Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 4
að flytja úr íbúðinni út um svaladyr svo myglugró dreifist ekki á stiga- gang eða í aðrar íbúðir. „Þetta eru stór orð,“ segir íbúð- areigandinn. Aðspurður um hið óvenjulega háa rakastig íbúðarinn- ar, sem skýrslurnar benda á, svarar hann: „Ég finn ekki fyrir því.“ Fulltrúar annarrar verkfræðistof- unnar mættu á húsfund í blokkinni og fóru ítarlega yfir athugasemdirn- ar með eiganda íbúðarinnar. Hann hafi samt ekki brugðist við. Maðurinn segist ekki hafa vitað að málið væri komið til héraðsdóms og var ekki viðstaddur þingfest- inguna. „Það er óvenjulegt að fólk mæti ekki og taki til varna í svona máli,“ segir Eiríkur Gunnsteinsson, lögmaður húsfélagsins. „Ítrekað hefur verið reynt að fá íbúann til að bregðast við. Gerð var verkáætl- un sem ekki var farið eftir og því gafst húsfélagið upp og leitaði réttar síns.“ „Ég hef reynt ýmislegt til að út- rýma sveppnum en ég verð að kynna mér málið betur,“ segir maðurinn. Einn íbúa í húsinu reyndi fyrir skemmstu að selja íbúð sína en kaup- samningnum var rift þegar kaup- endur komust að því að nærliggjandi íbúð væri þakin myglusveppi. Það er óvenjulegt að fólk mæti ekki og taki til varna í svona máli. Eiríkur Gunnsteinsson, lögmaður húsfélagsins 4 | fréttatíminn | Helgin 12. febrúar–14. febrúar 2016 HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is UP! MEÐ ÖRYGGIÐ VW Up! frá aðeins: 1.790.000 kr. Margir dómarar eru í auka- vinnu, aðallega við háskóla- kennslu, þótt rífleg launa- hækkun í lok síðasta árs hafi verið veitt vegna þess að þeir hafi takmarkaða möguleika til að taka að sér aukastörf. Skúli Magnússon, héraðsdómari í Reykjavík og formaður Dómarafélags- ins, er dósent við lagadeild Háskóla Ís- lands auk þess að gegna launaðri for- mennsku í kærunefnd útboðsmála. „Aukastörf um dómara eru gamalt mál og nýtt,“ segir Skúli og bendir á að það sér gert ráð fyrir því í reglum um störf dóm- ara að kennsla samrýmist því vel. Almennt sé það frekari talið styrkja dómara að sinna akadem- ískum störfum. Umfangið megi þó ekki bitna á dómarastarfinu en í hans tilfelli sé um 20 prósent dósent- stöðu að ræða sem hann hafi sinnt frá árinu 2004. Skúli segir að hann hafi þó stundum langað að hætta kennslu enda séu það ekki launin sem freisti hans. það sé ekki eftir miklu að slægj- ast að vera dósent í hlutastarfi. Fjörutíu og þrír héraðsdómarar starfa við dómstóla landsins, en at- hygli vakti þegar kjararáð ákvað rétt fyrir jól að hækka laun dómara. Meðal röksemda fyrir launahækk- uninni var mikið álag á héraðsdóm- urum landsins. Í úrskurði kjararáðs segir orðrétt: „Því verður að tryggja að kjör dómara verði ávallt meðal hinna bestu sem ríkisvaldið getur veitt. Hér verður að nefna að mögu- leikar dómara til þess að sinna laun- uðum aukastörfum eru takmarkaðir.“ Grunnlaun héraðsdómara hækk- uðu þannig í fyrra um 38,7 prósent, fóru úr rúmum 949 þúsund krónum á mánuði í um 1,3 milljónir króna. Stór hluti þeirrar hækkunar var þó tilkominn vegna þess að ýmsar auka- greiðslur voru færðar inn í grunn- launin. „Útborguð laun hafa hækkað um sautján prósent en hitt eru auka- greiðslur sem voru í launaumslaginu og það er villandi að tala um það sem launahækkun,“ segir Skúli. | þká Héraðsdómur Sinna viðamiklum störfum samhliða dómarastörfum Formaður Dómarafélagsins er störfum hlaðinn Skúli Magnússon. Eigandi íbúðar, sem metin er stórhættuleg vegna myglu- svepps, segist vel geta búið í íbúðinni. Húsfélagið hefur krafist þess fyrir héraðs- dómi að eigandinn selji íbúð- ina sína. Farga þurfi öllum innréttingum og innbúi. