Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 66
Afar vönduð litabók full af
fallegum myndum af íslenskum
dýrum og landslagi.
Litaðu
ísland
Rifgataðar
síður!
Prentuð
á þykkan
gæða-
pappír
Metsölulisti
Eymundsson
Handbækur - Vika 5
1.
w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39
Lyftan #5
Spessi
Vigdís Hauksdóttir er stödd í lyft-
unni hans Spessa ljósmyndara í
gömlu Kassagerðinni á Laugarnesi.
Á ferðalaginu upp fjórar hæðir
hússins segir Vigdís frá sínum
hæstu hæðum í kosningasigrum og
persónulegum lægðum í lífinu.
Vigdís segist hafa náð botn-
inum í lífinu skömmu eftir hún
gerðist þingmaður árið 2009.
„Barnsfaðir minn dó stuttu eftir
þingkosningarnar. Á þessum tíma
var kommentakerfið snarbilað og
enginn vissi hvað ég var að ganga
í gegnum. Ég þurfti að vera algjör
töffari og vinna úr þessu áfalli með
börnunum mínum. Það tímabil
reyndi hvað mest á mig,“ segir hún
með tárin í augunum.
Vigdís segist ekki vera týpa sem
dvelji lengi á botninum og fljótlega
hafi rofað til. „Ég lít á allan árangur
sem sigur. Kosningasigrar bæði
2009 og 2013 standa upp úr og
þegar ég gerðist flutningsmaður á
afnámi laga sem innihéldu Svavars-
samninginn í Icesave. Toppurinn
í mínu lífi er þó kannski helst árið
2006 þegar ég fór í skiptinám til
Kanada með börnin og braust út úr
því sem var í gangi á Íslandi. Það
var mesta óvissa sem ég hef farið út
í og mikill persónulegur sigur.“
Rannveig Anna stofnaði fyrir-
tækið Tri4her með það mark-
mið að hvetja og styðja konur
til þátttöku í þríþraut.
Snarbilað kommentakerfi
Ég þurfti að vera algjör töffari og vinna
úr þessu áfalli með börnunum mínum.
Sömu markmið en líffræðilega ólík
Rannveig Anna vill efla þátt-
töku kvenna í þríþraut.
Rannveig Anna Guicharnaud segir
halla verulega á konur í þríþraut og
mun nýstofnað fyrirtæki hennar,
Tri4her, beita sér fyrir aukningu
kvenna í greininni.
Hún segir sérstaka kvennahópa í
þríþraut og íþróttum almennt njóta
aukinna vinsælda í Evrópu. „Það
getur verið fráhrindandi að æfa með
karlmönnum og reyna að halda í við
þá. Við viljum efla tengslanet kvenna
svo þær geti þjálfað saman, farið í
keppni og verið með æfingabúðir
víðsvegar í Evrópu. Það er mikilvægt
að skapa sanngjarnt keppnisum-
hverfi til þess að efla þátttöku kvenna
í greininni.“
„Konur hafa sömu keppnislegu
markmið og karlmenn en líffræði-
lega erum við öðruvísi. Við göng-
um með börn og þurfum sérstaka
aðlögun eftir meðgöngu, við förum
á blæðingar og hormónastarfsemin
getur haft andleg og líkamleg áhrif í
keppni.“
Fyrsta stóra verkefni Tri4her er
þríþrautarráðstefna í Amsterdam 21.
maí með það markmið að byggja upp
sterkt alþjóðlegt tengslanet kvenna
í þríþraut. „Atvinnukonur í þríþraut
verða með erindi. Fjallað verður um
líkamann, tækni, næringarfræði og
verða vinnustofur í kjölfarið.“ | sgk
Gott um helgina
Gott að hrista upp í
hlutunum
Svo virðist
sem rót-
grónar
lausnir í
stjórn-
málum
heims-
ins séu
ekki að
virka,
kannski er
kominn tími til
að gefa stjórnleysinu séns? Rót-
tæki sumarháskólinn stendur
fyrir umræðum um anarkisma
á sunnudaginn kl. 13, Suður-
götu 10.
Gott að gleðjast í sól
Sólin er sífellt hærra á lofti og það
er spáð blíðu um helgina. Skíða-
svæðið í Skálafelli verður opið alla
helgina og ísbúðirnar líka!
Gott að baða fætur
Á leið út í Gróttu er náttúruleg
laug þar sem hægt er að skola
burt óhreinindi jafnt og syndir af
fótum sínum á helgarmorgnum.
Ja, eða bara njóta!
Gott að hlusta á sögu
Sunnudagar eru barnadagar á
Borgarbókasafninu. Sigrún Jóna
les sögu fyrir börn og foreldra
þeirra kl.15. Allir velkomnir í sögu-
stundina, ókeypis.
Gott að rappa
Rappgyðjurnar í Reykjavíkurdætr-
um halda tónleika á Gauknum á
föstudag og svo troða hip hop-
goðsagnirnar í Forgotten Lores
og rapparinn Kött Grá Pjé upp
á ókeypis tónleikum í Stúdenta-
kjallaranum á laugardaginn. Hvílík
rapphelgi!
66 | fréttatíminn | Helgin 12. febrúar–14. febrúar 2016