Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 54
Ljósmyndir | Rut Sigurðardóttir Heilsa Svalara að fara í sjóinn en á fótboltaæfingu Sífellt fleiri sörfa á brimbrettum við Íslandsstrendur. Einn þeirra er Brynjólfur Löve Mogensson sem segir mikinn mun á því að sörfa í kuldanum hér og úti í Kaliforníu. „Veturinn er besti tíminn, þá eru mestu öldurnar að skella á,“ segir Brynjólfur Löve Mogensson brim- brettakappi. Ljósmyndari Fréttatímans fylgdi brimbrettaköppunum Brynjólfi og Vilhjálmi Ólafssyni eftir á dögunum. Þeir segja að sífellt fleiri stundi brimbretti hér á landi. „Já, fólk er að sjá okkur kynna þetta á Facebook og Instagram og sýnir þessu sífellt meiri áhuga. Við erum 6-7 saman í vinahópnum að sörfa þegar mest er en svo eru fullt af kunningjum í þessu líka. Við höfum oft farið í sjóinn og það eru 10-12 aðrir á sama tíma. Ætli þetta séu ekki 30-40 sem stunda þetta hér.“ Þetta þykir líka nokkuð töff sport, ekki satt? „Jú, það er ekkert að skemma fyrir. Það er auðvitað miklu svalara að fara í sjóinn en að fara á fót- boltaæfingu.“ Er þetta bara sport fyrir ungt fólk eða geta allir sörfað? „Þetta er sport fyrir alla. Þú sérð það að á Havaí sörfa menn fram í rauðan dauðann. En það er best að byrja ungur.“ Brynjólfur er 26 ára og kveðst hafa byrjað að stunda brimbretti fyrir fimm árum. „Það var úti í Los Angeles. Ég leigði mér bretti og prófaði og svo keypti ég mér bretti fyrir ári. Það er auðvitað mikill munur á því að sörfa hér og úti í LA. Það munar um það að þurfa að vera í þykkum búningi og vera alltaf að berjast við kuldann og harkalegar aðstæður,“ segir hann. Sjórinn var um 3-4 gráður á dögunum og Binni og Villi klæddust blautbúningum. „Flestir eru í svona 5 mm þykkum búningum. Svo erum við í skóm og með hanska og hettu. Þetta er auðvitað svolítið vesen því maður þarf að skola búninginn eftir hvert skipti, annars situr saltið eftir í honum.“ Íslensku sörfararnir eru ekki mikið fyrir að auglýsa hvar bestu staðirnir eru. „Það eru margir hræddir um að Ísland verði sörf-Mekka. Þetta er svo frábært hérna,“ segir Binni. „En við förum mikið í kringum höfuðborgar- svæðið og á Suðurnesin. Annars er hægt að fara um allt land. Það er fullt af stöðum sem hefur aldrei verið sörfað á en eru með góðar öldur. Ef ég hefði meiri tíma færi ég oftar út á land að sörfa.“ NÁNAR Á FACEBOOK TERRANOVA HEILSA Terranova stendur fyrir gæði, hreinleika og hámarks virkni. Inniheldur engin fylliefni, bindiefni eða önnur aukaefni. Terranova - bætiefnin sem virka. Fæst í fl estum heilsuvörubúðum og apótekum, nú einnig í Nettó. Vörurnar frá Terranova passa saman við mína hugmynda- fræði um heilsusamlegt líferni. Vísindi og náttúra mætast þar sem næringarefnum er blandað saman í réttum hlutföllum fyrir hámarks upptöku. Vörurnar eru einnig lausar við öll aukaefni sem gerir Terranova besta valkostinn. ARNÓR SVEINN, KNATTSPYRNUMAÐUR OG NEMI HÁMARKS VIRKNI HÁMARKS ÁRANGUR Fyrir dömur og herra Kringlunni, 2. hæð - 103 Reykjavík | S: 568 9111 | www.augad.is 54 | fréttatíminn | HELgIn 12. FEBrúAr–14. FEBrúAr 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.