Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 8
Yngra fólkið býr við lakari kjör að flestu leyti en ungt fólk gerði fyrir fimmtán árum. Kjósendur yfirgefa gömlu flokkana Samanlagt fylgi fjórflokksins, Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Samfylkingar og Vinstri grænna, samkvæmt Gallup. 100 90 80 70 60 50 2016.1 2015.2 2015.1 2014.2 2014.1 2013.2 2013.1 2012..2 2012.1 2011.2 2011.1 2010.2 2010.1 2009.2 2009.1 2008.2 2008.1 2007.2 2007.1 2006.2 2006.1 2005.2 2005.1 2004.2 2004.1 94,8% 96,5% 91,6% 81,8% 68,8% 56,4% Ungir hafa litla trú á gömlu flokkunum Samanlagt fylgi fjórflokksins skipt eftir aldri samkvæmt MMR í janúar 2016. Fylgi Pírata og annarra til samanburðar. 34 % Fj ór flo kk ur 66 % Pí ra ta r o .fl . 49 % Fj ór flo kk ur 51 % Pí ra ta r o .fl . 65 % Fj ór flo kk ur 35 % Pí ra ta r o .fl . 73 % Fj ór flo kk ur 27 % Pí ra ta r o .fl . 18–29 ára 30–49 ára 50–67 ára 68+ ára Aukinn landflótti frá aldamótum Aðfluttir umfram brottflutta af hverjum 1.000 íbúum +1 0 -1 -2 -3 -4 -5 -6 -7 -8 -1,01 Meðaltal 1980–1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 EfnahagslEgt hrun ungs fólks Ungt fólk á Íslandi hefUr setið eftir Í efnahagslegU tilliti. á meðan kjör miðaldra og eldra fólks erU Í dag nokkUð betri en þaU vorU Um aldamótin erU kjör Ungs fólks Umtalsvert lakari, tekjUr lægri og eignastaða verri. þessi skil á milli efnahagslegrar stöðU kynslóðanna skýra rof á pólitÍska sviðinU og krónÍskan landflótta. Helstu gátur íslensks sam- félags eru hvers vegna landflóttinn stöðvast ekki þótt kaupmáttur virðist fara vaxandi, hvers vegna kjósendur hafa snúið baki við hefðbundnum stjórn- málaflokkum og hvers vegna reiðin og sundrungin í samfélaginu hjaðnar ekki þótt rúm sjö ár séu liðin frá Hruninu mikla. Mögu- lega má rekja forsendur alls þessa að sama brunni. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is It’s the economy, stupid, sagði Jam- es Carville, helsti ráðgjafi Bill Clin- ton í forsetakosningunum 1992. Og líklega má skýra helstu brotamein íslensks samfélags einmitt til efna- hags og fjárhags fólks. Það er nefnilega staðreynd að frá aldamótum hafa tekjur ungs fólks dregist saman á meðan tekjur eldra fólks hafa aukist, fjárhagslega staða unga fólksins hefur versnað á meðan staða eldra fólks styrkist og yngra fólkið hefur fengið minni stuðning út úr skattkerfinu á sama tíma ríkið hefur aukið stuðning við eldra fólk. Atvinnuleysi hefur farið verr með yngra fólk en eldra, hækk- un íbúðaverðs hefur haldið því frá húsnæðiskaupum og hækkun leigu- verðs hefur keyrt niður kaupmátt þess. Það er með öðrum orðum mun erfiðara að vera ungur í dag en um síðustu aldamót. Og skal þá engan undra að ungt fólk hafi gefist upp á stjórnmálaflokkunum sem hafa byggt upp og viðhaldið kerfinu sem vinnur gegn því. Og það er skiljan- legt að margt af unga fólkinu kjósi að fóta sig fremur í nágrannalönd- unum þar sem er ríkari stuðningur við námsmenn, börn og unga for- eldra. Krónískur landflótti Þegar tölur um brottflutta umfram aðflutta