Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Side 19

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Side 19
Kennarar Hjúkrunarfræðingar, sem kenna við námsbrautina á þessu skólaári, eru eftirtaldir: Gréta Aðalsteinsdóttir og Sigríður Jóhannsdóttir kenna almenna hjúkrunarfræði. Guðrún Marteinsson, kennir hjúkrun fullorðinna og aldraðra. Alda Halldórsdóttir, kennir barnahjúkrun. Guðrún Marteinsson, Herdís Biering og Margrét Gúst- afsdóttir, kenna hjúkrun á handlækninga- og lyflækn- ingadeildum. María Björnsdóttir, kennir fæðingarhjúkrun. Þóra Arnfinnsdóttir og Þórunn Pálsdóttir, kenna geð- hjúkrun. Próf. Heather Clark kenndi heilsugæslu og Sigríður Þorvaldsdóttir mun hafa umsjón með heilsuverndar- námi í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. María Pétursdóttir og Ingibjörg R. Magnúsdóttir kenna þróun og skipulag heilbrigðismála (ásamt fleirum). Aðrir kennarar eru flestir prófessorar og dósentar við háskólann auk stundakennara í nokkrum greinum. Þá hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin veitt eftirtöld- um hjúkrunarfræðingum styrk til náms í hjúkrunar- fræði við háskólann í Manchester: 1. Guðrún Marteinsson hjúkrunarkennari, veturinn 1974-1975. 2. Marga Thome hjúkrunarkennari, frá 1975-1977. 3. Aldís Friðriksdóttir heilsuverndarhjúkrunarfræðing- ingur, hóf nám í ágúst síðastliðnum. Námsstyrkur hennar er miðaður við tvö ár eða frá 1976-1978. Gert er ráð fyrir að þær kenni við námsbrautina að námi loknu. Guðrún Marteinsson hóf kennslu þar haust- ið 1975. Nemendur Fjöldi innritaðra nemenda í námsbrautinni eru 85 og skiptist í 4 árganga. Þetta er fyrsti veturinn, sem allir fjórir bekkirnir starfa og ef allt gengur að óskum mun háskólinn brautskrá sína fyrstu hjúkrunarfræðinga með BS gráðu vorið 1977, 14 að tölu. Húsnæði Fyrsta ár námsbrautarinnar (1973-1974) starfaði hún í húsnæði í Grensásdeild Borgarspítalans. Annað starfs- áirð var tekin á leigu kennslustofa og ein lestrarstofa hjá Rauða Krossi íslands í Skipholti 21. Haustið 1975 var tekið á leigu kennsluhúsnæði að Suðurlandsbraut 18. Það eru tvær kennslustofur, tvær kennarastofur og nokkur lesaðstaða fyrir nemendur. Þar er aðalaðsetur námsbrautarinnar. Verknámsaðstöðu hafa nemendur í Nýja hjúkrunarskólanum, sem er á sömu hæð að Suð- urlandsbraut 18, og ein kennslustofa var tekin á leigu í vetur í Hjúkrunarskóla Islands. Erlendir sérfræðingar A vegum menntamálaráðuneytisins og síðar einnig námshrautarinnar hafa eflirtaldir sérfræðingar í lijúkr- unarmálum dvalist hér um lengri eða skemmri tíma: 1. Maria P. Tito de Moraes, framkv.stjóri hjá Alþjóða- heilbrigðisstofnuninni í Kaupmannahöfn, árið 1970, sem kom hingað að beiðni landlæknis til ráðgjafar venga skorts á hjúkrunarkennurum. 2. Dr. Vera Maillart, fulltrúi hjá Alþjóðaheilbrigðis- stofnuninni í Kaupmannahöfn, árið 1972, til ráð- gjafar um nám í hjúkrunarfræði í háskóla. 3. Dorothy C. Hall, framkvæmdastjóri hjúkrunarmála- deildar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Kaup- mannahöfn, árin 1973, 1974, 1975, til ráðgjafar um skipulagningu og starfsrækslu námsbrautar í hjúkr- unarfræði við Háskóla Islands. 4. Artna T. Houard, prófessor við The University of Boston í Bandaríkjunum, árið 1974, til skipulagn- ingar á námsskrá, einkum hjúkrunargreinum. 5. Heather F. Clarke, prófessor við The University of Columbia í Vancouver í Canada, sem dvaldi hér um 6 vikna skeið árið 1975 og sá um námskeið fyrir hjúkrunarkennara námsbrautarinnar. Hún kom aft- ur vorið 1976, kenndi fyrst heilsuvernd við náms- brautina, nemendum á þriðja ári og síðan hjúkrun- arkennurum ýmsar nýjar kennsluaðferðir varðandi kliniska kennslu á heilbrigðisstofnunum. 6. Margaret Hooton, prófessor við McGill University, Montreal, Canada, er væntanleg til ráðgjafar og kennslu í stjórnunarfræði, í nóvemberlok og aftur snemma á árinu 1977. Reglugerð Forseti íslands féllst hinn 21. september 1976 á tillögu menntamálaráðherra um að staðfesta nokkrar breyting- ar á reglugerð nr. 76 17. júní 1958 fyrir Háskóla ís- lands. Þá tók gildi eftirfarandi reglugerð fyrir náms- braut í hjúkrunarfræðum: Námsbraut í lijúkrunarfrœðum 93. gr. Kennsla og rannsóknir í hjúkrunarfræðum fara fram í námsbraut í tengslum við læknadeild Háskóla Islands. 94. gr. Stjórn námsbrautarinnar er í höndum námsbrautar- stjórnar. I henni sitja námsbrautarstjóri, fastráðnir TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 145

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.