Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 70
Mynd | Rut HAFÐU ÞÁ SAMBAND VIРDREIFING@FRETTATIMINN.IS FÉKKSTU EKKI BLAÐIÐ Í DAG? Þær Hildur, Karó og Steinunn eru rísandi stjörnur í raftón- listarsenunni. Þrátt fyrir ólíkar áherslur í tónlist eiga þær sam- eiginlegt að stíga á stokk á tón- listarhátíðinni Sónar í fyrsta sinn í ár. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is Karó er mörgum kunn sem sigur- vegari Söngvakeppni framhaldsskól- anna í fyrra. Hún semur nú tónlist með þeim Loga Pedro og Auðuni, en á Sónar mun hún flytja tónlist þeirra Loga með honum. Næsta föstudag kemur út nýtt lag með Karó, og svo kemur hún fram í Norðurljósasal Hörpu á laugardeginum. „Ég ætla aðallega að vera í fíling og hafa gaman á sviðinu, en ekki leyfa neinu stressi að koma í veg fyrir það.“ Tónlist Steinunnar komst í sviðs- ljósið þegar plata hennar var á úrvals- lista Kraums eftir að dómnefndin rakst á plötuna á síðunni Bandcamp. Steinunni kom svo skemmtilega á óvart að vera svo ein þeirra sem Kraumur verðlaunaði fyrir tónlist sína. asdfhg samanstendur af Stein- unni og vini hennar Orra og troða þau upp á SonarPub-svæði Hörpu á laugardeginum. „Við Orri munum halda okkar fyrsta gigg á ævinni í næstu viku, en við erum bestu vinir svo við tökum þetta bara saman. Svo ég er ekki allt of stressuð.“ Hildur hefur reynslu af því að koma fram með hljómsveit sinni, Rökkurró, en spilar á Sónar með sitt eigið sóló- verkefni. Hún er að gefa út nýtt lag með myndbandi og mun koma fram í Kaldalónssal Hörpu á föstudeginum. „Við þrjár verðum mættar í Eldborg að ári sem súpergrúppa, það er alveg á hreinu.“ Rafmagnsverkfræðingurinn Íris Ólafsdóttir keypti sína fyrstu linsu í versluninni B&H á Manhattan í New York fyrir mörgum árum. Ljósmyndaverslunin er sú stærsta í heimi og fær um 5000 gesti í heimsókn í dag svo það gladdi Írisi því mikið að koma sinni eigin linsu í sölu þar, mörgum árum síðar. „Eigendur verslunarinnar hringdu í mig á Þorláksmessu til að spyrja mig út í Kúlu Deeper. Við gengum frá samningi strax eftir áramótin en fyrstu vörurnar fengu þeir ekki í hendurnar fyrr en nákvæmlega tveimur árum síðar, það var núna á Þorláksmessu. Það tók nefnilega sinn tíma að fjármagna framleiðsl- una og svo að framleiða fyrstu vör- una,“ segir Íris en þróunarvinnan var styrkt af Tækniþróunarsjóði og lokavaran var svo fjármögnuð á Kickstarter. Nú er þrívíddarlinsan Kúla til fyrir DSRL vélar og segir Íris við- brögðin vera betri en hún þorði að vona. Næstu skref séu að auka framleiðslu til að sinna eftirspurn og klára að koma út Kúlu Bebe fyrir snjallsíma. „Það eru fleiri en við sem gerum okkur grein fyrir möguleikum Kúlu Bebe þrívídd- armynda fyrir sýndarveruleika- tæki því einn stærsti símafram- leiðandi heims hafði samband í desember með áhuga á Kúlu Bebe fyrir sýndarveruleikalausn, svo við munum leggja mikla áherslu á þrívíddarlinsur fyrir snjallsíma árið 2016.“ | hh Valentínus Ólason hafnsöguMaðuR „nei, nei, ég hef aldrei haldið upp á þennan dag enda held ég að þetta sé nú bara eitthvað amerískt dæmi. allir dagar hjá mér eru Valentínus- ardagar.