Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 42
Vinkonurnar Hrefna, Guðrún, Björg og Sissa hafa verið perlu- vinkonur í meira en 40 ár. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is Fjórar perluvinkonur á níræðis- aldri hittast fjórum sinnum á ári í saumaklúbb á Skaganum. Þær Hrefna, Guðrún, Björg og Sissa eru á aldrinum 82 til 86 ára og hafa verið vinkonur síðan þær byrjuðu að vinna saman sem sjúkraliðar upp úr árinu 1968. Enn búa þær á Akranesi, nema Sissa sem vílar þó ekki fyrir sér að keyra í saumaklúbbinn frá Reykjavík, þegar svo ber við. „Við hittumst samt oft í viku, fyrir utan saumaklúbbinn, hringjumst á og svona. Maður kíkir kannski bara óvænt við í kaffi, ég held það sé ekki til siðs lengur. En við gerum það enn,“ segir Björg. Vinkonurnar eru klæddar í sitt fínasta púss og sitja að spjalli með rauðvín þegar blaða- maður mætir í klúbbinn. Það er greinilegt að þeim líður vel saman og klára setningar hver annarar af alúð, þegar það á við, og eru dug- legar að mæra hvor aðra. Björg segir frá því hve góð Guð- rún hafi verið að sauma, hún hafi saumað árshátíðarkjól á sig á hverju ári og er vinkonunum minnisstæður kjóll úr bláu pallíettuefni. „Þú getur fengið hann lánaðan þegar þú giftir þig, Björg!“ segir Guðrún brosandi. „Iss, ég myndi ekki passa í hann,“ svarar Björg hlæjandi. En nú býður Hrefna upp á köku og kaffi, svo við færum okkur úr betri stofunni. „Hrefna málaði bollastellið sjálf, hún er svo mikil listakona,“ bendir Guðrún á þegar við setjumst við borðið. Allar eru þær sammála um að nauðsynlegt sé að eiga góðar vin- konur í gegnum lífið. Lykillinn að vináttu þeirra sé að þær hafi hlúð að hver annarri með ást og stutt hver aðra á hvaða stigum lífsins sem er. „Mannkærleikur og ást, er lykill- inn,“ segir Guðrún. Mikið er til af vönduðum íslenskum bloggum sem eiga það til að týnast í okkar vanabundna nethring. Þar má finna mikla sérfræðiþekkingu þar sem kafað er dýpra í málefni sem höfundar hafa lagt fyrir sig. nordurskautid.is Um: Íslenska sprotaumhverfið. Hver: Kristinn Árni Lár Hróbjarts- son, agile-þjálfi hjá QuizUp. Hvers vegna: skortur á umfjöllun um íslenska sprotaumhverfið annað en stöku fréttatilkynningar og viðtöl. Okkar þekking liggur helst í hugbúnaði og við reynum að fjalla um hana á uppbyggilegan og gagnrýninn hátt. DrifKraftUr: við viljum leggja okkar af mörkum að hjálpa tækni- og sprotasenunni að vaxa og dafna með því að gefa henni vett- vang. einnig er þetta er góð leið til þess að kynnast skemmtilegu og kláru fólki í bransanum. gudrunsvava. wordpress.com Um: Líkamsbeitingu, hreyfingu og heilbrigði líkamans. Hver: guðrún svava Kristinsdótt- ir, „movement“ kennari. Hvers vegna: Koma á framfæri hugsunum um líkamsbeitingu út frá vísindalegum sönnuðum stað- reyndum um líkamann. Það eru margar nýstárlegar hugmyndir á lofti en ég horfi til þess hvernig líkaminn starfar best út frá ana- tómíunni. DrifKraftUr: Ég er kennari og hef gaman af því að koma efni frá mér á skemmtilegan hátt sem allir geta nýtt sér. Það eiga allir líkama og fólk er mis meðvitað um hvern- ig það á að beita honum. gudmkri.is Um: skipulagsmál, í reykvísku samhengi. Hver: guðmundur Kristján Jóns- son, framkvæmdastjóri Borgar- brags ehf. Hvers vegna: Það eru fá mál- efni sem snerta þjóðina jafn mikið og skipulagsmál á höfuðborgar- svæðinu. Það er lítið skrifað um málaflokkinn á aðgengilegan hátt. Ég vil leggja mitt af mörkum til að breyta því. DrifKraftUr: trú á reykjavík og ástríðu fyrir að byggja hér upp öflugt og alþjóðlegt borgarsam- félag. Ég lærði borgarskipulags- fræði í Kanada og ætlaði mér að setjast að í toronto. Ég kynnt- ist hinsvegar nýju aðalskipulagi reykjavíkur árið 2013 og ákvað í kjölfarið að veðja á reykjavík. samkeppnishæfni landa stendur og fellur með styrk- leika borgarsam- félaganna og við þurfum að styrkja okkar einu borg eins hratt og örugg- lega og kostur er. | sgk Áslaug Hauks- dóttir ljós- móðir „Ég hef haft marga góða kennara gegnum tíðina en sá kennari sem ég held að hafi haft mest áhrif á mig var Guðrún Pálína