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Eigandi íbúðar, sem metin er stór- hættuleg vegna myglusvepps, er arkitekt og hefur unnið að bæjar- skipulagi og ýmiskonar skipulags- málum. Hann hefur ekki hugsað sér að flytja úr íbúðinni. Íbúðin er í fjölbýlishúsi í Vest- urbæ Reykjavíkur. Í lok janúar var mál húsfélagsins gegn honum þing- fest fyrir héraðsdómi Reykjavíkur og þess krafist að hann selji íbúð- ina. Beðið er dómsniðurstöðu. Að sögn annarra íbúa í blokkinni hefur húsfélagið reynt að fá manninn til að bregðast við myglusveppnum í íbúðinni í bráðum fjögur ár. Ítrek- aðar tilraunir hafi verið gerðar til að fá manninn til grípa til aðgerða svo sveppurinn dreifist ekki í aðrar íbúðir. Tvær verkfræðistofur hafa gert úttekt á íbúðinni og bent á að hún sé ekki íbúðarhæf. Önnur skýrslan er frá 2013 og hin 2014. Heilbrigð- iseftirlitið komst að sömu niður- stöðu. Viðgerðir þoli enga bið og að það sé brýnt heilsufarsmál eiganda íbúðarinnar og nærliggjandi íbúða að ráðið verði niðurlögum svepps- ins. Farga verði öllu innbúi, endur- nýja þurfi alla glugga, svalahurð, öll gólfefni og innréttingar. Þá þurfi að slípa útveggi og hreinsa einangrun af útveggjum fyrir enduruppbygg- ingu. Alla innanstokksmuni þurfi Myglusveppur Íbúð í Vesturbæ Reykjavíkur metin óíbúðarhæf og hættuleg Hyggst búa í myglaðri íbúð Alla innanstokksmuni þarf að flytja úr íbúðinni út um svaladyr svo myglugró dreifist ekki á stigagang eða í aðrar íbúðir. Samfylking Formaðurinn skrifar játningabréf til flokksmanna Mistök Árna Páls og flokksins Árni Páll Árnason, formaður Sam- fylkingarinnar, segir að flokkurinn hafi gert mistök með því að verja ekki ítrustu hags- muni þjóðarinnar í Icesave-málinu og tala gegn þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta kemur fram í bréfi sem hann ritar til félagsmanna í Samfylkingunni en sótt hefur verið að formanninum vegna slæmrar stöðu flokksins í skoðanakönn- unum. Árni Páll hefur áður sagt að hann vilji láta reyna á formennsku sína í allsherjaratkvæða- greiðslu innan flokksins. Hann hefur dregið í land og segist nú ætla að taka þátt í samræðu við flokksmenn um stöðuna á næstu vikum og tilkynna því næst hvort hann gefi kost á sér áfram sem formaður. Játningalisti formannsins er langur og hann játar á sig og flokkinn margvísleg mistök. Til að mynda hafi flokkurinn byggt aðildarum- sókn að Evrópusambandinu á flóknu bak- tjaldasamkomulagi í stað þess að fá skýrt umboð frá þjóðinni. Þá hafi hann brugðist hvað varðar skuldavanda heimilanna og tekið að sér að útskýra fyrir fólki að það ætti að greiða skuldir sínar í stað þess að taka stöðu með fólkinu gegn fjármálakerfinu. Og áfram heldur formaðurinn og segir flokkinn hafa lofað breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu en týnt sér í langvinnum samningum. Og í stjórnarskrármál- inu hafi dregist of lengi að áfangaskipta verk- efninu til að koma mikilvægustu breyting- unum í höfn. „Ég tók um síðir af skarið, en í stað þess að samtalið væri lifandi og allt uppi á borðum var upplifun fólks sú að ég hefði brugðist og fórnað málinu og allt hefði klúð- rast,“ segir Árni Páll. Hann segir alla innan flokksins þurfa að bera ábyrgð á þeirri stöðu sem flokkurinn er í, ekki bara suma. Samfylkingin hefur flýtt landsfundi sínum, sem átti að halda í haust, til fjórða júní. | þká Árni Páll Árnason. Aldís Hilmarsdóttir, fyrrum yfir- maður fíkniefnadeildar lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, íhugar að fara í mál við Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglu- stjóra, samkvæmt heimildum Fréttatímans. Ekki náðist í Aldísi vegna máls- ins. Hún er sögð ósátt við að vera færð til í starfi og tekin úr stjórn- unarstöðu í fíkniefnadeildinni. Henni hafi ekki verið gefin hald- bær rök fyrir tilfærslunni. Fullyrt er að Aldís leiti réttar síns og hefur hún notið aðstoðar Reimars Péturssonar lögmanns. Aldís er ósátt við framgöngu Sig- ríðar Bjarkar í máli sínu. Í lok janúar var Aldís flutt í deild sem sér um mótun nýrrar deildar um skipulagða brotastarfsemi. | þt Aldís íhugar málshöfðun Aldís Hilmarsdóttir, fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.