Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 34
Ég heiti Sigríður Pétursdóttir og bý í London. Hér ver ég dögunum við skriftir, persónur sem hafa dansað í höfðinu á mér árum saman fá nú loksins líf á prenti og gætu jafnvel endað á hvíta tjaldinu í fyllingu tímans. Ég er verktaki hjá RÚV og veit fátt skemmtilegra en færa Íslendingum menningarfréttir héðan. Helst vildi ég bara vera hér, sitja á bekk á Primrose Hill löngum stundum og fara hvergi. Ég er kolfallin fyrir þessari fjölbreyttu borg sem iðar af lit- ríku mannlífi. Garðarnir eru mitt uppáhald, 60% London eru græn svæði, þar hleður maður sig af orku og fær hugmyndir á göngu. Það eina sem ég sakna að heiman eru vinir og fjölskylda, en ég er virkilega fegin að vera laus við umferðarómenningu, hálku og umhleypinga. Mér dettur ekki í hug neitt sem ég vildi breyta, ef ég þyrfti að ferðast langa leið til vinnu á morgnana væri það kannski þreytandi. Ég losna við það sem er erfiðast við stór- borgina, ferðir í troðinni lest á annatíma og að borga himinháar upphæðir fyrir barnagæslu. Íslendingar gætu lært margt af Bretum. Kurteisi og tillitssemi er það fyrsta sem kemur upp í hug- ann en þó er annað sem brennur á mér vegna umræðu um starfslaun listamanna. Bretar bera mikla virðingu fyrir öllum sem leggja sitt af mörkum til menningar og lista. Það er engin tilviljun að hér blómstrar menningin og að héðan koma fremstu listamenn veraldar á mörgum sviðum. Geysilegu fjármagni er varið í að ýta undir sköpun, menntun og þróun á sviði lista. Þeir vita sem er að fram- lagið kemur margfalt til baka, er atvinnuskapandi innanlands og skapar miklar útflutningstekjur. Fyrst og fremst auðga þó listaverk andann og fyrir það eru núverandi landar mínir svo afskaplega þakk- látir sínu listafólki. Mér brá dálítið við það þegar ég flutti hingað fyrst hvað ég fékk ótrúlega falleg við- brögð frá fólki þegar ég sagði þeim frá við hvað ég starfaði. Því miður var ég ekki vön að heyra talað af jafn mikilli virðingu og væntum- þykju um menningarumfjöllun heima, nema af litlum hópi fólks. Ef ég gæti óskað einhvers í þessu samhengi, væri það helst að Íslendingar litu meira út fyrir landsteinana, lærðu af öðrum og væru víðsýnni. Þá er ég ekki ein- ungis að tala um menningu heldur heimsmálin almennt. Stundum er nánast súrrealískt að sjá hvað ýmislegt smávægilegt fær mikla athygli og pláss í fjölmiðlum heima meðan stórfréttir fá enga eða litla umfjöllun. Íslendingar standa reglulega á öndinni út af einhverj- um heimatilbúnum skandal, sem allir eru svo búnir að gleyma viku síðar. Orkunni væri satt best að segja betur varið í annað. Tengslin við fólkið mitt heima rækta ég með hjálp Facebook og Skype. Þegar ég bjó í Svíþjóð fyrir margt löngu var það ekki til og breytingin er geysileg. Maður finnur varla fyrir því að búa ekki á Íslandi ef maður hefur tækifæri til að skreppa annað slagið þangað. Það er samt ekki hægt að faðma fjölskyldu og vini gegnum Skype og ekki finnur maður dásamlegan ilminn af litlum börnum. Tæknin bjargar því kannski ekki alveg öllu en ég er afar þakklát fyrir hana. Íslendingar standa reglulega á öndinni út af einhverjum heimatilbúnum skandal, sem allir