Helgadóttir, íslenskukennari í Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún var sterkur persónuleiki, ströng en samt mjög hlý. Það þýddi ekkert að reyna að svíkjast um heima- vinnuna fyrir tíma hjá henni. Ég hitti Guðrúnu eftir að ég hóf nám og störf í ljósmóðurfræði, mörg- um árum eftir að ég lauk námi í Kvennó. Þá kom í ljós að hún vissi ótrúlega mikið um gamla nemend- ur sína og hvernig þeir spjöruðu sig í lífsins ólgusjó. Guðrún lauk kennaraprófi, B.A. í íslensku, ensku og heimspeki og doktorsprófi frá Sommerville College í Oxford. Á ferli sínum kenndi Guðrún víða og varð ein fyrsta konan sem skipuð var skólastjóri hér á landi. Hún átti þátt í vali á efni í Sýnisbók ís- lenskra bókmennta. Hún stund- aði rannsóknir og gaf út fræðirit, skáldverk kvenna frá tíð sem lítill gaumur hafði verið gefinn og kom út í tveimur bindum undir heitinu Skáldkonur fyrri alda. Doktors- ritgerð hennar fjallaði um Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar. Voru henni hugleiknar lækningar sem fram komu í sögunni og þáttur kvenna í lækningum fyrri alda.“ Sigríður Björk Bragadóttir ritstjóri Gestgjafans „Sá kennari sem kemur fyrst upp í hugann er Halldóra Frið- riksdóttir sem kenndi mér í 9. bekk í Hlíðaskóla. Hún var þennan vetur að kenna sitt síð- asta starfsár en hún var orðin 66 ára og hafði átt farsælan feril sem kennari, var virt og dáð af öllum sem kynntust henni. Halldóra var kennari af guðs náð og stjórnaði með blíðunni einni saman og það virkaði bara vel. Hún ólst upp í sveit og starfaði þar sem kennari, kom að norðan og elskaði gömlu skólaljóðin sem var eitt af því sem við í 9 ára bekk áttum að læra, Ísland ögrum skorið, Ég vil elska mitt land, Sumarkveðja og fleira. Hún kenndi okkur ljóðin með því að láta okkur syngja þau á hverj- um degi. Á þessum aldri er maður eins og svampur og allt fer í lang- tímaminnið. Ég bý enn að því að hafa lært að syngja þessi ljóð. Hún var fyrirmynd og á þessum árum var ég ákveðin í að verða kennari. Það rjátlaðist þó af mér næstu ár, áhuginn á matreiðslu varð yfir- sterkari.“ Hallgerður Hallgríms- dóttir myndlistar- maður „Slæmir kennarar hafa frekar haft áhrif á mig fyrir lífstíð en hinir. Þeir góðu lögðu vissu- lega margt gott í púkk en enginn einn hafði sérstaklega djúpstæð áhrif. Það er hrikalegt að átta sig á því, en stundum eru neikvæðu upplifanirnar bara sterkari. Auk þess held ég að góðu kennararnir hafi oftast verið of uppteknir við að verjast stólum sem var verið að kasta í þá eða fá alla til að slefa yfir 5. Svo breytist allt þegar maður fer í háskóla og þá er það undir manni sjálfum komið hvort ein- hver sé góður eða slæmur kennari og mestu skiptir að nýta það frá hverjum og einum sem passar manni best. Annars held ég að mamma, pabbi og samnemendur mínir hafi kennt mer langmest.“ Sindri Snorra- son nemi „Ég hef átt nokkra góða kennara. Sá áhrifamesti er ábyggi- lega hún Hrefna Birna Björnsdóttir í Vesturbæjar- skóla. Hún var svo persónulegur kennari. Ég náði að tengjast henni svo vel og við urð- um miklir vinir og höfum spjallað saman í seinni tíð. Á þessum tíma voru svolítið erfiðir tímar hjá mér og ég hafði flakkað svolítið mikið á milli staða. Hún var svo góð að fá mig til þess að beina huganum frá því og fylgjast með í skólanum. Hún tók mig að sér og náði mér vel og var mjög skilningsrík á aðstæð- ur mínar. Ég var í raun aktífur námsmaður á meðan ég var í skól- anum en átti erfitt með að læra heima. Hún átti stóran þátt í því að fá mig til að vilja taka þátt í tímum. Ég fann fyrir miklu öryggi og þægindum að vera með hana sem kennara. Mér fannst hún ekki bara segja okkur að læra heldur gaf hún sér tíma til að kynnast krökkunum og hlusta á þá.“ 3 Sérfróðir bloggarar Hvaða kennari kenndi þér mest? Saumaklúbburinn Mikilvægt að hlúa að vináttunni Mynd | Salka Þær Hrefna Ragnarsdóttir, Guðrún Daníelsdóttir, Björg Júlíe Hoe Hermannsdóttir, Sigríður Jónsdóttir (Sissa) hafa verið vinkonur áratugum saman. 42 | fréttatíminn | Helgin 12. febrúar–14. febrúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.