Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 16
 Sigurður Hólm var yngstur þegar hann kom í fyrsta sinn að Litla-Hrauni, sextán ára, en fangelsið átti eftir að verða heimili hans næstu árin innan um fíkla, alkóhólista, harð- svíraða ofbeldismenn, barnaníðinga og þjófa. „Ég man að við rákum upp stór augu þegar hann mætti í afplánun. Ég fékk eiginlega sjokk. Hann var svo ungur og barnalegur og átti greinilega ekki heima þarna.“ Seinna komumst mál barna- heimilisins á Kumbaravogi í há- mæli og erfitt líf barnanna þar. Þar var barnaníðingurinn Karl Vignir Þorsteinsson tíður gestur en hann hefur játað fyrir lögreglu að hafa misnotað þrjá drengi á heimilinu þessum tíma. Ráku upp stór augu Sigurður Hólm var yngstur þegar hann kom í fyrsta sinn að Litla Hrauni, sextán ára, en fang- elsið átti eftir að verða heimili hans næstu árin innan um fíkla, alkóhólista, harðsvíraða ofbeldis- menn, barnaníðinga og þjófa. „Ég man að við rákum upp stór augu þegar hann mætti í afplánun. Ég fékk eiginlega sjokk. Hann var svo ungur og barnalegur og átti greinilega ekki heima þarna,“ segir Bárður R. Jónsson sem var í fangelsi þegar Sigurður Hólm mætti þangað í fyrsta skipti. Hann féll þó fljótlega inn í hóp- inn í fangelsinu og var fljótlega farinn að spila póker upp á sígar- ettur. „Hann var mjór og upp- burðarlítilll, hafði sig lítið í frammi í fangelsinu en þar var lifað eftir reglunni, sá sem er frekastur fær mest,“ segir annar fangi sem þekkti Sigurð vel úr fangelsinu. „Hann fékk fljótlega nafnið Siggi Póló enda eyddi hann öllum vasa- peningunum sínum í kók og prins póló.“ Eftir því sem árin liðu kom Sig- urður og fór úr fangelsinu. Hann þótti góður félagi, æfði lyftingar inni og spilaði fótbolta. „Sigurður var svolítið barnalegur, enda hafði hann ekki fengið mikla tilsögn í líf- inu, en hann var alls ekki vitlaus,“ segir æskuvinur hans úr fang- elsinu. „Hann var alltaf hress og skapgóður, en tengdist ekki mörg- um nánum böndum í fangelsinu. Eftir á að hyggja, var það svolítið einkennandi fyrir hann.“ Kristján Friðbergsson, for- stöðumaður barnaheimilisins á Kumbaravogi, reyndist Sigurði betri en enginn, heimsótti hann í fangelsið og færði honum ýmis- legt sem hann vantaði og þá átti Sigurður eldri bróður sem leit til með honum. Á vergangi Áfengis- og fíkniefnaneysla Sigurð- ar fór vaxandi ár frá ári og utan fangelsisins var hann í samfelldri neyslu, smáglæpum og dópsölu til að standa straum af neyslunni. „Ég held að hann hafi í raun meira og minna verið á vergangi þegar hann var ekki innan fangels- ismúranna,“ segir æskuvinurinn. „Hann kunni ekki að eiga heima neins staðar annars staðar. Þetta var þessi venjulegi vítahringur fíkilsins. Maður kemur í fang- elsið og ætlar að breytast í þetta sinn. Hætta allri neyslu, verða betri maður. Eftir nokkra daga í fangelsinu kemst maður yfir þetta, Kumbaravogsbörnin. Þarna er Sigurður Hólm um það bil átta ára og hafði því verið á barnaheimilinu um árabil. Fyrir aftan hann, lengst til hægri, er hinn alræmdi Karl Vignir Þorsteinsson, sem var tíður gestur á heimilinu. fær eitthvað efni og einhver lyf og dofnar upp aftur. Þegar maður kemur út fer allt í sama farið.“ Hann bendir á að í gamla daga hafi ekkert beðið manna utan fangelsisins sem voru búnir að brenna allar brýr að baki sér. Oft hafi menn átt smávegis pening eftir vinnu í fangelsinu en alls ekki alltaf. Sumir hafi átt fjöl- skyldu sem þeir hafi getað leitað til en alls ekki allir. „Okkur var bara hleypt út, við tókum rútuna í bæinn og fórum að safna upp í næstu afplánun. Stundum komu menn fljótt aftur. Ég held að Siggi hafa samt nánast slegið eitthvert met þegar honum var hleypt út einn morguninn, en lokaður aftur inni um kvöldið. Þá hafði hann náð að brjóta af sér á Selfossi á leiðinni í bæinn.