Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Side 22

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Side 22
Anna Stefánsdóttir hjúkrunarframkvæmdasti Frammistöðumat: Mikilvægur þáttur í starfsmannaþjónustu Rekstur heilbrigðisstofnana stendur og fellttr með því að þœr hafi á að skipa hœfu og vel menntuðu starfs- fólki. Að öðrum kosti hafa þœrekki möguleika á að ná markmiðum sín- um né standa undir þeim skyldum sem þjóðfélagið leggur þeim á herð- ar. Því er óhœtt að fullyrða að starfsmennirnir séu akkeri hverrar heilbrigðisstofnunar. Stjórnun má- lefna starfsmanna er veigamikill þáttur í rekstri hverrar stofnunar þar sem framlag starfsmanna hefur svo mikið vægi sem raun ver vitni innan heilbrigðisstofnana. Við slík- ar aðstœður er mikilvœgt að koma til móts við þarfir starfsmanna með markmið stofnunarinnar að leiðar- Ijósi. Fullyrt hefur verið að frammi- stöðumat auki möguleika á að greina þarfir starfsmanna, aðstoða og leiðbeina þeim til bættrar frammistöðu og auka skilning þeirra á markmiðum stofnunarinn- ar.(l) Frammistöðumat ætti því að vera stór þáttur í starfsmannaþjónustu. Fammistöðumat á rætur að rekja til iðnaðar og verslunar en hefur verið notað í heilbrigðisþjónust- unni, bæði í Bretlandi og Banda- ríkjunum, til margra ára. í Bret- landi hófst noktun þess í hjúkrun árið 1974 (2) og hefur það síðan verið í stöðugri þróun. Randell og fl.(3) hafa skilgreint frammistöðumatið sem hverja þá aðferð; „... sem hjálpar við að safna, skoða, miðla og nota upplýsingar, sem fengnar eru frá og um fólk í vinnu í því augnamiði að bæta frammistöðu eða færni þess við vinnuna.“ í þessari grein verður fjallað um frammistöðumatið almennt, helstu aðferðir við frammistöðumat og lít- illega gerð grein fyrir nokkrum rannsóknum sem talið er að hafi haft áhrif á þróun þess. Tilgangur og markmið Frammistöðumati hefur verið beitt hjá fyrirtækjum víða um heim í áratugi með misjöfnum árangri. Tilgangurinn er margvíslegur en ætti að taka mið af aðalmarkmiðum hverrar stofnunar þar sem frammi- stöðumatið er í notkun. í umfjöllun bandaríska sál- fræðingsins Douglas McGregor(5) um frammistöðumat frá árinu 1957 er megintilgangi þess lýst á eftirfar- andi hátt; 1. Að veita stofnuninni formlegt mat á hœfni starfsmanna, sem síðan má nota sem rök fyrir launahækk- unum, stöðuhækkunum, flutningi milli deilda og brottvikningu úr starfi. 2. Aðferð til að segja starfsmanni hvernig frammistaða hans sé og benda honum á hverju hann þurfi að breyta varðandi hegðun sína, þekkingu, viðhorf eða færni til við- komandi starfs. 3. Aðferð til að veita starfsmanni stuðning og leiðsögn varðandi það starf sem hann gegnir hverju sinni. McGregor taldi að mörg fyrir- tæki ætluðu frammistöðumatinu of stórt hlutverk. Rannsóknir hefðu sýnt að yfirmenn gætu ekki bæði setið í dómarasætinu og metið starfsmenn tii stöðu- eða launa- hækkana og jafnframt verið ráðgef- endur eða stuðningsaðilar varðandi vandamál sem upp koma hjá starfs- mönnum og hafa áhrif á starfið. óri: Undir þetta sjónarmið tekur Maier(6) í umfjöllun sinni um frammistöðumat. Hann leggur áherslu á að fyrirtæki beri að varast að nota frammistöðumatið allt í senn til að ræða og rökstyðja launa- hækkanir, til að meta hæfileika starfsmanna til að ná frama innan fyrirtækisins og til að skoða framm- istöðu í núverandi starfi. Maier tel- ur að hver einstakur þáttur sé það veigamikill í sjálfu sér að ekki sé mögulegt að taka mið af sömu fors- endum varðandi þá alla. McGregor(5) benti á að frammi- stöðumatið kæmi fyrirtækjum að bestum notum ef markmiðið væri að bæta frammistöðu starfsmanna. Það væri best gert með því að hjálpa starfsmönnum að setja sér framtíðarmarkmið og meta síðan í hversu miklum mæli þeim mark- miðum væri náð. Nýrri heimildir sýna að framrni- stöðumatið er í æ ríkara mæli notað til að bæta frammistöðu starfs- manna í því starfi sem þeir gegna hverju sinni. Ennfremur er meiri áhersla lögð á að gefa starfsmönn- um tækifæri til að þroskast í starfi, þróa þekkingu sína og þar með auka færni sína. I rannsókn, sem gerð var í Bret- landi árið 1986 (7) og náði til frammistöðumats í 306 fyrirtækj- um, kemur í ljós að frammistöðu- matið er fyrst og fremst notað til að; * stuðla að bættri frammistöðu í núverandi starfi * setja og meta markmið vegna núverandi starfs * meta þarfir fyrir endur-og sí- menntun Flest fyrirtækin í þessari rann- sókn notuðu frammistöðumatið í 22 HJÚKRUN Í4i—67. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.