Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 37
808 mafia er þekkt
hip-hop framleiðslu-
teymi sem stendur
á bak við mörg vin-
sælustu rapplögin
um þessar mundir.
Það hefur unnið
með tónlistar-
mönnum á borð við
Future, Drake og
Young Thug.
Tónlist Lexa Picasso
má nálgast á www.
soundcloud.com/
lexipicasso og
myndir á Instagram
@lexipicasso
Atlanta er talin
mekka rappsenunn-
ar í dag. New York
átti tíunda áratug-
inn en Atlanta er
talin ala af sér það
ferskasta í dag, líkt
og Gucci Mane, Fut-
ure, Young Thug, 2
Chainz og iLoveMa-
konnen.
af lögreglunni, vera vísað úr landi
og mega aldrei koma aftur inn
fyrir landamærin. Það kom tímabil
sem ég svaf varla í 90 daga. Við
bjuggum nokkrir saman og það
voru átta byssur í húsinu. Ég varð
að flytja eftir að íbúðin okkar var
skotin upp. Stressið við það að
vera í þessu umhverfi gerði mig
vitlausan. Ég er óþekkjanlegur á
myndum af þessum tíma, þetta fór
svo illa með mig.“
Aðspurður hvort hann geti deilt
með lesendum myndum frá Atl-
anta segir umboðsmaður hans svo
ekki vera, en tölvan hans hrundi
fyrir nokkrum mánuðum. Sjá má
nokkrar myndir og myndbönd á
Instagram prófílnum hans.
Lexi kom aftur heim til Íslands
eftir ágreining milli hans og með-
lima 808 mafia. Hann kom sér
í samband við framleiðandann
Reazy Renegade sem aðstoðaði við
nýjustu plötu hans. „Það er gaman
að vera kominn aftur og finna fyrir
áhuga á tónlistinni minni. Ég er
að bóka mig á gigg og umboðs-
maðurinn minn tekur á móti
öllum beiðnum. Ég vil bara gefa
til baka, gefa fólkinu eitthvað sem
það hefur ekki séð áður. Ég hef
haldið mig á hótelum úti á landi
því ég þarf frið til þess að skapa.
Mér er sama um frægðina og er vel
stæður í dag.“
Hvaðan koma peningarnir?
„Ég er „ghostwriter“ skrifa texta
fyrir erlenda rappara.“
Þegar Lexi rýnir í framtíðina sér
hann sig giftan unnustu sinni með
tvö börn. Þau eru búsett í Grikk-
landi, kannski á Ítalíu og Lexi læt-
ur af störfum þrítugur til að njóta
lífsins. Hann er búinn að hanna
fatalínu fyrir bæði konur og karla
og skilur eftir sig farsælt plötu-
fyrirtæki. „Ég er kominn með gott
teymi hérna heima og búinn að
ráða til mín hæfileikaríkt fólk í
plötufyrirtækið mitt, b2b. Hægt en
örugglega vinn ég mig á toppinn
enda 24 ára með 50 ár á bakinu.“
|37fréttatíminn | Helgin 12. febrúar–14. febrúar 2016