökuls Unnið í samstarfi við Hótel Búðir Við rætur Snæfellsjökuls standa Hótel búðir í öllu sínu veldi í um- hverfi sem ekki er hægt annað en að heillast af. andinn sem svífur þar yfir vötnum er einstaklega ljúfur og flestir sem eyða þar tíma koma aftur. Staðurinn til dæmis einstak- lega vinsæll þegar kemur að brúð- kaupum og þá gildir einu hvort um sé að ræða stórar veislur eða bara brúðhjónin. Það sem fáir vita er að um 80% brúðhjóna sem gifta sig á Hótel búðum eru erlendir ferða- menn sem koma til landsins gagn- gert til þess að upplifa einstakan anda hótelsins og umhverfisins. „Þá erum við að tala um stórar veislur þar sem brúðhjónin leigja allt hót- elið en segja má að það gisti hér ný- gift hjón nánast hverja nótt,“ segir Daði Jörgensson hótelstjóri. Hann segir hverja einustu helgi sum- arsins upppantaða fyrir brúðkaup í sumar og nú þegar séu komnar margar pantanir fyrir sumarið 2017 þannig að fólk í brúðkaupshug- leiðingum sem hefur augastað á Hóteli búðum þarf að hafa hraðar hendur. en ekki er alveg öll nótt úti enn með sumarið. „núna erum við hins að fara að ganga á eftir því að staðfesta og svona, stundum eru breyttar aðstæður hjá fólki og þá opnast eitthvað og þá eru það Íslendingarnir sem oft nýta sér það,“ segir Daði. Hann leggur áherslu á að Hótel búðir sé ekki stórt hótel og alltaf sé reynt að uppfylla kröfur gesta. ekki er bara vinsælt að halda brúðkaup þar heldur er einnig vel búinn ráðstefnusalur sem hentar vel fyrir 20-30 manns. „fyrirtækin hafa líka verið að koma hingað í hópefli og þeir hópar hafa fengið að dreifa úr sér hérna á hótelinu og hafa al- gerlega sína hentisemi,“ segir Daði. gjafabréfin hafa fest sig í sessi á Hótel búðum og margir sem nýta sér gott úrval þeirra. eitt þeirra, sem nú er á sérstöku tilboðsverði, er Vetrarbréfið sem felur í sér gistingu fyrir tvo í tveggja manna herbergi og þriggja rétta málsverð „eftir Hótel búðir hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir gæði og þjónustu. kenjum kokksins“. Þá er boðið upp á allt það besta og ferskasta hverju sinni úr eldhúsinu og gesta bíður óvæntur glaðningur á herberginu. nú kostar pakki af þessu tagi 34.900 krónur. Þetta bréf gildir frá október- desember og frá janúar-apríl. gjafabréfin Dekurdagur eru með vinsælustu gjafabréfunum og gildir þá einu hvort fólk vill gleðja elskuna sína eða gefa einhverjum sem því þykir vænt um gjöf sem skilur eftir sig dásamlega minningar. „Þetta hefur verið mjög vinsæl gjöf hvort sem það er handa ástvini eða í afmælisgjafir eða aðrar tækifæris- gjafir. fyrirtæki hafa einnig verið dugleg við að kaupa Dekurdaga sem gjöf fyrir starfsmenn sína við sér- stök tilefni og það hefur vakið mikla lukku,“ segir Daði. Stærsta ferðatímarit heims, hið virta Condé nast, kaus Hótel búðir sem eitt af þrjátíu bestu hótelum norður-evrópu árin 2014 og 2015 og nú árið 2016 var hótelið valið eitt af 100 bestu hótelum í heimi. „Þetta eru mjög stór verðlaun í þessum heimi svo þetta er mikill heiður, “ segir Daði. Hótel Búðir er vinsæll staður fyrir veislur. Búðir henta vel fyrir brúðkaupsveislur, ráð- stefnur og algengt er að fyrirtæki komi með starfsfólk þangað í hópefli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.