Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 73

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 73
Ástin fréttatíminn Helgin 12. febrúar-14. febrúar 2016 geggjaðir ilmir náttúruleg innihaldsefni veitir vel líðan paraben frítt silkimjú k áferð gott fyri r hú ðina Besta ástarsaga íslenskra bókmennta Pétur Már Ólafsson bókaútgefandi Ástarsaga Arnasar og Snæfríðar stendur upp úr „Ástarsaga Arnasar og Snæfríðar Íslandssólar í Íslands- klukkunni stendur upp úr. Hún er laus við alla tilfinninga- semi – og endar að sjálfsögðu illa. Lögmannsdóttirin unga og heimsmaðurinn fella hugi saman. Hann dæmir föður hennar síðar frá æru og embætti en Snæfríður gefst ekki upp heldur knýr málið áfram eftir dauða hans. Heiður ættarinnar krefst þess að Arnasi sé komið á kné, jafnvel þótt hún elski hann, og hefur sigur. En til hvers? Nótt í Kaupmannahöfn tala þau um að ríða um landið á hvítum hestum en í lok bókar sér Jón Hreggviðsson hana ríða af þingi, ásamt gömlum vonbiðli, á svörtum hestum.“ Sunna Dís Másdóttir nemi og gagnrýnandi Ógleymanleg ástarjátning Jóns Kalmans „Enginn íslenskur höfundur skrifar betur um ást en Jón Kalman Stefánsson og hvergi hefur hann gert það betur en í Birtan á fjöllunum. Ástarjátning Starkaðar til Elku, með lograuða hárið, er ógleyman- leg.“ Hvað er þessi ást? er hún ómissandi? er hægt að lækna sært hjarta og er okkur ætluð bara ein og aðeins ein? fréttatíminn leitaði á náðir þriggja ástfanginna kvenna og fékk þær til þess að deila með okkur sinni sýn á þessu ógnarsterka afli sem ástin er. Hvað er ástin? Það er erfitt að skilgreina ástina á einhvern einn máta, hún á sér margar birtingarmyndir. Ástin er þetta mjúka, þetta hlýja, þetta fallega afl sem fær mann til að langa til að verða betri manneskja. Ég skildi orðtakið ást við fyrstu sýn þegar ég sá dóttur okkar í fyrsta skipti og fékk hana í fangið í Kína árið 2005. Þá upplifði ég svo innilega hvernig hjartað mitt opnaðist og þessi litla mannvera eignaði sér stærsta staðinn í því. Stundum spyr ég mig að því þegar ég horfi á hana hvort það sé virki- lega hægt að elska eina manneskju alltaf meira og meira og svarið er alltaf já! Skiptir ástin máli? Án ástarinnar væri lífið heldur tómlegt. Óhrædd opnum við hjarta okkar og leyfum ástinni að taka völdin vitandi það að þessi dýpsta sæla getur á einu augnabliki breyst í blæðandi hjartasár og hyldjúpan skerandi sársauka. en það er partur af lífinu því er svo mikilvægt að lifa í þakklæti fyrir það líf sem við höfum fengið og allt það góða fólki sem umlykur okkur og á stóran þátt í að við getum sagst vera hamingjusöm. Ástin er allstaðar og er tungumál sem allur heimurinn skilur, hún auðgar lífið og er hvati til góðra verka. Er hægt að lækna særða ást? Tíminn læknar öll sár. Það er undir hverjum og einum komið hvort hann vill fyrirgefa og halda áfram og finna sitt jafnvægi lífinu eða dvelja í sársaukanum með til- heyrandi erfiðleikum sem eftirsjá og reiði elur af sér. Stundum þarf einfaldlega að sleppa tökunum og treysta á að sárin grói. láta almættið um stjórnina og halda áfram að róa. Hvað er ástin? Ástin er svefnleysi. fyrst í upphafi sambands þegar fólk er svo spennt fyrir hvort öðru að það getur ekki sofnað. Svo þegar það heldur vöku fyrir hvort öðru með skemmti- legri næturleikfimi og seinna þegar ávextir ástarinnar vekja foreldra sína ítrekað yfir nóttina og allt of snemma á morgnana. Ég myndi ekki þola svona slitróttan svefn fyrir neitt annað en ástina. Skiptir ástin máli? Ætli mannkynið væri ekki löngu útdautt ef fólk yrði ekki ástfangið. fyrir mig er líf án ástar frekar bragðlaust. Hún dýpkar og víkkar allar upplifanir og hjálpar mér að forgangsraða. annars er ég frekar ástsjúk og elska manninn minn, strákana mína, vini mína og fjöl- skyldu af öllu hjarta, meðal annars af því að mér finnst svo gott að þau skuli öll elska mig á móti. Er hægt að lækna særða ást? Móðir mín sagði einu sinni: „Stundum þurfa hlutir að brotna til þess að hægt sé að líma þá aftur saman.“ fólk getur verið í bældum, vansælum samböndum í áratugi án þess að kvarta, en oft er betra að tala út um hlutina og hreinsa loftið, jafnvel þó það sé erfið vinna er gott að leggja hana á sig. Ég held það sé hægt að lækna flest, en svo er annað mál hvort að öll ást sé þess virði að lækna hana. Hvernig ræktið þið ástina? Sofa saman og tala saman, í góðu jafnvægi. Það segir Kristína berman, vinkona mín, sem er ansi klók kona. Hún sagði líka að þegar hjón ræða saman (rífast) sé best að haldast í hendur eða hafa einhverja líkam- lega snertingu. Það er ómögulegt að segja andstyggilega hluti við makann þegar þú ert nálægt honum og heldur í höndina á honum. Nauðsynlegt að kunna elska sjálfan sig Líf án ástar frekar bragðlaust Valentína Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Móður Náttúru Bergrún Íris Sævarsdóttir rithöfundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.