eru svo búnir að gleyma viku síðar. Póstkort England Sam Forskeytið „sam“ er svo mikilvægt. Orð eins og sam- band, sam-staða, sam-ráð, sam-söngur, sam-hæfing, sam-fagna, sam-ræður, sam-lagast, sam-hljóða og sam-vinna eiga öll forskeytinu „sam“ jákvæðni sína og samhljóm að þakka. Jafnvel sam-ræði getur stuðlað að einhverju fallegu. Sennilega er sam-særi eitt fárra „sam“ orða sem er erfitt að ljá jákvæða merkingu. Forskeytið var mikilvægt þegar allt „hrundi“. Þá sátum við öll sam-an í súpunni. Þegar umræðan um siðrof stóð sem hæst fórum við í fjallgöngur með sam-eiginlegum vinum og mundum eftir því að við værum nú einu sinni ein sam-einuð þjóð. Sam-staðan var okkar. „Ég-ið“ dalaði í sálum okkar og „við-ið“ vann á. Við stóðum saman. Nú er sem „ég-ið“ sé að vinna á aftur, á kostnað „sam“ og „við-sins“. Enda gengur þessi tilvist okkar öll í bylgjum og ekkert óeðlilegt við það. Það er hins vegar tíðni og taktur þessara sveiflna hér á Íslandi sem veldur mér hugarangri. Af hverju sveiflumst við svona ört? Það er nátt- úrlega fámennið, hugsa ég þar sem ég sit á Landsbókasafninu saman með öðrum. En það er auðvitað flóknara orsakasamband. Þrívítt og fjöldi orsaka- þráða sem leika hlutverk. Svo sem þráður vanmáttarins. Þessarar þjóðar forni fjandi. Hann liggur sem þögull ormur undir þjóðinni og virð- ist stöðugt telja henni trú um að hún sé ekki nóg. Ekki nógu góð. Þurfi viðurkenningu að utan til að vera viss. Ormurinn á sér m.a. birtingarmynd í þótta og minnimáttarkennd sem litar sjálfstraust okkar. Við sem fórum frá öðrum löndum og komum hingað. Stóðum saman í óeiningu okkar. Misstum valdið til þeirra norsku og dönsku. Áttum sam-eiginlega óvini. Náðum valdinu aftur að lokum. Tókum upp þjón- ustukerfi að utan og búum við það. En rofið og hrunið eggjaði okkur til endurskoðunar á grunnstoðum sam-félags okkar. En ormur- inn? Hver á að endurskoða hann, nú þegar „ég-ið“ sem nærir hann virðist vera byrjað að vaxa aftur? „Við“ – hver erum við? Það er ekki til „við- símar“ (we-phone). Aðeins „I-phone“ (ég- símar). Réttur einstaklingsins er á uppleið í öru sveiflunni okkar. Sam-ábyrgð hans, já, hún er eitthvað sem virðist of oft vera í öðru sæti, eiga undir högg að sækja. Ég hef rétt. Ég hef rétt í þessu sam-félagi. Ég má, ég vil, mig langar, mér finnst og ég held. En í raun veit ég ekki neitt. Get ekki verið viss um neitt og er háður sam- inu okkar. Takk fyrir okkur. Megi Íslands vættir vanda viðmót sitt til okkar handa. Guð, ég bið að geyma, ei granda gæfuinntak sam-an-band-a. (hu). Utan hringsins Héðinn Unnsteinsson Maður faðmar ekki fjölskylduna á Skype Hrífst af því hvað Bretar bera mikla virðingu fyrir listafólki. 34 | fréttatíminn | Helgin 12. febrúar–14. febrúar 2016 Maður finnur varla fyrir því að búa ekki á Íslandi ef maður hefur tækifæri til að skreppa annað slagið þangað. „Skemmtileg og fyndin …“ HEE / Barnablað Fréttablaðsins ✶✶✶✶✶ www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 „Bókin minnir eiginlega frekar á borðspil en bók ... býður einnig upp á skemmtilegan og gagnvirkan upplestur.“ HÞÓ / Fréttablaðið Yfir 50 ólíkir endar! KOMIN Í KILJU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.