Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 64
Þegar skólarnir byrja á haustin þyngist um-ferðin til muna, enda mjög margir, bæði framhaldsskóla- og háskólanemar sem eiga bíla. Og nota þá óspart til að ferðast í og úr skóla. Það er vissulega þægilegt að hoppa út í bíl og geta ráðið því ná- kvæmlega hvenær maður leggur af stað. En að sama skapi ömurlegt að þurfa að eyða löngum tíma í um- ferðinni sem rétt silast áfram á há- annatímum. Þar fyrir utan er alls ekki auðvelt að fá bílastæði fyrir utan skólana. Njóttu strætó Þess vegna er gott ráð að taka bara strætó og nýta tímann þar til að læra, hlusta á tónlist eða lesa góða bók. Nú eða bara leggja sig aðeins, ná nokkrum viðbótarmínútum af blundi áður en dagurinn hefst fyrir alvöru. Þá er reyndar betra að vera aðeins var um sig til að fara ekki fram hjá áfangastaðnum. Ferðastu með félögum Annað ráð til að minnka umferðar- þungann á götum úti er að samein- ast í bíla. Það er eitthvað sem við Ís- lendingar eru alltof latir við að gera. Þá geta nokkrir sem eru á leiðinni á sama tíma ferðast saman á einum bíl í stað þess að fara til dæmis á fjórum bílum. Sé þetta gert er snið- ugt að skiptast á að vera á bíl eða deila bensínkostnaði. Því fleiri sem hafa þennan háttinn á, því færri bíl- ar á götunum. Ávinningur fyrir alla – líka umhverfið. Hjólaðu á haustin og vorin Æ fleiri eru farnir að nota hjól sem ferðamáta þó vissulega sé veðurfar- ið hér á landi ekki mjög heppilegt til hjólreiða stóran hluta ársins. En á haustin og vorin er tilvalið hjóla í og úr skólanum og fá þannig góða hreyfingu í leiðinni. Sé fólk mjög þreytt eftir daginn má bara fara með hjólið heim í strætó. Göngum með börnunum í skólann Foreldrar grunnskólabarna keyra börn sín oft í skólann og skapar það gjarnan töluvert umferðaröng- þveiti fyrir utan skólana – sem getur verið hættulegt og tímafrekt. Með því kenna foreldar börnum sínum líka að bílinn eigi að nota í stuttar vegalengdir í stað þess að ganga eða hjóla. Það er sniðugt að gefa sér aðeins meiri tíma á morgnana, ef það er mögulegt, og ganga eða hjóla með barninu í skólann, fara svo aftur heim til að sækja bílinn. Eldri börnin ættu svo vel að geta gengið eða hjólað sjálf í skólann, en þá er mikilvægt að kenna þeim ör- uggustu leiðina og brýna fyrir þeim að fara eftir umferðarreglum ef fara þarf yfir götu. Standið upp úr sófanum! Flest börn stunda einhvers konar tómstundir yfir veturinn en það er engin ástæða fyrir fullorðna fólkið að sitja með hendur í skauti. Fjölmörg spennandi námskeið eru í boði fyrir fullorðið fólk yfir vetrartímann. Ef hjón eða par vilja stunda einhverja hreyfingu saman er gaman að fara á dansnámskeið. Það er ekki verra að geta slegið um sig á dansgólfinu með tangó eða chachacha. Klifurnámskeið er einnig skemmtilegt og krefj- andi og þau sem vilja hefja skíðaferil, en hafa aldrei farið á skíði, geta sótt byrjandanámskeið á skíðum fyrir fullorðna. Tennis er frábær íþrótt sem þau sem vilja mikla hreyfingu og hámarksæsing ættu að skoða að byrja að æfa. Þau sem vilja minni æsing geta sótt myndlistarnámskeið, tölvunámskeið eða hreinlega tungumálanámskeið. Kominn tími til að standa upp frá Netflix og næra líkama og sál á markvissan hátt! Minnkum umferðina á skólatíma Það er auðvelt að draga úr notkun einkabílsins án þess að lengja ferðatíma. …skólar og námskeið 4 | amk… FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016 KVÖLD OG MORGUNNÁM Í BOÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.