Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 30
30 | fréttatíminn | Helgin 12. febrúar–14. febrúar 2016
HARPA silfuRbeRg
Sunnudag 14. febrúar kl. 20:00
Miðaverð kr. 4.500 / 3.500
stóRsveit
ReykjAvíkuR
Styrkt af
Miðar á harpa.is og í miðasölu Hörpu
flytur far east suite
eftir Duke ellington
Duke ellington
litrík og spennandi níu laga svíta sem Duke ellington
samdi í samvinnu við sinn nánasta samstarfsmann;
billy strayhorn. einstakt tækifæri til að heyra eitt af
lykilverkum síðari hluta ferils ellingtons.
stjórnandi og kynnir: sigurður flosason
Lítið fólk, stórir draumar
Mynd | Hari Steinunn er fegin að þurfa ekki að
halda á túbunni á æfingu.
Úlfhildur vildi heldur spila á selló en
fiðlu því þá þarf hún ekki að standa.
Freyja vildi læra á hörpu
eins og systir hennar.
Skorri æfir á selló og kontrabassa en vill
ekki læra á litla fiðlu.
Mynd | Rut
Mynd | Rut
Mynd | Rut
Einu sinni opnaði ég töskuna
og þá var hálsinn brotinn, ég tók
sellóið sem sjálfsögðum hlut og
fór ekki nógu vel með það.
Úlfhildur Ragna
Ég vildi ekki spila á lítið
hljóðfæri eins og fiðlu
heldur eitthvað stórt.
Skorri Pablo
Þau Freyja, Skorri, Daði,
Úlfhildur og Steinunn
eiga það sameiginlegt að
spila á stór hljóðfæri. Litlir
fingurnir ná ekki alltaf
gripinu og stundum er erfitt
að bera hljóðfærið á milli
staða, en ástríðan og smá
hjálp frá mömmu og pabba
gerir allt mögulegt.
Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir
svanhildur@frettatiminn.is
Taskan svolítið þung
Tíu ára Úlfhildur Ragna Arnar-
dóttir ætlaði sér alltaf að læra á
strengjahljóðfæri og stóð valið á
milli fiðlu og sellós. „Mér finnst
betra að sitja en standa svo ég
ákvað að læra á selló. Ég elska
tónlist og finnst hljóðið úr sellói
svo fallegt.“ Fyrir Úlfhildi er lítið
mál að flytja sellóið milli staða
þar sem hún býr í næsta húsi við
tónlistarkennarann. „Taskan er
stundum svolítið þung en ég er
enga stund að labba yfir. Einu
sinni opnaði ég töskuna og þá var
hálsinn brotinn, ég tók sellóið
sem sjálfsögðum hlut og fór ekki
nógu vel með það.“ Úlfhildur er
óákveðin hvort hún gerist selló-
leikari en getur ekki ímyndað sér
að hætta. „Bryndís, kennarinn
minn, er svo skemmtileg, ég
ætla að læra hjá henni þangað til
ég verð 55 ára. Þá er hún orðin
gömul og hætt að sjá hvort ég sé
að gera villur.“
FÉKKSTU EKKI BLAÐIÐ Í DAG?
HAFÐU ÞÁ SAMBAND VIÐ DREIFING@FRETTATIMINN.IS