Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Qupperneq 14

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Qupperneq 14
Frá 30. þingi BSRB Þing Bandalags starfsmanna ríkis og bæja fór fram að Hótel Sögu dagana 11.—14. október s.l. Þingið sóttu 233 fulltrúar, en alls eru félagar BSRB rúmlega 12 þúsund. Höfuðviðfangsefni þingsins var mótun stefnu í væntan- legum kjarasamningum BSRB á næsta ári, en þeir samn- ingar verða þeir fyrstu sem BSRB gerir hafandi verk- fallsrétt til að fylgja eftir kröfum sínum. Kristján Thorlacius formaður BSRB setti þingið og síðan tóku til máls fulltrúar annarra launþegasamtaka, sem boðið var til þingsins. Þingforseti var kjörinn Albert Kristinsson úr Hafnarfirði og varaforsetar þau Kristín Tryggvadóttir og Guðmundur Gunnarsson. Af hálfu Hjúkrunarfélags íslands sátu þingið 14 full- trúar, einn þeirra, Sigurveig Sigurðardóttir, var kjörinn í bandalagsstjórnina. Tímaritið birtir aðeins nokkrar af ályktunum þingsins þar sem BSRB gerir grein fyrir niðurstöðum þess í sínu blaði. Tillögur starfskjaranefndar um kjaramál I Brýnustu verkefni 30. þing; BSRB samþykkir að aðal- kj arasamningi bandalagsins og bæj- arstarfsmannafélaga innan þess verði sagt upp fyrir 1. apríl 1977. Stefnt verði að nýjum samningi 1. júlí 1977 eins og lög og reglugerð heimila. Forgangsverkefni við gerð nýs samnings telur þingið verða þessi: 1. Bætt verði að fullu kjaraskerð- ing undanfarinna ára og tryggður kaupmáttur, sem sé hvergi lakari en skv. kjarasamningi BSRB í desem- ber 1973 í endanlegri mynd hans. 2. Samið verði um verulegar kjara- og launabætur, sem lyfti launakjörum upp af núverandi lág- launastigi. 3. Full verðtrygging verði tekin upp á laun samkvæmt óskertri fram- færsluvísitölu. 4. Leiðrétt verði launamisræmi, sem orsakast af því að opinberir að- ilar neita starfshópum innan BSRB um sambærileg kjör og ríkið semur um við hliðstæða starfshópa utan samtaka opinberra starfsmanna. III. Utn kjarasamninga BSRB á nœsta ári. Við kröfugerð verði tekið mið af meginkröfum BSRB í ágúst 1975. Þingið minnir sérstaklega á eftirtal- in atriði: 1. Sett verði tryggileg ákvæði í heildarkjarasamninginn um rétt BS- RB til uppsagnar og verkfallsheimild- ar á samningstímabilinu, ef veiga- miklum forsendum hans yrði breytt og kaupmætti umsaminna launa rask- að. 2. Byrjunarlaun verði hækkuð. Aldurshækkanir ásamt bili milli launaflokka alls staðar sett jafnt að krónutölu. 3. Staðfest verði 5 daga vinnuvika og dagvinna á tímabilinu kl. 08-17 frá mánudegi til föstudags. 4. Vikulegur vinnutími vakta- vinnufólks verði skemmri en dag- vinnumanna og núverandi reglur samræmdar. Vinnuskylda geti styst í áföngum eftir 55 ára aldur, sé þess óskað af hálfu starfsmanns. 5. Starfsmanni skal heimilt að halda störfum að hluta eftir tilskil- in aldursmörk. 6. Greiða skal álag á áhættusama, óþrifalega og óholla vinnu. 140 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.