Íslendinga eru skoðaðar verður að hafa í huga að brottfluttir verða að jafnaði alltaf fleiri en að- fluttir. Það er þannig hjá öllum þjóð- um og verður svo meðan fólk flytur á milli landa. Þótt börn Íslendinga fái íslenskan ríkisborgararétt þótt þau fæðist í útlöndum þá er vegur það ekki upp fjölda þeirra sem fæð- ast á Íslandi en kjósa að búa í öðrum löndum. En þetta hlutfall, brottf luttir umfram aðflutta, er miklum mun hærra á Íslandi en í nágrannalönd- unum. Frá aldamótum hefur fjöldi brottfluttra íslenskra ríkisborgara umfram aðflutta numið um 2,4 af hverjum 1000 íbúum árlega að meðaltali. Sama hlutfall er 0,2 í Noregi. Landflóttinn á Íslandi er því tólf sinnum meiri en náttúrlegt mis- vægi brottfluttra og aðfluttra ríkis- borgara í Noregi. Brottfluttir íslenskir ríkisborg- arar umfram aðflutta voru 12 þús- und frá aldamótaárinu og til ársloka 2015. Ef hlutfallið hefði verið það sama og í Noregi hefðu brottfluttir verið 1000 fleiri en aðfluttir. Eðli- legur leki er samkvæmt því eitt þús- und manns en hinn eiginlegi land- flótti um ellefu þúsund manns. Og það er alvarlegur landflótti. Til að finna viðlíka hlutfall verð- ur við að bera okkur saman við Færeyjar, nyrstu hluta Skotlands, Troms og Norðurlandið í Noregi, norðurhéruð Svíþjóðar og finnsku skógana. Íslendingar hafa upplifað land- flótta áður. Stórir hópar freistuðu gæfunnar erlendis eftir síldarhrun- ið 1968, í kreppunni eftir þjóðar- sáttarsamningana 1989 þegar laun- þegar greiddu niður verðbólguna með kjaraskerðingu, upp úr olíu- kreppunni 1975 og á stöðnunarár- unum á fyrstu Davíðsárunum. Það sem er sérstakt við landflótt- ann síðustu tvö árin er að ekki dreg- ur úr honum þótt hagvöxtur aukist og kaupmáttur batni samkvæmt opinberum tölum. Það bendir til að þótt landsframleiðsla aukist og laun hækki þá sitji stór hópur fólks eftir. Og aldursgreindar tölur um landflótta benda til að þessi hópur sé unga fólkið. Hrun hefðbundnu flokkanna Önnur merki um rof milli kynslóða er mismunandi afstaða kjósenda til hinna hefðbundnu flokka; Sjálf- stæðisflokks, Framsóknar, Samfylk- ingar og Vinstri grænna. Fram eftir þessari öld nutu þessir flokkar fylgis um 95 prósent kjósenda. Það var lítill og fámennur hópur kjósenda sem vildi kjósa eitthvað annað. Þrátt fyrir Hrunið mikla gerðist það ekki fyrr en seint á árinu 2010 sem samanlagt fylgi þessara flokka fór varanlega niður fyrir 90 pró- sentin í mánaðarlegum könnunum Gallup. Undir árslok 2012 fór sam- anlagt fylgi flokkana niður fyrir 80 prósentin, um mitt ár 2014 féll það niður fyrir 70 prósentin og fyrir tæpu ári fór það niður fyrir 60 pró- sentin. Síðasta hálfa árið hefur saman- lagt fylgi þessara f lokka verið í kringum 56 prósent. Það merkir að um 95 þúsund manns hafi snú- ist gegn fjórflokknum frá upphafi aldarinnar. Það er gríðarlegur fjöldi fólks. Hvort sem okkur finnst sem þessir flokkar eigi þetta skilið eða ekki verðum við að viðurkenna 8 | fréttatíminn | helgin 12. febrúar–14. febrúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.