Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 44
Kynningar | Veislur AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is Yfir 100 ára reynsla í veisluhöldum Þrjár kynslóðir veitingamanna við stjórnvölinn í Rúgbrauðsgerðinni. Unnið í samstarfi við Veislumiðstöðina Í Rúgbrauðsgerðinni við Borgartún er Veislumiðstöðin til húsa. Það er að finna vel búna veislusali sem henta undir hvers kyns fögnuði eða fundi. Í boði eru þrír mismunandi salir og sá stærsti, Sólarsalur, tekur allt að 250 manns í sæti. Veislumið- stöðina reka þrjár kynslóðir í beinan karllegg – Ámundi Johansen, hagfræðingur og rekstrarstjóri Veislumiðstöðvarinnar, pabbi hans, Carl Jónas Johansen, og faðir hans, Sveinn Valtýsson. Nánast öll fjöl- skyldan hefur komið að Veislumið- stöðinni á einhverjum tímapunkti og allir ganga í þau verk sem vinna þarf. Nýlega færði þó systursonur Ámunda, sem er þjónn, sig yfir á Sólon. „Honum fannst orðið eitt- hvað pirrandi að hafa afa sinn alltaf yfir sér,“ segir Ámundi og hlær. Matseðlarnir eru fjölbreyttir og sniðnir að hverju tilefni fyrir sig. Vin- sælast er að panta steikarhlaðborð þegar um brúðkaup er að ræða en smáréttahlaðborð slær alltaf í gegn á fundum og standandi veislum. Fyrir- tækin í Borgartúni, sem telja tugi, eru dugleg að nýta sér nálægðina við Rúgbrauðsgerðina og halda reglulega móttökur og aðra fögnuði þar. Nálægðin við miðbæinn er meðal þess sem dregur fólk að Rúgbrauðs- gerðinni. Mörgum finnst þægilegt að halda boð snemma með léttum snittum og öðru góðgæti og halda svo á vit ævintýranna í miðbænum, án þess að þurfa að fara á bílnum eða panta leigubíl. Húsið býr yfir ákaflega miklum sjarma, ekki síst salurinn á efstu hæðinni. Hann prýða kýraugun sem einkenna húsið og gamall andi svífur þar yfir vötnum. Þar var áður veislusalur ríkisins og þar hafa sannarlega margir lyft sér upp gegnum árin. Veislumiðstöðin hefur verið starfandi nær sleitulaust frá 1976. Fyrst eftir að hún flutti í Rúgbrauðs- gerðina var hún einungis starfandi á fyrstu hæðinni en hefur nú alla þrjá salina til umráða. Reynslan sem feðgarnir búa yfir nýtist ákaflega vel í rekstrinum enda engir byrjendur á ferðinni. „Ætli við séum ekki erum búnir að vera í þessum bransa í yfir 100 ár samtals,“ segir Ámundi. Allar frekari upplýsingar má finna á veislumidstodin.is. Ámundi Ó. Johansen Fagmennska í fyrirrúmi í Iðnó Góð þjónusta og fallegt umhverfi við Tjörnina. Unnið í samstarfi við Iðnó Iðnó við Tjörnina er eitt þessara klassísku húsa í Reykjavík sem jafnan vekja hrifningu og aðdáun enda löngu orðið eitt af aðalsmerkj- um miðbæjarins. Þar er rekin vinsæl og fjölbreytt veisluþjónusta sem hefur orð á sér fyrir gæði og góða þjónustu. Margrét Rósa Einarsdóttir, staðarhaldari í Iðnó, segir hópana sem leita í Iðnó jafn ólíka og þeir eru margir. „Við leggjum áherslu á að fagmennskan sé í fyrirrúmi og erum með fagmenn í hverju rúmi. Sjálf er ég framleiðslumeistari og Andrés Bragason matreiðslumeistari sér um veitingarnar hjá okkur,“ segir Margrét og undirstrikar að í Iðnó sé fullbúið eldhús þar sem allar veitingar séu matreiddar frá grunni. Lágmarksfjöldi hópa er 20 manns en boðið er upp á veislur fyrir allt að 120 manns í sæti. „Við höfum verið með skírnarveislur, fermingarveislur, afmælisveislur, erfidrykkjur og brúð- kaup og einnig koma vinahópar til okkar,“ segir Margrét og bætir við að ferðamenn sæki einnig mjög í að koma og eiga gæðastund í Iðnó. „Við erum með mjög fjölbreyttan mat- seðil en ef gestir okkar eru með ein- hverjar aðrar hugmyndir þá komum við til móts við þá,“ segir Margrét leggur áherslu á að meira en sjálfsagt sé að uppfylla óskir þeirra sem annað hvort eru vegan eða grænmetisætur. Að sögn Margrétar hefur það færst í vöxt að hvers kyns þema- veislur séu haldnar í Iðnó og þeim sé tekið fagnandi. Þá koma við- burðafyrirtæki oft að skipulagningu. „Við erum með blómaskreytingafólk hjá okkur en svo eru þessi fyrirtæki að koma með alls kyns öðruvísi skreytingar, dúka og margt annað sniðugt og skemmtilegt.“ Fleiri upplýsingar um matseðilinn og veisluþjónustuna er að finna á idno.is. Margrét Rósa Einarsdóttir, staðarhaldari í Iðnó. 44 | fréttatíminn | HELGIN 12. FEBRúAR–14. FEBRúAR 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.