Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Síða 6

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Síða 6
Fulltrúafundur SSN 1976 Hinn árlegi fulltmafundur Samvinnu norrænna hjúkrunar- fræðinga fór að þessu sinni fram á fjallahótelinu Sander- stölen í Noregi dagana 21.—24. september sl. Höfuðvið- fangsefni fundarins var „Málefni aldraðra“ en einnig var fjallað um og gerðar samþykktir er varða frjálsan vinnu- markað hjúkrunarfræðinga innan Efnahagsbandalags- landanna og tillögur til alþjóðlegrar reglugerðar varðandi störf og kjör hjúkrunarstarfsliðs, sem verið er að vinna að á vegum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO). Samtökin hafa innan vébanda sinna yfir 108 þús. félaga. Kjörnir fulltrú- ar voru 37, en í heild sátu fundinn 72 þátttakendur, frá öllum aðildarfélög- unum. Fulltrúar af Islands hálfu voru: Ingibjörg Helgadóttir, form. HFI, María Pétursdóttir, skólastjóri Nýja hjúkrunarskólans, fulltrúi HFI í stjórn SSN, Gunnhildur SigurSar- dóttir, hjúkrunarforstjóri Elli- og hjúkrunarheimilisins Sólvangs í Hafnarfirði, Nanna Jónasdóttir, deildarstj. Kleppsspítalanum, Rann- veig Þórólfsdóttir, hjúkrunarforstj. Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Hjúkrunarnemarnir Guðrún Karls- dóttir og Olína Guðmundsdóttir, ásamt Ingibjörgu Arnadóttur frá Tímariti HFI, voru áheyrnarfulltrú- ar með tillögurétti. Eli Kristiansen, formaður norska hjúkrunarfélagsins, bauð þátttakend- ur velkomna til Noregs og kvað það eðlilegt, þar sem Noregur væri mjög hálent land, að fundinum skyldi val- inn staður á fjallahóteli í 850 m hæð. Þarna ríkti kyrrð og friður, ásamt náttúrufegurð sem orð fá vart lýst. Toini Nousiainen, formaður SSN, setti fundinn og sagði m. a.: „Minn- ingarnar frá Islandsferðinni sl. ár hlýja okkur enn þann dag í dag.“ Toini skýrði frá því að þær Britta Jonson og Gunborg Strid, sem báðar hafa starfað hjá SSN um árabil, mundu láta af störfum á næsta ári og að ekki hefði verið ráðinn starfs- kraftur enn sem komið er í þeirra stað. Ennfremur skýrði formaður SSN frá, að fyrir dyrum stæði að flytja skrifstofu SSN og aðsetur frá Stokkhólmi. Ekki er ákveðið hvert, en Kaupmannahöfn eða Oslo heyrð- ust nefndar. Um þetta mun stjórn SSN fjalla á fundi sínum í desember þetta ár. Toini minntist einnig á nor- rænan fund um menntunarmál er fram fer á næstkomandi ári. Kjell-Henrik Henriksen frá Noregi var tilnefndur fundarstjóri. Hópumræður Til undirbúnings hópumræðna varð- andi málefni aldraðra flutti Ruth- Turid Pettersen frá Noregi athyglis- verðan fyrirlestur er hún nefndi „Eldres situasjon i dagens samfunn“. M. a. tók Ruth nokkur athyglisverð dæmi úr daglegu lífi aldraðra, sem sýndu glögglega fram á þá röngu meðhöndlun sem við bjóðum þeim upp á, oft á tíðum einungis vegna þess að aldur viðkomandi er hár, en ekki nægjanlegt tillit tekið til andlegs atgervis. Dæmi frá móttöku öldungs á sjúkrahús: Hjúkrunarfræðingur: Jæja, góði, manst þú hvenær þú ert fæddur? Oldungur: Nei - því miður - ég var víst alltof lítill þegar það skeði. Ruth-Turid Pettersen varpaði einnig fram fjölda spurninga til hjúkrunarfræðinganna, er vöktu fólk mjög til umhugsunar. Ruth kvað það staðreynd að 40% aldraðra í Noregi væru vistaðir á röngum stöð- um. Frekari upplýsingar um fyrir- lestur Ruth-Turid Pettersen má finna á skrifstofu HFÍ, en þar liggur ein- tak frammi til afnota fyrir þá sem þess óska. Síðan var unnið í 6 hópum með það að markmiði að leitast við að greina þarfir aldraðra og finna leið- ir til þess að koma til móts við þær. Hópur 1 hafði sj álfsákvörðunar- rétt að umræðuefni og hvernig þessi ákvörðunarréttur kemur í ljós hjá öldruðum. I hve ríkum mæli gætir 132 TÍMARIT IIJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.