“ Valentína tinganelli skó- og fylgihlutahönnuðuR „Á mínu heimili er ekki haldið upp Valentínusardag heldur Valentínu- dag. Ég er hálfítölsk og á Ítalíu er þetta líka nafnadagurinn minn. Því fæ ég símtöl og hamingjuóskir það- an á þessum degi. Við kærastinn minn höldum alltaf upp á daginn, förum út að borða eða gerum eitt- hvað kósí. Þetta er svolítið eins og auka afmælisdagur fyrir mig!“ Íslensk þrívíddarlinsa vekur athygli Íslenska þrívíddarlinsan Kúla Deeper. Í fyrsta sinn á sviðinu á Sónar Hver veit nema þessi fundur tónlistar- kvennanna Karó, Steinunnar og Hildar sé upphafið á myndun Súpergrúppu? Ætlar þú að halda upp á Valentínusardaginn? Snævar er enn slappur eftir að vera bjargað úr geymslu í stóra MAST-málinu, en ætlar þó að kíkja á Ættleiðingadag Dýra- hjálpar á sunnudag. Líf mitt sem köttur Lífsreyndar en ástríkar kisur Kettirnir Vök og Snævar eru nú í tímabundnu fóstri og eru meðal þeirra katta sem mæta á ættleiðingardag Dýrahjálpar á sunnudag. Vök dregur nafn sitt af því að aðeins 6 vikna gamalli var henni bjargað úr vök. Nú, hálfu ári seinna, er hún öll að koma til eftir það kalda sjokk, þykir ör- lítill klaufi en mikill kúruköttur. Snævar á líka stormasama fortíð, en hann er einn þeirra 50 katta sem lifðu við slæman aðbúnað í geymsluhúsnæði í Reykjavík þar til Matvælastofnun batt enda á það ástand á dögunum. Snævar hefur verið mikið lasinn síðan, kvefaður og með sýkingar, og leit á tímabili meira út eins og grísling- ur en kettlingur vegna kvefsins. Snævar berst enn við veikindi og verður því ekki einn þeirra katta sem reynt verður að ættleiða á sunnudag. Hann ætlar þó að mæta og sýna sig og sjá aðra, enda er hann mannblendinn og gjarn á að gefa frá sér nefmæltar stunur, vilji hann láta taka sig upp. Vinirnir Vök og Snævar eru bæði miklir hundavinir og sofa gjarnan með hundunum á tímabundnu fóstur- heimili sínu. Ættleiðingadagur Dýrahjálpar verður á Korputorgi á sunnudag frá klukkan 15. • Finndu þér góðan djammbol og vertu með bláan augnskugga. • Hlustaðu á Bubbleflies og Prodigy. • litaðu hárið á þér í æpandi lit. • Keyptu þér sólgleraugu á bensín- stöð. • dustaðu rykið af Buffalo-skónum. Búðu þig undir endurkomu Blossa Bíómyndin Blossi/810551 hefur haft lengi átt leyndardómafullt orðspor. Á sínum tíma virtist heimurinn ekki tilbúinn fyrir Blossa/810551 og fékk hún lélega dóma, en myndin hefur verið ófáanleg frá aldamótum nema fyrir utan einstaka eintök á VHS. Myndin verður nú sýnd í Bíó Paradís á föstudaginn, for- vitnum aðdáendum hennar til mikillar ánægju. Um gæði myndarinnar hefur oft verið deilt, en flestir eru sammála um að hún lýsi tíðaranda seinni hluta tíunda áratugarins vel. Hér eru nokkur ráð til að undirbúa sig undir Blossasprengjuna sem hlýtur að fylgja sýningunni. Valentínus guðmundsson VÉlViRki „nei, ekki er það nú, elskan mín. Ég hef aldrei haldið sérstaklega upp á þennan dag. samt er ég nú Valentínus.“ Rudolph Valentino leikari. Milkywhale og GKR á Húrra Popptvíeykið Milkywhale og rapparinn GKr koma saman á Húrra á laugardagskvöld. Gott fyrir bæði eyra og auga en þessar rísandi stjörn- ur eiga það sameiginlegt að vera með stórgóða sviðsframkomu. Húsið opnar klukkan níu og kostar 2000 krónur inn. 70 | fréttatíminn | Helgin 12. febrúar–14. febrúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.