Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 38
Með hækkandi leiguverði og minnkandi framboði á hús- næði sem hentar ungu fólki í startholum lífsins fjölgar þeim sem dvelja í hreiðrinu fram eftir aldri. Talið er að nærri helmingur ungs fólks á aldrinum 18-30 ára í Evrópu búi enn í foreldra- húsum. Ísland er þar ekki undanskilið. Eru þetta ósjálf- stæðir eilífðarunglingar eða er þetta bara það sem koma skal ef leigumarkaðurinn breytist ekki? Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is Hinn tuttugu og tveggja ára gamli Róbert Risto Hlynsson er alltaf kallaður Poddi. Poddi býr með for- eldrum sínum, yngri bróður, hundi og tveim hænum á Njálsgötunni. Herbergi Podda er lítið herbergi í kjallaranum, en hann hefur fim- lega komið skápum og rúmi fyrir svo honum líði vel heima. Af og til heyrum við þungt fótatak fyrir ofan okkur. „Þetta er pabbi. Það er frek- ar nett að þekkja fótatak allra, svo á kvöldin þegar allir eru sofnaðir heyri ég líka suðið frá ísskápnum hingað niður,“ segir Poddi og hlær. Poddi segir ákveðið frelsi í að búa heima – nefnilega peninga- frelsi. „Ég var áður að leigja og þá hélt ég að sportið væri að maður mætti hafa læti og halda partí heima hjá sér. Það var svo ekki raunin, það má yfirleitt ekkert halda partí þar sem maður leigir, svo það er ekkert gaman.“ Poddi leigði í íbúð þar sem hann borgaði leigusalanum svart, svaf á sófanum og mygla var í húsinu. „Þetta var eiginlega í þvottahúsi svo það var engin loftræsting eða neitt. Einu sinni gleymdum við Hlöllabát í ís- skápnum og hann fór að mygla en lyktin komst ekkert út. Ég hef ekki borðað Hlölla síðan.“ Poddi hefur verið í menntaskóla með hléum í sex ár, en klárar stúd- entspróf frá Myndlistarskólanum í Reykjavík í vor. Hann vinnur svo með skóla í símaveri á kvöldin. Eftir stúdent langar hann í há- skóla en er ekki viss hvort hann haldi þá áfram að búa í foreldra- húsum. „Þá myndi ég örugglega taka námslán og taka húsnæðislán fyrir þau. Lifa hátt á námslánum. Er það ekki það sem fólk gerir?“ Hann segist ímynda sér að ef hann þyrfti að búa einn með nám- inu myndi hann bugast á endanum. „Rútínan væri bara vinna, sofa, skóli, elda klukkan tíu á kvöldin.“ Poddi bendir á að leigumarkað- urinn henti mörgum í hans stöðu illa, enda vilji hann ekki eiga bíl og þá eigi hann ekki annarra kosta völ en að búa nálægt skólanum sínum. „Ég get því ekki bara flutt í Breið- holt og borgað ódýrari leigu. Breið- holt er samt kúl hverfi, en þá þyrfti ég að eiga bíl því Ísland er bílaland. Og ég er ekki með bílpróf!“ Poddi er almennt jákvæður, og segir margt gott fylgja því að búa með foreldrum sínum. „Foreldrar geta minnt mann á hluti eins og að taka myglaða Hlöllabáta tímanlega úr ísskápnum. Hlutir sem maður man ekki alltaf eftir þegar maður býr einn.“ Fullorðinn í foreldrahúsum Hinn nýi íslenski draumur Poddi er sáttur við að búa með fjölskyldu sinni og hundinum Betu í kjallaranum.  Poddi er fimmti og síðasti í röð heimsókna til fullorðinna í foreldrahúsum. Meira á Fréttatíminn.is 38 | fréttatíminn | Helgin 12. febrúar–14. febrúar 2016 www.thor.is TÖLVUVERSLUN ÁRMÚLA 11 - SÍMI 568-1581 ÞÓR HF - UMBOÐSAÐILI EPSON Á ÍSLANDI Í MEIRA EN 30 ÁR Þráðlaus ölnotaprentari (skanni, ljósritun og prentun). Hentar vel til að prenta allt frá texta yr í góða ljósmynd. Beinn stuðningur við iPhone/iPad og Android. Hægt er að fá APP til að prenta og skanna með iOS og Android tækjum. Allar helstu skipanir á skjá. Sérstaklega hagkvæmur í rekstri vegna utanáliggjandi blektanka sem koma í staðinn fyrir hefðbundin blekhylki EPSON EcoTank ET-2550 Þráðlaus heimilis prentari sem skannar og ljósritar, með utanáliggjandi blektanki í stað blekhylkja. ET-25 50 49.00 0,- SEGÐU BLESS VIÐ BLEKHYLKIN! HAGKVÆM LAUSN FYRIR ALLA Epson EcoTank ET-4550 Einnig til í skrifstofu útgáfu, , fyrir meira blek, hraðari prentun og skönnun. ET-45 50 80.00 0,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.