Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 12.08.2016, Qupperneq 2

Fréttatíminn - 12.08.2016, Qupperneq 2
Kynferðisbrot Kurr er í nokkrum lögreglumönnum sem Fréttatíminn hefur rætt við, yfir því að pilturinn sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur fimmtán ára stelpum með sex daga millibili, hafi ekki verið settur í gæsluvarðhald þegar fyrra málið kom upp. Það var ekki fyrr en hann var handtekinn í seinna skiptið að lögregla á höfuðborgar- svæðinu krafðist gæsluvarð- haldsúrskurðar. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Fyrra málið kom upp á Suðurnesj- um. Lýsir brotaþoli því hvernig pilturinn reyndi að kyrkja hana, stappaði ofan á hálsinum á henni og nauðgaði henni í tvígang. Auk þess voru skýr merki um að hann hafi reynt að losa sig við sönnunar- gögn. Honum var sleppt að yfir- heyrslu lokinni. Jóhannes Jensson, aðstoðaryf- irlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, vill ekki svara nein- um spurningum Fréttatímans um málið og segir fréttaflutning af því ekki koma rannsókn málsins vel. Heimildir Fréttatímans herma að það hafi verið mat lögreglunnar á Suðurnesjum að rannsóknarhags- munir stæðu ekki til þess að fá pilt- inn úrskurðaðan í gæsluvarðhald. Þá hafi óreynd afleysingarmann- eskja komið að rannsókn málsins og reyndasta fólkið í þessum mála- flokki hafi verið í sumarfríi þegar málið kom upp. Eftir nokkra eftirgrenslan Frétta- tímans virðist vera ólíkt verklag eft- ir lögregluembættum, þegar kem- ur að því að ákveða hvort krefjast eigi gæsluvarðhalds yfir grunuðum kynferðisbrotamönnum. Tölfræðin sýnir þó að nokkur aukning hafi orðið á því að úrræðinu sé beitt í þessum málaflokki. Ólafur Helgi Kjartansson er lög- reglustjóri á Suðurnesjum. Hann hefur áður verið harkalega gagn- rýndur fyrir að krefjast ekki gæslu- varðhaldsúrskurðar yfir manni sem grunaður var um kynferðisbrot gegn börnum í Vestmannaeyjum. Þá var hann lögreglustjóri á Suður- landi. Þá gekk grunaður barnaníðingur laus í Vestmannaeyjum í um það bil eitt ár eftir að myndir sem hann tók af fórnarlambi sínu komust í hend- ur lögreglu. Hulda Elsa Björgvinsdóttir sak- sóknari lýsti því sem mistökum Ólafs Helga að hafa ekki gert kröfu um gæslu yfir meintum geranda. Björgvin Björgvinsson, sem þá var yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, gagnrýndi Ólaf Helga sömuleiðis. 2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016 Skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi Í lögum segir að krefjast megi gæsluvarðhalds þegar rök- studdur grunur leiki á að sak- borningur hafi gerst sekur um háttsemi sem varðar fangelsis- refsingu og: a. að ætla megi að sakborn- ingur muni torvelda rannsókn málsins, svo sem með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum ellegar hafa áhrif á samseka eða vitni, b. að ætla megi að hann muni reyna að komast úr landi eða leynast ellegar koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, c. að ætla megi að hann muni halda áfram brotum meðan máli hans er ekki lokið eða rök- studdur grunur leiki á að hann hafi rofið í verulegum atriðum skilyrði sem honum hafa verið sett í skilorðsbundnum dómi, d. að telja megi gæsluvarð- hald nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum sakborn- ings ellegar hann sjálfan fyrir árásum eða áhrifum annarra manna. Sakamál Réðst á sérsveitarmann vopnaður hnífi Rannsókn er vel á veg komin í máli karlmanns sem réðist vopnaður á sérsveitarmann í heimahúsi síðasta þriðjudagskvöld. Sérsveitarmaðurinn var við skyldustörf þegar atvikið kom upp en neyðarkall barst til lögreglu sem leiddi til þess að sérsveitarmað- urinn, sem var næstur vettvangi, svaraði kallinu. Þegar hann kom á vettvang á maðurinn að hafa ráðist á hann vopnaður hnífi og til átaka kom þeirra á milli sem lyktaði með því að sérsveitarmaðurinn náði að yfirbuga hann. Litlar upplýsingar er að fá um málið aðrar en að rannsókn sé vel á veg komin en sé þó á viðkvæm- um tímapunkti. Vitað er hver árásarmaðurinn er. Ekki þótti ástæða til þess að úrskurða hann í gæsluvarðhald. Sérstakur saksóknari rannsakar málið. | vg Útvap Laumulist útvarpað frá Hrísey Ný útvarpsstöð sendir nú út í Hrís- ey. Útsendingar munu standa fram á sunnudag. Hópur listamanna, Laumulista- samsteypan, stendur að stöðinni og kemur nú til eyjarinnar í þriðja sinn með list sína. Þarna hljóma hljóðverk, óhljóð, búkhljóð, talað mál og bolla- leggingar um hitt og þetta. Hægt er að hlusta á tíðninni 105,9 nærri eyjunni, en líka á vef- slóðinni laumulistasamsteypan. com