Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 74
2 | fréttatíminn | Helgin 12. febrúar-14. febrúar 2016
Anna Lea Friðriksdóttir
útgefandi hjá Sölku
Ástarævintýri
þriggja barna móður
og menntskælings
„Fáir komast með
tærnar þar sem
Bergsveinn
Birgisson er
með hælana
þegar kemur
að því að skrifa
fallegan texta og
Svar við bréfi Helgu
hefur allt sem til þarf; forboðna
ást, kímni, erótík og að sjálfsögðu
trega,“ segir Anna Lea Friðriks-
dóttir, útgefandi hjá Sölku sem
kveðst líka hrifin af Angantý eftir
Elínu Thorarensen. „Angantýr er
minningabók um samband Elínar
við Jóhann Jónsson skáld. Það
telst sannað að ýmsir fjölskyldu-
meðlimir og áhrifamenn í íslensku
menningarlífi reyndu að koma í
veg fyrir útgáfu bókarinnar enda
var Elín fráskilin þriggja barna
móðir en Jóhann menntskælingur
á meðan ástarævintýri þeirra
varði. Þema bókarinnar er ekki
nýtt af nálinni, sú von að ástin
sigri boð og bönn og mótlæti sam-
félagsins. Þetta ástarævintýri fékk
ekki farsælan enda en texti Elínar
er gullfallegur og þessi litla bók á
stórt pláss í mínu hjarta.“
Egill Helgason
stjórnandi Kiljunnar
Blíðar og óblíðar
ástir í Sölku Völku
„Salka Valka. Þar
eru blíðar
ástir, óblíðar
ástir, svik og
harmur og
togstreita og
bókin hefur
verið leið
margra ung-
menna inn í verk
Halldórs Laxness.“
Egill örn Jóhannsson
framkvæmdastjóri Forlagsins
Aldarspegill og saga
um ást og harm
„Ég slæ saman í
eina, Kar-
itas án titils
og Óreiðu
á striga
eftir Krist-
ínu Marju
Baldursdóttur.
Bækurnar eru
fyrst og fremst stórbrotin og kröft-
ug þroskasaga konu sem fer sínar
eigin leiðir, en frásögnin um ástir
Karitasar og Sigmars er eins og
Besta ástarsaga
íslenskra bókmennta
Hvað er ástin?
Ástin er stórhættuleg, lífsnauð-
synleg, yndisleg og stundum hinn
mesti vandræðagripur! Ástæðan
fyrir því að sumt fólk forðast ástina
er áhættan, það er svo vont ef
ástin bregst – þess vegna er hún
svo hættuleg. Ég lenti í því um
daginn að fá magnað hræðslukast
við tilhugsunina um hvernig lífið
yrði ef ég missti ástina mína. Þetta
er auðvitað eðlilegur fylgifiskur
þessa góða fyrirbæris. Sá sem
elskar óttast ekkert meira en að
missa ástina sína – en óttinn má
að mínu mati ekki standa í vegi
fyrir því að fólk elski og sækist eftir
ástinni!
Skiptir ástin máli?
Það er ekkert fyrir ást og ekkert
eftir ást þannig að ástin er allt sem
skiptir máli. Ástin sigrar allt!
Er hægt að laga særða ást?
ef ég skil þessa spurningu rétt þá
fjallar hún um það hvort sá sem
er svikinn af ástinni sinni geti rétt
úr kútnum aftur, jafnvel fundið
nýja ást og kannski gleymt þessari
gömlu. Ég hef séð þetta gerast
en það getur tekið langan tíma.
eða stuttan. Það er misjafnt. en
ég held að það sé alltaf hægt.
Kannski helst ef viðkomandi særð
ást reynir ekki of mikið til að af-
særast. bara er og reynir að vera
róleg.
Hvernig ræktið þið ástina?
er þetta blað bannað innan 18
ára? Ég veit það ekki hreinlega, við
horfum t.d. ekki á sjónvarp, tölum
saman í tíma og ótíma um allt og
ekkert, dáumst að börnunum okkar
saman en reynum líka að eiga okkar
prívatstundir. Við kunnum að meta
hvunndaginn og gerum okkur far
um að láta ekki smáatriði pirra
okkur. Svo styttist í fyrsta fullorð-
insfríið í langan tíma og slíkt „trít“
er afskaplega gott fyrir ástina!
Heldurðu að allir geti fundið hina
einu sönnu ást – og er hún til?
Það er auðvitað fáránlegt að halda
því fram að fyrir mig eða aðra
sé bara til ein sönn ást í öllum
heiminum. Hvílík tilviljun að ramba
á hana! Hvað ef mér hefði verið
rænt í la árið 1984 (sem hefði
getað gerst, skv. ömmu)? Þá væri ég
kannski viss um að rapparinn eða
kvikmyndamógúllinn væri sá eini
sanni, grunlaus um að á Íslandi biði
hann og biði, ástin mín eina, aleinn
á Ölstofunni. Sá þyrfti að bíða lengi!
Ég held að á hverjum stað og á
hverjum tíma sé þessa einu sönnu
ást að finna. Það þarf bara að hitta
á mómentið og finna hana. Og hún
er þarna – treystu mér!
Kunnum að meta
hvunndaginn
Áslaug Guðrúnardóttir, kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur
og höfundur bókarinnar Mínímalískur lífsstíll
Opið virka daga frá 11:00 -19:00 og laugardaga 12 - 18
Í Ostaskóla Búrsins eru bara ostar
á námsskránni. Engar frímínútur og
heldur engin heimavinna. Afþreying
fyrir ostelskandi einstaklinga.
Ostaást?
Búrið er troðfullt af
ótrúlega girnilegu
ostagóðgæti og öðru
gúmmulaði.
Komin tími til að kíkja í Búrið?
Grandagarður 35 · 101 Reykjavík · Sími 551 8400 www.burid.is