Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 14
Innmúraður Hraunari „Sigurður Hólm var frekar rólegur, stríðinn og brosmildur náungi, eiginlega ljúflingur en þegar hann var undir áhrifum varð hann stjórnlaus, stal því sem hann kom höndum yfir og gat verið ofbeldis- fullur,“ segir æskuvinurinn úr fangelsinu. Hann segist hafa verið fjórtán ára þegar þeir kynntust á Hlemmi, þar sem uppreisnargjarnir krakkar, pönkarar, rónar og utan- garðsmenn blönduðu geði. Þar var Bjarni móhíkani, Siggi pönk, Pési, Lalli Johns og fleiri. Menn skiptust á sjússum, reyktu hass og skiptust á töflum eða tóku spítt. „Þegar ég var 18 ára var ég sendur á Litla-Hraun og þá hitt- umst við aftur, hann var þá um tvítugt og við urðum ágætis vinir. Hann var þá orðinn innmúraður Hraunari, eins og það var kallað. Ég átti eftir að verða það líka. Ég sat af mér um ellefu ár áður en ég náði að rétta mig við. Við vorum félagar megnið af þessum tíma. Hann var mér nánari en nokkur bróðir.“ En þrátt fyrir þetta segir fé- laginn í fangelsinu að þeir hafi lítið rætt um fortíðina. „Það gerðu menn bara yfirleitt ekki. Svo var nánast eins og hann skammaðist sín. Hann var með ljót ör á líkam- anum og ég vissi að hann hafði orðið fyrir hræðilegu ofbeldi sem barn.“ Nær dauða en lífi Sigurður Hólm bjó með móður sinni og yngri systur í Bjarnaborg á horni Vitastígs og Hverfisgötu fyrstu árin, en þar voru íbúðir fyrir fátækt fólk og fjölskyldur í erfiðleikum, á vegum Reykjavík- urborgar. Þrjár eldri hálfsystur hans ólust upp hjá ættingjum, en tveir eldri hálfbræður hans voru á barnaheimilinu á Kumbaravogi. Fimm ára var hann fluttur nær dauða en lífi á sjúkrahús eftir að lögregla fann hann ráfandi um á Hverfisgötunni. Hann var vart nema skinn og bein, maginn upp- blásinn eins og hjá börnum sem hafa ekki nærst í langan tíma. Hann var brotinn á báðum fram- handleggjum og upphandlegg, afmyndaður í andliti af barsmíð- um, nefbrotinn, með skaddaða vör og með ljót för á hálsi og höndum. Samkvæmt lögreglunni gat hann ekki talað og starði bara út í loftið þegar á hann var yrt. Sigurður Hólm var fluttur á sjúkrahús en læknisskoðun leiddi í ljós að misþyrmingarnar hefðu staðið lengi yfir, þar sem bæði framhandleggsbrotin virtust vera gömul. Á sínum tíma kom fram að þetta væri versta barnaverndar- tilfelli sem sést hafði á Íslandi í áratugi. Lítill og umkomulaus Eftir fjölskylduharmleikinn í Bjarnaborg var hann sendur á barnaheimilið á Kumbaravogi en þar voru tveir bræður hans fyrir. „Ég man vel eftir deginum þegar hann kom. Hann var svo lítill, hræddur og umkomulaus, enn í gipsi og efri vörin saumuð saman,“ segir kona sem var barn á Kumb- aravogi á þessum tíma. „Ég man að mér fannst að hann hefði verið sætur lítill strákur en andlitið var afmyndað. Þá var hann með skurði á höndum og fótum, því hann hafði verið bundinn og böndin höfðu skorist inn í holdið.