í formi hlaðvarps. | gt Dýraníð Grunur leikur á að dýraníðingur eitri aftur fyrir köttum í Hveragerði, nákvæmlega ári eftir að samskonar mál komu upp í bæjarfélaginu. Grunur leikur á að tveimur köttum hafi verið byrluð ólyfjan sem dró þá til dauða í Hveragerði, en ná- kvæmlega ár er síðan greint var frá samskonar máli í bæjarfélaginu. Annar kötturinn drapst í vik- unni en samkvæmt upplýsingum Hallgerðar Hauksdóttur, formanns Dýraverndarsambands Íslands (DÍS), var um kvalafullan dauð- daga að ræða. Fyrsta skoðun dýra- læknis leiddi það í ljós að kötturinn hefði drepist af völdum eiturefna. „Frumathugun leiðir það í ljós að um kemísk efni hafi verið að ræða,“ segir Hallgerður en enn á eftir að kryfja dýrið. Hallgerður óttast að sami einstaklingur hafi eitrað fyrir köttunum tveimur og grunur lék á að eitraði fyrir kött- um fyrir nákvæmlega ári síðan. Þá greindu fjölmiðlar frá því að sex kettir hefðu drepist eftir að óprúttinn aðili kom fyrir eitruð- um fiskflökum í bænum. „Við hvetjum íbúa í Hveragerði til þess að hafa varann á,“ segir Hallgerður alvöruþrungin. Katta- drápin rötuðu inn á borð til lög- reglu á síðasta ári, enda varða slík brot við hegningarlög. Málið nú er skoðað í samvinnu við Mat- vælastofnun. Í yfirlýsingu frá Dýraverndar- sambandinu er eigendum kattanna vottuð samúð og almenningur hvattur til þess að vera á varð- bergi og senda póst á sudurland@ logreglan.is. Svo segir í tilkynningunni: „Dýrahald þarf að ræða á samfé- lagslegum grunni. Ef fólk er á móti gæludýrahaldi þarf samtal um það að eiga sér stað á milli manna – ekki með því að ráðast að dýrun- um. Hér er um að ræða aðila sem fremur dýraníð með því að leggja vísvitandi eitur út fyrir ketti.“ Kristján Jónsson, dýraeftirlits- maður Hveragerðisbæjar, sagði í samtali við Fréttatímann að hann hefði heyrt af tilvikunum, en það ætti eftir að skoða málin betur, því væri ótímabært að tjá sig um þau. | vg Dularfullt kattadráp í Hveragerði endurtekur sig Kötturinn sem drapst hlaut kvalarfullan dauðdaga. Hann verður krufinn á næstu dögum eða vikum. Heimildir Fréttatímans herma að það hafi verið mat lögreglunnar á Suðurnesjum að rannsóknarhagsmunir stæðu ekki til þess að fá piltinn úrskurðaðan í gæsluvarðhald. Þá hafi óreynd afleysingarmanneskja komið að rannsókn málsins og reyndasta fólkið í þessum málaflokki hafi verið í sumarfríi þegar málið kom upp. Lögreglumenn hefðu viljað piltinn í gæsluvarðhald 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016* Eins og sést er sýnileg aukning á að gæsluvarðhaldi sé beitt í kynferðisbrotamálum, á undanförnum árum. Tölurnar byggja á svari frá Fangelsismála- stofnun og miða við upphaflegar skráningar um mál, þegar menn koma inn í gæsluvarðahald. *til dagsins í dag Fjöldi einstaklinga sem voru í gæsluvarðhaldi grunaðir um kynferðisbrot 0 1 2 4 1 3 5 9 18 8 2 16 3 15 11 7 7 Ólafur Helgi hefur áður verið gagnrýnd- ur fyrir að krefjast ekki gæsluvarðhalds yfir grunuðum kyn- ferðisbrotamanni. Stjórnmál Hátt í þúsund manns höfðu tekið þátt í prófkjöri Pírata á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurkjör- dæmi og á Norðvesturkjör- dæmi í gær, fimmtudaginn 11. ágúst. „Það eru sjö hundruð búnir að kjósa á höfuðborgarsvæðinu,“ seg- ir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, en próf- kjöri flokksins lýkur á höfuðborgar- svæðinu og á Suðurlandi klukkan sex í kvöld. Um 700 hafa kosið í prófkjörinu á höfuðborgarsvæðinu, en þar er farin sú leið að kjósa í Suðvesturkjördæmi og Reykjavík suður og norður. Prófkjörinu í Norðvesturkjördæmi lýkur svo á sunnudaginn. Sigríður Bylgja segir að kosninga- kerfið sem Píratar notast við, og er eingöngu á netinu, hafi reynst vel. Það þurfi þó að skerpa á ýmsu. „Við erum ánægð með kerfið, en það er ýmislegt sem þarf að laga,“ segir Sigríður Bylgja og útskýrir að aldurshópurinn í flokknum sé breiður og tölvukunnátta misjöfn. Því hefur flokkurinn brugðist við því með að bjóða upp á aðstoð í höfuð- stöðvum flokksins á Fiskislóð í Vest- urbæ Reykjavíkur. Búist er við að úrslit prófkjaranna verði kynnt skömmu eftir klukkan 18 í kvöld í höfuðstöðvum flokksins. |vg Um þúsund manns hafa tekið þátt í prófkjöri Pírata Um þúsund manns hafa tekið þátt í prófkjöri Pírata, að sögn Sigríðar Bylgju. KRINGLUNNI ISTORE.IS iPad Mini 4 Í lófa lagt Frá 69.900 kr. Við gerum betur í þjónustu með skjótum og sveigjanlegum vinnubrögðum. Ef tæki keypt hjá okkur bilar lánum við samskonar tæki á meðan viðgerð stendur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.