Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Qupperneq 7

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Qupperneq 7
virkra áhrifa hjá öldruðum á að- stæðum sem þeim viS kemur óg hvernig/hvar við getum aukið hin virku áhrif þeirra? Hópur 2 ræddi einkum heilbrigð- is- og félagslega þörf aldraðra, en það er ekki fyrr en á síðustu árum sem almennur áhugi fyrir þeim þátt- um hefur vaknað. Enn er þó ástæða til að óttast að aldraðir njóti ekki sama réttar og aðrir hópar í þjóðfé- laginu. Þetta kemur m. a. fram í þvi hversu hjúkrun aldraðra er hlutfalls- lega lágt metin. Ræddar voru fjár- hagslegar, félagslegar og menntunar- legar leiðir til úrbóta og hvatt til til- lagna um hvernig vekja megi áhuga hæfra aðila til starfa í þágu aldraðra. Hópur 3. Að dveljast á stofnun er neyðarlausn í hugum margra en samt sem áður er slíkt eina raunhæfa lausnin fyrir aldraða, vegna fjár- hagslegra/félagslegra og fjölskyldu- aðstæðna. Rætt var hvaða umbætur fjölskylda og samfélag geta gert til að stuðla að dvöl aldraðra í heima- húsum sem lengst. Leitast var við að leggja mat á fjárhagslegar og ])jón- ustulegar aðstæður (sjálfboðaþjón- usta einstaklinga og stofnana með- talin ). Hópur 4. Þjónustustofnanir fyrir aldraða eiga fyrst og fremst að auð- velda öldruðum að halda sinni lífs- fullnægingu innan þeirra marka sem heilsutap og hár aldur setja þeim. Frelsi, sjálfstæði og næði, virðist oft torfengið á þessum stofnunum, sem því miður verða oft eins konar geymslustöðvar fremur en heimili Ejsta mynd: Séð yjir jundarsalinn. Mynd í miðju: Frá vinstri: Maria Péturs- dóttir, Ingibjörg Helgadóttir, Nanna Jónas- dóttir, Gunnhildur Sigurðardóttir og Rann- veig Þóróljsdóttir. Á myndinni má einnig sjá Peter Hjorth, ritstjóra danska hjúkr- unarblaðsins. Neðsta mynd: Til hœgri hjúkrunarnemarn- ir Guðrún Karlsdóttir og Olína Guðmunds- dóttir, auðsjáanlega mjög jmngt þenkjandi yjir hópumrœðunum.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.