“ Ónauðsynlegt fórnarlamb „Hann var skilgreint afkvæmi stofnanamenningar íslenska ríkis- ins og gat aldrei lifað sjálfstæðu lífi, vegna þess að hann fékk aldrei þá aðstoð sem hann þurfti,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. „Sigurður var veikur og þetta voru allt litlir glæpir og ónauðsynlegir, Um allt kerfið er fjöldinn allur af ónauðsynlegum fórnarlömbum. Hann hefði þurft markvissa hjálp strax og hann lenti inni í fangelsi og í raun miklu fyrr.“ Guðmundur Ingi segist engan þekkja inni í fangelsi sem ekki vilji vera eitthvað annað en afbrota- maður og fíkill. „Fangar fá bara ekki tækifæri til þess. Það er erfitt fyrir fíkla að vera edrú árum sam- an inni í fangelsi, jafnvel þótt þeir vilji taka sig á. Það er nóg af efnum inni í fangelsinu og læknadópið er ekki best. Það er mjög dýrt fyrir skattgreiðendur að hafa menn eins og Sigurð inn og út úr fangelsum alla ævi. Það væri miklu ódýr- ara að senda menn í markvissa meðferð, jafnvel í nokkur ár. Það myndi líka spara miklar þjáning- ar,“ segir Guðmundur Ingi. Endastöðin „Ég sá hann í síðasta sinn fyrir utan Bónus við Hallveigarstíg, rétt áður en hann dó,“ segir Bárður R. Jónsson. „Við skiptumst á nokkr- um orðum og hann bar sig ágæt- lega. Reyndi ekki að slá mig um pening eða sígarettur eins og hann væri útigangsmaður. En hann bar þess auðvitað merki að vera tæplega fimmtugur, fíkniefnaneyt- andi og síbrotamaður. Það þolir þetta enginn til lengdar. Stundum er fólk bara komið á endastöð,“ segir hann. „Hann var jarðaður í kyrrþey og bara nánasta fjölskylda viðstödd. Ég náði því ekki að fylgja honum til grafar. Mér fannst það svolítið leiðinlegt af því að við vorum sam- ferða næstum því alla ævina. Auð- vitað hefði ég átt að kveðja hann,“ segir æskuvinur hans úr fangels- inu. „En við því er ekkert að gera.“ Svona leit Sigurður út þegar hann sökk sem dýpst í neyslunni. Hér er verið að lýsa eftir honum í fjölmiðlum. spurðum hann út í hvað hefði komið fyrir.“ Hefði þurft meira Hún segist oft hafa hugsað það síðan, hvað það hafi verið harka- legt að setja svona lítið barn á heimili eins og Kumbaravog eftir þessa lífsreynslu. „Það fór lítið fyrir honum, hann var hljóðlátur og ljúfur. Hann hefði þurft meiri kærleika og skilning ef hann hefði átt að vinna úr áfallinu,“ segir hún. Sigurður Hólm bjó á Kumbara- vogi næstu tíu árin, þar til hann var fimmtán ára. „Það var enginn sérstaklega vondur við hann á Kumbaravogi. En það var enginn sérstaklega góður við hann held- ur,“ segir uppeldissystir hans. Það var eng- inn sérstaklega vondur við hann á Kumbaravogi. En það var eng- inn sérstaklega góður við hann heldur. Uppeldissystir Frú Ragnheiður – skaðaminnkun Miðvikudaginn 17. febrúar mun Svala Jóhannes- dóir verkefnastýra hjá Rauða krossinum í Reykja- vík kynna skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiði. Verkefnið hefur það markmið að ná til jaðarsera hópa í samfélaginu, eins og heimilislausra einstaklinga og fólks með alvarlegan „knivanda. Án fordóma og kvaða Fyrirlesturinn verður haldinn í húsi Rauða krossins, Efstaleiti 9 kl. 8.30-9.30 Allir velkomnir Skráning á raudikrossinn.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 6– 05 10 16 | fréttatíminn | Helgin 12. febrúar–14. febrúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.