Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 28
Ég ákvað að kíkja niður í bæ og fá mér rauðvínsglas með vinkonu minni, Alice, á kaffibarnum Le Car- rillon. Þegar við heyrðum skothvelli héldum við fyrst að þetta væru flugeldar. En svo gerðist þetta æ há- værara og ógnin þyrmdi yfir okkur. Við vissum ekkert hvað var að gerast fyrr en við sáum eldglæringarnar. Þetta var fyrsti staðurinn sem var ráðist á. Þarna hófust skotárásirnar þetta kvöld. Svo fékk ég fyrsta skotið og féll í götuna. Vinkona mín sömu- leiðis. Fyrstu byssukúlurnar þeyttu okkur niður og það hefur sjálfsagt orðið okkur til lífs, að við féllum niður svona snemma. Alls staðar í kringum okkur lést fólk. Við vorum ótrúlega heppnar. Við lifðum af.“ „Ég komst samt ekki á gjörgæslu- deild fyrr en eftir þrjá tíma, það voru svo margir særðir sem þurftu hjálp. Það var farið með okkur í fyrstu í sjúkrabíla út fyrir borgina, enn verið að leysa ástandið á Ba- taclan. Þetta voru alls þrír tímar sem liðu, frá því að ég var skotin og þang- að til að ég komst undir læknishend- ur, þeir liðu hægt og sérkennilega á meðan verið var að girða allt af, loka öllum götum. Þetta virtist líða enda- laust. En þrátt fyrir alla örvænting- una fannst mér magnað að fylgjast með öllu þessu fólki að störfum. Það var mjög fallegt og manneskjulegt að sjá það vinna svona hratt og vel og gera alveg ótrúlega hluti undir gríðarmiklu álagi.“ Fjandinn, er þetta að gerast! Sástu aldrei árásarmennina? „Nei, aldrei. Ég var skotin, féll niður. Sá ekkert. Ég er ekki viss um að nokkur maður á þessum kaffibar hafi séð þá. Samt voru þeir einungis í tveggja metra fjarlægð. Þeir voru sennilega þrír eða fjórir. Við vitum það ekki enn. Þeir sem sáu árásar- mennina greinilega hafa líklegast verið myrtir.“ Hvað fór í gegnum hugann þegar þú lást þarna og hafðir áttað þig á að þú vars varst stödd í miðri hryðjuverka- árás? „Ég bara bölvaði hressilega! Merde, merde, merde! Fjandinn þetta er þá að gerast. Svo fór ég að hugsa um að fela mig, liggja á jörðinni og láta lítið fyrir mér fara. Hvernig get ég varið mig? En manni dettur ekkert gáfulegt í hug á svona stundu. Maður veit að þetta er að gerast og það er ekkert sem breytir því. Svo hringdi ég í Finnboga.“ „Ég sá bara skilaboðin í símanum – að hún hefði verið skotin og ég þyrfti að koma strax. Þannig að ég kom samstundis með leigubíl,“ segir Finnbogi. Hvernig var aðkoman? „Ég fékk ekki að sjá Caroline. Það voru herlögreglumenn alls staðar. Búið að girða allt af. Hvarvetna mátti sjá sjúkraflutningamenn bera út látna og særða. Það var mikil spenna í loftinu og ég fékk ekkert að vita. En það var þarna maður sem var með Caroline sem leyfði mér að heyra í henni gegnum síma og þá vissi ég að hún væri á lífi og væri á leið á spítala. Svo ég fór þangað tveimur tímum seinna og hitti hana þar.“ Að verða fyrir hryðjuverkaárás er ekki venjuleg lífsreynsla. Hafa þessar árásir breytt þér eitthvað Caroline? „Nei, það held ég ekki. Það á samt eftir að koma í ljós. Ég er auðvitað nýskriðin upp úr hjólastól, ég er farin að ganga á ný. Ég er ekki búin að fara á kaffihús, bar eða veitinga- hús eftir að þetta gerðist. Kannski á ég eftir að verða hrædd. Ég veit það ekki ennþá. En að öðru leyti er ég sama manneskjan, en ég á örugg- lega eftir að upplifa einhver eftir- köst, einhverja hræðslu sem ég hef aldrei fundið fyrir áður. Ég er með- vituð um þetta og það er eðlilegt að upplifa slíkt eftir svona áfall. En mér finnst ég ekki hafa breyst – og ég ætla ekki að láta þessa atburði breyta mér. Ég má ekki láta það gerast.“ En þú Finnbogi, hafa þessar árásir breytt þér? Ertu tortryggnari? „Já, en kannski bara í fyrstu. Ég varð eftir í París og hélt áfram að gera það sem ég er að gera. Maður var afskaplega varfærinn svona fyrstu dagana. Svo kemur þetta alltaf yfir mann öðru hvoru, þetta óöryggi, mjög sjaldan að vísu. Ég labba mikið um París og er mikið úti á kaffihúsum og ég hef ekkert dregið úr því. Mestu áhrifin í fyrstu voru þessi mikla óvissa. Hvað hafði eigin- lega gerst? Eftir því sem tíminn leið og maður skildi betur alla þessa at- burðarás, leið manni betur.