“ Hún segir að það hafi verið rætt við krakkana, sem voru alls fjórtán talsins, og þeim bannað að ræða við hann um ofbeldið sem hann hafði orðið að þola. „Það var sjálf- sagt hugsað til að vernda hann en við stelpurnar vorum ekki alveg á því. Við fórum gjarnan með hann afsíðis þegar enginn sá til og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@fréttatiminn.is Sigurður Hólm Sigurðsson, 49 ára fangi á Litla-Hrauni, fannst látinn í klefa sínum 17. maí árið 2012. Rúmu ári síðar voru Ann- þór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson ákærðir fyrir stórfellda og hættulega líkamsárás sem hefði leitt hann til dauða. Árið 2013 var ákært í málinu. Rannsókn þess hefur verið gríðarlega umfangs- mikil og ekkert til sparað. Byggð var nákvæm eftirlíking fangaklef- ans og ótal sérfræðingar hafa verið kallaðir til. Búist er við að dómur verði kveðinn upp á næstu vikum. En þótt rannsóknin á dauða hans hafi verið dýr og umfangs- mikil og ekki hafi verið horft í aur- ana þegar kom að því að loka hann inni á stofnunum, er ekki þar með sagt að íslenskt þjóðfélag hafi verið með opinn faðminn þegar hann var lítill og hræddur drengur sem þurfti á stuðningi að halda til að hefja lífið. Lögheimili á Hrauninu „Hann gekk aldrei lengi laus, það má nánast segja að hann hafi átt lögheimili á Litla-Hrauni, frá því að ég kynntist honum fyrst,“ segir vinur hans úr fangelsinu sem var síbrotamaður líkt og hann þar til fyrir nokkrum árum að hann gat snúið lífi sínu við. „Það kom mér ekki á óvart að lífi hans lauk á þennan hátt.“ 2010 hóf Sigurður Hólm enn eina afplánunina fyrir ýmsa smá- glæpi en í þetta sinn átti hann ekki afturkvæmt úr fangelsinu nema í nokkra daga. Þá var hann fluttur aftur í gæsluvarðhald, en þar end- aði hann daga sína. „Ég frétti af honum nokkrum dögum áður en hann lenti inni. Hann var rosalega illa farinn, var nánast við dauðans dyr af neyslu,“ segir æskuvinur hans úr fangels- inu. „Hann hafði horast gríðarlega og neyslan var algerlega stjórn- laus. Það má segja að fangelsið hafi nánast bjargað lífi hans í nokkur skipti, eins einkennilega og það hljómar.“ Kerfisbarn Sigurður Hólm þurfti að bera þungar byrðar strax sem barn og var alinn upp á stofnunum Með lögheimili á Litla-Hrauni nær allt sitt líf 35 ár á stofnunum Sigurður Hólm Sigurðsson fékk samtals 32 fangelsisdóma en var dæmdur til 26 ára fangelsis- vistar. Hann var bak við lás og slá í 25 ár en gera má ráð fyrir að það hafi kostað samfélagið um 250 milljónir króna. Þá var hann tíu ár á barnaheimilinu Kumbaravogi. Sigurður varð einungis 49 ára og dvaldi í 35 ár á stofnunum. Fanginn Sigurður Hólm í klefa sínum en í fang- elsinu að Litla-Hrauni eyddi hann megninu af lífi sínu, fyrir mestan part fremur lítilfjörleg afbrot. Það kostaði samfélagið nær tvö hundruð og fimmtíu millj- ónir, að núvirði, að geyma Sigurð Hólm Sigurðsson í fangelsi megnið af ævi sinni. Samt var hann enginn stórglæpamaður. Hann var fyrst og fremst alkóhólisti og fíkniefnasjúklingur. Og fórnarlamb hryllilegs ofbeldis strax sem ungur drengur. Hér er gömul mynd af Sigurði Hólm þriggja ára, tveimur árum fyrir harmleikinn í Bjarnaborg. Fimm ára, var hann fluttur nær dauða en lífi á sjúkra- hús eftir að lögregla fann hann ráfandi um á Hverfisgöt- unni. Hann var vart nema skinn og bein, maginn uppblásinn eins og hjá börnum sem hafa ekki nærst í langan tíma. 14 | fréttatíminn | Helgin 12. febrúar–14. febrúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.