Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Side 19
* fræðslumál
Hrafn Óli Sigurðsson, hjúkrunarfræðingur:
Hugleiðingar um fram-
haldsnám hjúkrunar-
fræðinga á Islandi
Kceru stéttarfélagar!
Það, sem rekur mig tii að skrifa
hugleiðingar mínar á blað hér í
New York fylki, eru nokkrar grein-
ar úr Morgunblaðinu sem rak á
fjörur mínar fyrir sl. jól. Algjör til-
viljun var að ég fékk þessi blöð og
ekki hefði ég viljað missa af þeim. í
blaði frá 27. nóvember rakst ég á
grein eftir Svanfríði Jónsdóttur þar
sem hún spyr um stefnuna í mennt-
un hjúkrunarfræðinga á íslandi.
Hún virðist álíta að allir lijúkrunar-
fræðingar frá Hjúkrunarskóla Is-
lands ættu nú að taka BS próf í
hjúkrun, með ærnum tilkostnaði,
og að ekkert sérnám verði lengur á
boðstólum. Hvernig getur það
verið að hjúkrunarfræðingur heima
á Islandi fylgist ekki betur en þetta
með jafn mikilvægu máli og mennt-
unarmálum stéttarinnar? Ég átti
ekki orð í eigu minni. Ef svona
grein á rétt á sér á hún fyrst og
fremst heima í fagtímaritum stétt-
arinnar. Raunar er það skoðun mín
að Svanfríður hefði einfaldlega átt
að ræða við formann Hjúkrunarfé-
lagsins, sem eflaust hefði strax leið-
rétt misskilning hennar.
Svo kom jólasending, og viti
menn, enn einn Mogginn var þar
utan um pakkana. Ég slétti úr
krumpuðu blaðinu, sem var frá 11.
desember (alltaf er nú gaman að fá
fréttir að heiman og maður lætur
blöðin ekki hugsunarlaust í ruslið
þótt þau séu krumpuð) og jú, þarna
voru einar þrjár geinar, hvorki
meira né minna, sem ég varð að
lesa strax. Það voru greinar eftir
Sigþrúði Ingimundardóttur og
Herdísi Sveinsdóttur sem upplýstu
lesendur Morgunblaðsins ágætlega
um stefnu og stefnumörkun í
menntunarmálum hjúkrunarfræð-
inga. Ég sá svo sem að það gæti
hafa þurft að svara Svanfríði á þess-
um vettvangi fyrst hún krafðist
svara en að hafa þessa umræðu yfir-
leitt í dagblaði finnst mér óstéttvísi.
Enda var í sama blaði grein eftir
Guðjón Tómasson þar sem liann
velti fyrir sér hvort þýðingarvilla á
orðunum „college" og „university“
Hagnýt gildi í kennslu
Williams hefur tekið saman 10 atriði sem hafa hagnýtt gildi í
kennslu:
1. Nemandinn verður að finna hjá sér hvöt til náms.
2. Námsaðstæður ættu að taka tillit til mismunar á einstaklingum
hvað varðar námsgetu og námsstfl.
3. Nýtt nám ætti að taka tillit til núverandi þekkingar og viðhorfa
nemandans.
4. ítreka ætti og styrkja námsefnið.
5. Námsaðstæðurnar ættu að gefa færi á æfingu.
6. Nemandinn ætti að vera virkur þátttakandi og reyna að beita
nýjungum fremur en að vera bara áheyrandi.
7. Námsefninu ætti að skipta í viðráðanlegar einingar og setja það
fram skipulega á hæfilegum hraða.
8. Það ætti að þjálfa eða leiðbeina hvað varðar þróun hins nýja
atferlis.
9. Námsefnið ætti að vera unnt að yfirfæra frá námsaðstæðunum til
veruleikans.
10. Framsetning námsefnis ætti að leggja áherslu á einkenni þess
sem læra á og á eins skiljanlegan hátt fyrir nemandann og mögulegt er.
Mackie, K.: The Application of Learning Theory to Adult
Teaching. Adults: Psychological and Educational Perspectives,
Department of Adult Education, University of Nottingham 1981.
HJÚKRUN ‘/„-67. árgangur 19