Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 18
18 | fréttatíminn | Helgin 12. febrúar–14. febrúar 2016 HIN FAGRA OG FORNA ALBANÍA PÁSKAFERÐ 19. – 30. MARS ALBANÍA WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð. Innifalið: Flug, hótel í London, hótel með hálfu fæði í Albaníu, öll keyrsla í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á. VERÐ 329.900.- (per mann i 2ja manna herbergi) Alls sóttu 903 um bætur en um fimmtíu umsóknum var hafnað. Langflestir þáðu þær bætur sem ríkið bauð þeim. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Rúmlega níu hundruð manns hafa sótt um sanngirnisbætur vegna miska sem þeir telja sig hafa orðið fyrir eftir dvöl á vistheimilum sem starfrækt voru á landinu á árum áður. Nemar í rannsóknarblaða- mennsku við Háskóla Íslands tóku saman tölur yfir hvernig sanngirn- isbótunum hefur verið úthlutað. Alls sóttu 903 um bætur en um fimmtíu umsóknum var hafnað. Heildarupphæðin sem greidd hef- ur verið er 1.962.800.000 krónur en ríkið hefur skuldbundið sig til að greiða 120 milljónir til viðbótar. Að meðaltali er áætlað að hver vistmaður hafi fengið um tvær og hálfa milljón króna í bætur. Sýslumanninum á Siglufirði, Halldóri Þormari Halldórssyni, var falið að sjá um sáttaboð til þeirra sem sóttu um. Langflestir umsækj- endur um bæturnar tóku boði sýslumannsins. Af þeim 829 sem fengu greiddar bætur leituðu 26 til úrskurðarnefndar sanngirnisbóta. Úrskurðarnefndin, sem Þorbjörg I. Jónsdóttir fór fyrir, endurmat sáttaboð sýslumanns og skoðaði alvarleika ofbeldis og afleiðingar þess. Horft var í glötuð tækifæri vistmanna, til að mynda til skóla- göngu. Eftir að Breiðavíkurmálið komst Endalok Samfylkingarinnar Einu sinni voru nokkrir litlir flokkar sem vildu verða stórir. En of fáum líkaði við þá. Þá sagði kall: Ef við setjum alla litlu flokkanna saman í einn verður til einn stór flokkur Þannig fór að engum líkaði við flokkinn sem vildi vera stór. Hann safnaði ekki vinsældum litlu flokkanna heldur óvinsældum þeirra. Þeim sem var í nöp við gunnu í hópi með Bjössa, Jóni og gunnu. Teikningar: Hari Ha? Heldurðu það? spurði fólkið. Já, auðvitað, sagði maðurinn. Ef 10 líkar við Jón og 10 líkar við gunnu og 10 líkar við Bjössa og 10 líkar við Stínu þá líkar 40 við okkur öll. liðu svo nokkrir vetur. Þá kom í ljós að fólkinu sem líkaði vel við gunnu líkaði ekki endilega við Bjössa eða Stínu eða nokkurn annan. Því gat jafnvel dauð- leiðst þau. Fréttaskýring fyrir barnið í okkur Mannréttindi Ríkið hefur greitt 2 milljarða í sanngirnisbætur 829 hafa fengið sanngirnisbætur í hámæli árið 2007, og fjallað var um slæma meðferð á börnum á nokkrum vist- og meðferðarheim- ilum landsins, skipaði Geir Haarde forsætisráðherra nefnd sem ætlað var að kanna tjónið sem vistmenn hefðu orðið fyrir. Vistheimila- nefndin staðfesti að meiri líkur en minni væru á að börn hefðu sætt illri meðferð á níu vistheimilum ríkisins. Árið 2010 voru samþykkt lög um að greiða þeim bætur sem höfðu orðið fyrir tjóni. Lögin mæla fyrir um greiðslu sanngirnisbóta úr ríkissjóði til þeirra sem urðu fyrir varanlegum skaða af illri meðferð eða ofbeldi á stofnunum og heimilum. Með lög- unum er slegið af almennum sönn- unarkröfum í skaðabótamálum. Fyrirkomulag bótagreiðslnanna var byggt á írsku kerfi þar sem gefin eru miskastig fyrir hvern þátt. Hvert miskastig gefur 60 þús- und krónur og miðað er við að há- marksbætur séu 6 milljónir króna. Bæturnar voru meðal annars metnar út frá því hvernig fólk var statt í lífinu síðar. Bæturnar voru skattfrjálsar og höfðu ekki áhrif á aðrar bætur. Formaður Samtaka vistheimila- barna, Jón Magnússon, segir að almenn óánægja ríki hjá flestum sem hann hefur rætt við vegna sanngirnisbótanna. Fólki hafi fundist sex milljóna króna þakið of lágt auk þess sem það var óánægt með að bæturnar voru greiddar út í þremur skömmtum. P. Valgerður Kristjáns- dóttir var á Bjargi frá tólf ára aldri. „Ég fékk rúmar 3 milljónir og þær dugðu ekki fyrir neinu. Mér fannst þetta vera skammarbætur og þær breyttu engu fyrir mig. Bæturnar höfðu enga þýðingu. Þær voru greiddar út í skömtum og það var enn verra, ég skil ekki af hverju við fengum þær ekki bara í einu lagi.“ Valgerður segist aldrei hafa jafnað sig á lífsreynslunni á Bjargi. „Ég gleymi aldrei þegar við fórum þangað. Pabbi og mamma fóru með mig og það vissi enginn annað en að þetta væri stúlkna- skóli. Þegar við komum þá var allt opið og fínt og leit vel út en um leið og þau voru farin þá var hurð- inni læst. Ég hef aldrei komist yfir þennan tíma og hann situr alltaf fast í mér. Ég vil meina að íslenska ríkið hafi reynt að kaupa sig ódýrt frá þessum málum.“ jón Magnússon, formaður samtaka vistheimilabarna, var vistaður í Breiðavík, Kumbara- vogi og upptökuheimili ríkisins í Kópavogi. „Bæturnar breyttu engu fyrir mig. Þær höfðu engin áhrif á líf mitt. Það eina sem þetta gerði fyrir mig var að þetta var svolítil viðurkenning á að því að það var brotið á mér.“ Jón segir að fólk hafi verið kúgað til að taka sáttaboði sýslu- manns. „Ríkið segir að vegna þess að brotin gegn okkur séu fyrnd, þá sé sann- girnisbótafyrirkomulagið það eina í stöðunni. Þessu er ég ósam- mála því við urðum fyrir mann- réttindabrotum og þar af leiðandi voru þessir einhliða samningar um sanngirnisbæturnar bara gjörningur. Við vorum aðilar að mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar öll þessi brot áttu sér stað.“ Mynd | Víglundur Þór Víglundsson reynslusögur vistmanna á Breiðavíkur- heimilinu leiddu til þess að starfsemi vist- heimila landsins var rannsökuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.