Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 36
Mynd | Júlía Runólfsdóttir Mikil dulúð er yfir ögrandi rapparanum Lexa Picasso. Hann ferðast í þyrlum, gistir á hótelsvítum og veifar tíu þúsund króna búntum á samfélagsmiðlum. Hann var rekinn úr grunnskóla, flutt- ist til Atlanta og kynntist þar 808 mafia. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildurgreta@frettatiminn.is Lexi Picasso hefur svo sannarlega verið á milli tannanna hjá fólki. Hann hefur ögrað með rapptón- listinni sinni og myndböndum þar sem byssur, bílar, eiturlyf og þyrlur koma við sögu. Á Instagram birtir hann bunka af tíu þúsund króna seðlum, reykir gras, drekk- ur hina margrómuðu Actavis hóstasaft og hangir með frægum röppurum í Atlanta. Aðdáendur rapparans vilja vita hver er Lexi Picasso? Hvaðan koma pening- arnir? Og hvernig endaði hann í Atlanta með 808 mafia? Á veitingastaðnum Satt á Ice- landair hótel mælum við Lexi Picasso og umboðsmaður hans, Selma, okkur mót. Öll okkar sam- skipti fram að þessu voru í gegn- um umboðsmanninn og að ósk þeirra beggja fór viðtalið fram á ensku. Ég er smá hissa að sjá hann – bjóst allt eins við að hann myndi ekki mæta. En þarna er hann að drekka cappuccino, klæddur leðurbuxum og gullskóm, kurteis og auðmjúkur yfir að vera fenginn í viðtal. Hver er Lexi Picasso? „Ég er þúsundþjalasmiður, geð- hvarfasjúkur og bý yfir mörgum persónum. Ég er listræn mann- eskja þó ég beri það ekki endilega með mér. Ég fór mikið á listasöfn þegar ég bjó í Frakklandi, þá sér- staklega Louvre. Ég er sjálfur málari og uppáhalds listamaður- inn minn er Picasso, þaðan kemur listamannsnafnið mitt. Ég er líka hvetjandi og veiti fólki innblástur.“ Lexi Picasso, eða Alex Þór Jóns- son, ólst upp í miðbæ Reykjavíkur og gekk í Austurbæjarskóla þar til Hver er Lexi Picasso? honum var vísað úr námi í sjöunda bekk. Þar með lauk hans skóla- göngu þegar allir skólar höfuð- borgarsvæðisins meinuðu honum aðgang að hans eigin sögn. „Ég á erfitt með að vera í margmenni og var lagður í einelti í barnaskóla. Ég brást illa við eineltinu og olli tjóni með þeim afleiðingum að ég var rekinn. Þá vildi enginn skóli neitt með mig hafa.“ Frá sextán til átján ára aldurs var Lexi einn á flakki um heiminn og þótti Ísland of lítið fyrir sína drauma. „Ég átti ekki heima í ís- lensku samfélagi, ég varð að slíta mig frá þessu landi. Ég var ákveð- inn að gera eitthvað við líf mitt þó skólakerfið hefði brugðist mér.“ Lexi ætlar ekki að fara nánar út í ferðalag sitt en segir það hafa mótað sig sem listamann. „Ég var blankur og lenti í allskyns rugli sem ég ætla ekki að telja upp. Það góða var að ég kynntist öllum týpum af fólki. Fólki af ólíkum uppruna, á ólíkum stöðum í lífinu, á öllum aldri. Það er ekki til vottur af fordómum í mér eftir þessa lífs- reynslu.“ Þegar Lexi sneri heim stofnaði hann hljómsveitina b2b ásamt félaga sínum Cody Shaw og gáfu þeir út umdeilt myndband þar sem ófáum fimmþúsundköllum var kastað í loftið með sportbílum í bakgrunni. Myndbandið rataði inn á vefsíðu World Star Hip Hop þar sem upprennandi tónlistar- menn eru gjarnan uppgötvaðir. Í kjölfarið segir Lexi að rapparinn og tónlistarframleiðandann Sout- hside hafi hringt í sig og boðið sér takt undir lögin sín. „Hann sagðist fíla lagið okkar og spurði hvort við vildum kaupa af þeim takt fyrir fleiri lög. Ég millifærði á hann peninga en ákvað að taka þetta skrefinu lengra og kaupa mér miða til Atlanta í ágúst 2014. Ég held að Southside hafi dáðst að drifkraft- inum í mér því hann var mættur til að taka á móti mér á flugvellinum. Hann bauð mér lítinn samning sem fól í sér aðstoð hans og með- lima 808 mafia. Ég fékk að búa hjá einum þeirra, TM 88, fyrstu þrjá mánuðina mína í Atlanta.“ 808 Mafia tók Lexa opnum örmum og kynntu hann fyrir drykknum lean, þar sem Sprite er blandað í hóstasaft. Götuverð hóstasaftar hefur snarhækkað eftir að Actavis tók vöruna sína af markaði vegna misnotkunar og segir Lexi þá hafa borgað 2500 dollara fyrir flöskuna. „Ég var staddur í höll rapparans Waka Flocka kvöldið sem ég prófaði lean í fyrsta skiptið. Þeir vöruðu mig við því að þetta væri sterkt. Ég er hins vegar með gott þol fyrir lyfjum því ég hef þurft að taka þau inn síðan ég var lítill vegna geð- hvarfasýki, kæfisvefns og fleira. Ég endaði á að standa einn eftir þegar allir hinir voru rotaðir. Morguninn eftir stóðu þeir yfir mér, veifuðu tómri flöskunni, og voru gáttaðir á að ég væri enn á lífi eftir að hafa klárað hana alla.“ Dvölin í Atlanta tók sinn toll en Lexi segir sig hafa búið í einu hættulegasta hverfi Bandaríkj- anna, svokölluðu Zone 6 í Austur- Atlanta. Þar eru skotárásir algeng- ar og mikil klíkustarfsemi við lýði. „Ég var vitlaus fyrst þegar ég kom og hélt að ég, hvítur maður, gæti gengið einn um götur bæjarins. Vinir mínir spurði hvort ég væri klikkaður og sögðu mér að fara ekki út óvopnaður eða án fylgdar. Þar með hætti ég á að vera tekinn Tilboðsverð kr. 159.615,- Með fylgir Vitamix sleif, drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 199.518,- Vitamix Pro 750 á sér engann jafningja. Nýtt útlit og nýir valmöguleikar. 5 prógrömm og hraðastillir sjá til þess að blandan verður ávallt fullkomin og fersk! Galdurinn við ferskt hráefni Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Lexi Picasso fluttist til Atlanta í Zone 6 þar sem fann sig knúinn til þess að ganga með byssu. Lexi Picasso Aldur: 24 ára Atvinna: Tónlistarmaður Drauma samstarf: Childish Gambino Lögleiða kannabis? Algjörlega Íslendingur sem þú vilt vinna með: Bubbi Uppáhalds frumsamda lína: „I’m becoming the best just by believing that I can be it.“ Uppáhalds tónlistarmaður: Childish Gambino, Drake og the Weeknd Besta svítan á landinu: Hótel Rangá Uppáhalds matur: Nautalund Hættulegasta sem þú hefur gert: Pass 36 | fréttatíminn | Helgin 12. febrúar–14. febrúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.