Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 12.08.2016, Page 38

Fréttatíminn - 12.08.2016, Page 38
Sannkölluð ofurfæða Grímur kokkur sendir frá sér fiskibollur og grænmetispottrétt með viðbættu omega 3 Unnið í samstarfi við Grím kokk Við kynntum þessar vörur á Fiskideginum mikla á Dalvík um síðustu helgi og fengum gríðarlega góð viðbrögð. Fólki fannst þetta gott og algjör bónus að þetta væri svona hollt,“ segir Grímur Þór Gíslason, betur þekktur sem Grímur kokkur. Grímur kokkur hóf í vikunni sölu á tveimur nýjum tilbún- um réttum sem seldir eru und- ir merkjum Heilsarétta fjöl- skyldunnar. Annars vegar er um að ræða fiskibollur og hins vegar grænmetispottrétt. Báðir réttirn- ir eru glútenlausir, eggjalausir, gerlausir og laktósalausir. Þá er í þeim viðbætt omega 3. „Það gerir holla vöru enn hollari,“ segir Grímur. Fiskibollurnar eru seldar í 550 gramma pakka og græn- metispottrétturinn er í 800 gramma pakka. Grímur er bjart- sýnn á viðtökurnar og stefn- ir á frekari vöruþróun. „Já, ef vel gengur þá koma fleiri rétt- ir í þessari omega-línu. Ég bind miklar vonir við að þetta verði framtíðin.“ Mikil vinna liggur að baki þess- um vörum. „Þetta var fimm ára þróunarferli og meðal annars afrakstur úr Evrópuverkefni sem við tókum þátt í með aðilum frá Noregi, Finnlandi, Hollandi og Ítalíu. Við erum þeir fyrstu sem koma með vörur á markað með viðbættu omega 3. Þetta eru holl- ustuvörur alveg í gegn og það að bæta omega 3 út í gerir þetta að Alþjóðleg samvinna sem skilaði frábærum vörum Matís vann að þróun varanna með Grími kokki Ég er mjög glöð að þetta skyldi enda í svona frá-bærum vörum,“ segir Kol-brún Sveinsdóttir, verk- efnastjóri hjá Matís, sem hefur unnið að þróun varanna með Grími kokki. Kolbrún segir að Grímur kokkur hafi fyrir nokkrum árum komið með þá hugmynd til Matís að gera hollan mat ennþá hollari með því að bæta hollustuefnum í tilbúna rétti. „Við byrjuðum að kanna hvort þetta væri eitthvað sem fólk hefði áhuga á. Það var vitað að það get- ur verið vandasamt verk að koma fiskiolíu í mat án þess að finnist bragð af henni. Við komumst í samband við norskan aðila sem var að framleiða omega 3-duft og olíur og vorum sömuleiðis í sam- bandi við rannsóknarfyrirtæki í Finnlandi. Það voru gerðar prufu- gerðir af réttum svo hægt væri að kanna hvort þetta skilaði í raun sannkallaðri ofurfæðu.“ Grímur og samstarfsfólk hans hefur unnið náið með Matís að þróuninni. Það var enda ekki lítið verkefni að finna upp aðferð sem heldur áhrif- um omega 3 í elduðum mat. „Það hafa margir bætt lýsi út í rétti en með okkar aðferð finnurðu ekkert aukabragð,“ segir Grímur. Hann segir öllum sé hollt að auka neyslu á omega 3 enda sé það frábært fyrir sjónina og heilastarfsemina. „Ef þú borð- ar 200 grömm af þessum réttum færðu þinn omega 3 skammt fyrir daginn. Við getum staðið við þá fullyrðingu.“ Sáttur Grímur Þór Gíslason kokkur. Matís. Kolbrún Sveinsdóttir, verkefnastjóri hjá Matís. Girnilegt Grænmetispottréttur frá Heilsuréttum fjölskyldunnar. Hollt Fiskibollur frá Heilsuréttum fjölskyldunnar með viðbættu omega 3.. hollustuaukningu.“ Kolbrún og hennar samstarfs- fólk gerðu íhlutandi rannsókn þar sem þátttakendur borðuðu í fjór- ar vikur í röð rétti sem höfðu verið auðgaðir með omega 3. Þátttakendum var skipt í þrjá hópa þar sem einn hópur neytti fæðu með viðbættu omega 3, annar fékk omega í duftformi sem hrært var út í vatn og sá þriðji fékk ekkert omega. „Niðurstaðan var sú að fólk sem borðaði réttinn með omega 3 bætti sinn omega 3 balans, að upptakan á fitusýr- unum var góð. Þetta skilaði sér í hækkuðum gildum á EPA og DHA fitusýrum í blóði. Við höfum unnið tvær vísindagreinar úr þessari rannsókn. Önnur greinin sýnir fram á þetta, að það skilar sér að borða rétti sem hafa verið auðg- aðir með omega 3. Hin greinin, sem er rétt nýlega birt, sýnir fram á að blóðþrýstingur þeirra sem borðuðu omega 3 auðgaða rétti lækkaði.“ Þessi samvinna hefur haldið áfram undir merkum Evrópu- verkefnisins En- RichMar. „Þar höfum við unnið í samstarfi við rannsóknastofn- anir í Finnlandi og Hollandi sem og há- skóla á Ítalíu og öðrum framleiðendum í Evrópu sem höfðu áhuga á að auðga vörur sínar með efnum úr hafinu. Auk Gríms höfum við unnið með mjólkurframleiðanda í Hollandi og framleiðanda af rúg snakki. Kveikjan var þessi hugmynd frá Grími og vörurnar hans eru þær fyrstu sem koma á markað.“ Kolbrún segir að vörur Gríms Fiskibollurnar eru seldar í 550 gramma pakka og grænmetispott- rétturinn er í 800 gramma pakka. Grímur er bjart- sýnn á viðtökurnar og stefnir á frekari vöruþróun. Niðurstaðan var sú að fólk sem borðaði réttinn með omega 3 bætti sinn omega 3 balans, að upptakan á fitu- sýrunum var góð. Þetta skilaði sér í hækkuðum gildum EPA og DHA fitusýrum í blóði. hafi farið í gegnum ýmis skref í þróuninni og það skili sér í frá- bærum vörum. „Það finnst ekki lýsisbragð af þessum réttum svo dæmi sé tekið. En samt innihalda þeir nægilegt magn af omega 3 til að uppfylla kröfur um heilsufull- yrðingar varðandi omega 3.“

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.