“ Finnst þér hryðjuverkaárásirnar hafa breytt stemningunni í París? „Eins og er, já. Þetta voru stórar árásir sem hafa vissulega sett mark sitt á borgina. En þetta er tímabund- ið ástand. París hefur áður gengið í gegnum annað eins, hryðjuverk og stríð. Þetta var stór árás sem hafði stór og mikil áhrif, en París er bara svo miklu stærri. París er STÓRT og mikið fyrirbæri sem er ekki auðvelt að eyðileggja. Fyrir langflesta hér heldur því lífið bara áfram.“ Friðsæl og yfirveguð viðbrögð En hvað finnst þér þá um viðbrögð stjórnvalda? Stríðsyfirlýsingar, loft- árásir í Sýrlandi, neyðarlögin, allar þessar handtökur? „Mér finnst eðlilegt að ríkisstjórn- in bregðist við. Mér finnst líka eðli- legt að þjóðin spyrji sig spurninga. Það er enn að gerast. Það er svo stutt síðan þetta gerðist. Við eigum eftir að sjá hvort þessar aðgerðir stjórnvalda séu réttmætar. Við höfum auðvitað ágætis fordæmi frá Bandaríkjunum þar sem menn fóru sannarlega yfir strikið í viðbrögðum við hryðjuverkum. Mér sýnist samt, og ég held, að viðbrögð franskra stjórnvalda séu þaulhugsuð. Þau voru greinilega vel undirbúin fyrir svona árásir, þau brugðust við hratt, það var greinilega til áætlun, strax frá byrjun.“ Caroline, óttast þú að árásirnar eigi eftir að breyta frönsku samfélagi? „Nei, ekki raunverulega. Fylgi Front National var mikið fyrir þessar árásir og ég held að þær hafi ekki aukið fylgi hægri-öfgamanna. Mér fannst raunar jákvætt að sjá hin almennu viðbrögð, þau voru friðsæl og yfirveguð. Maður hefur auðvitað vissar efasemdir með þessi neyðar- lög en ætli maður verði ekki bara að treysta stjórnvöldum í þessu. Þetta eru mjög flóknar og erfiðar kring- umstæður, það er því erfitt að gagn- rýna viðbrögð stjórnvalda. Hvað eiga þau að gera? Ég held þau séu að reyna að gera það besta í stöðunni.“ Ætla að læra arabísku En framtíðin? Hvað tekur við hjá ykkur? „Nú er það endurhæfing. Koma löppunum í gang sem fyrst. Ég get ekki ferðast mikið eins og er. Við erum föst hér í Montmartre, sem er svo sem ekki slæmt. Ég má samt ekki fara í flugvél en ég get tekið lest. Ég er farin að sakna þess að vera frjáls, geta farið um, gert það sem ég vil. Eins og er þarf ég manneskju til að hjálpa mér hvert sem ég fer.“ „Hún er vanalega alltaf með eitt- hvað á prjónunum,“ segir Finnbogi, „hún er alltaf að gera eitthvað. Þetta bindur hana niður eins og er. Mann- eskja sem er alltaf í fimmta gír og er allt í einu sett í handbremsu. Hún er samt sem áður óstöðvandi!“ „Það fyrsta sem ég ætla að gera er að læra arabísku og sjá Atlantshaf- ið,“ segir Caroline. „Finnbogi talar arabísku og ég fer á fullt eftir tvær vikur hjá Arabísku menningarstofn- uninni í París og svo kannski bara að flytja til Mið-Austurlanda. Það gæti verið spennandi! En fyrst er það Atl- antshafið. Við þurfum að komast til Bretaníu eða Normandí, finna fyrir hafinu, fá kraftinn þaðan. Svo væri gaman að fara til Íslands í sumar.“ Þið eruð uppfull af krafti og bjart- sýni – jafnvel eftir svona hrylling – hvernig farið þið að því? „Hvað annað?,“ spyr Finnbogi. „Lífið er gott, uppfullt af tæki- færum. Við erum umkringd góðu fólki, vinum og fjölskyldu, við erum enn með íbúðina okkar hér í Mont- martre.“ „Við erum gæfurík,“ segir Caro- line. „Það fylgir okkur einhver gæfa, Ég finn það sterkt. Svo hef ég aldrei kunnað að stoppa. Maður verður bara að halda áfram, sama hvað gerist.“ Árásirnar hafa ekki breytt okkur, við erum enn sama fólkið. Kannski vegna þess að við erum stöðugt um- kringd góðum vinum og fjölskyldu. Caroline Courriouix 28 | fréttatíminn | Helgin 12. febrúar–14. febrúar 2016 „Ég verð með svona 5% örorku sem á ekki eftir að hamla mér mikið. Sem betur fer er ég ekki ballettdansari eða skíðakona!“ KRINGLUNNI | SKEIFUNNI | SPÖNGINNI | SMÁRALIND dagar! AFSLÁTTUR GROHE Start Edge eldhústæki. 15.995kr. 15331369 Almennt verð 17.995 kr. AuðvelT að versla á byko.is sendum út um allt land TAKTU ÞÁTT OG VERTU MEÐ Í AÐ TRYGGJA 901-5001 - 1000 kr 901-5002 - 2000 kr 901-5005 - 5000 kr Styrktu Reykjadal með því að hringja eða senda sms: 20.02 - WORLD CLASS LAUGAR 12:00 - Spinning 12:45 - Tabata Dj, happdrætti með vinningum, drykkir og stuð. Þátttakendur þurfa ekki að vera korthafar í World Class. Frjáls framlög. 20.02 - ÆVINTÝRAGARÐURINN 14:00-18:00 Dagskrá fyrir krakka. Íþróttaálfurinn, töframaður og íþróttamaður mæta og skemmta börnunum. 1500- krónur inn ALLUR ÁGÓÐI RENNUR TIL REYKJADALS Sólgleraugu með styrkleika Kringlunni, 2. hæð - 103 Reykjavík | S: 568 9111 | www.augad.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.