Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Síða 31

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Síða 31
* fræðslumál fyrir hjúkrunarfræðinga „Diploma of Advanced Nursing Studies“ og var það sambærilegt B.S. prófi í hjúkrunarfræði. Annað próf tók ég fyrir M.S. (Master of Science) gráðu og var það nám framhaldsnám. Fyrra prófi, þurfti að ljúka með a.m.k. B plús ein- kunn, sem samsvaraði góðum ár- angri í B.S. prófi til að mega halda áfram námi til M.S. prófs. Ekki var leyfilegt að endurtaka próf fyrri hluta náms míns. Fyrra námskeiðið var sérstaklega skipulagt fyrir hjúkrunarfræðinga, sem ekki höfðu áður stundað háskólanám í hjúkrunarfræði en höfðu með starfi sínu og öðru námi sýnt fram á hæfi- leika til að stunda slíkt nám. Námið var að einhverju leyti eins og fyrir nemendur í grunnnámi til B.S. prófs og að öðru leyti sérstaklega skipulagt fyrir þennan hóp. Upp- haflega var byrjað á þessu námi ár- ið 1974 og hefur því nýlega verið hætt. Hvernig datt þér í hug að leggja land undir fót og fara í framhalds- nám erlendis? Mér datt aldrei sjálfri í hug að fara í framhaldsnám erlendis fyrr en tækifærið svo að segja kom upp í hendurnar á mér. Mér bauðst að fara til Bretlands í háskólanám í hjúkrunarfræði eftir að ég hafði starfað um eins árs skeið sem stundakennari við námsbraut í hjúkrunarfræði við H.I. I þá daga var leitað að hjúkrunarfræðingum, sem vildu fara í slíkt nám fyrst og fremst til að þjóna að náminu loknu nýstofnaðri námsbraut í hjúkrunar- fræði, sem hafði engan háskóla- menntaðan hjúkrunarfræðing til að kenna hjúkrunargreinar fyrstu árin og þurfti því að útvega erlenda gestaprófessora í kennslu. Var þetta erfið ákvörðun? Þetta var spennandi tækifæri til að þróa sig í hjúkrun, sem ég vildi stunda sem ævistarf. Við það bætt- ist sterk trú mín á að nýtilkomið háskólanám í hjúkrunarfræði við H.í. yrði framtíðarmenntun hjúkr- unarfræðinga. Trúnni á gildi þessa náms fylgdi sú ábyrgð að leggja sitt af mörkum við þróun menntamála hjúkrunarfræðinga. Til að geta gert það varð ég að fara í háskólanám þar sem ég hafði ekki nægilega und- irstöðuþekkingu til að kenna og þróa hjúkrunarfræði á háskólastigi vegna hefðbundinnar hjúkrunar-, ljósmæðra- og hjúkrunarkennara- menntunar. Mig skorti meiri undir- stöðuþekkingu í raun- og hugvís- indum og einnig hæfileika til að þróa hjúkrunarfræði á grundvelli slíkrar þekkingar. Allt ofangreint vó þyngra en persónulegu erfið- leikarnir sem mæta manni þegar farnar eru nýjar leiðir í lífinu. Erf- iðleikarnir voru ekki litlir, þar sem ég var nýflutt til íslands, nýgift og nýbúin að taka fyrstu skrefin á framandi tungumáli, sem íslenska er, þegar ég ákvað að flytja á ný erlendis. Auk þess hafði ég miklar áhyggjur af námsbraut í hjúkrunar- fræði, sem þurfti að komast í gegn- um fjölmargra byrjunarörðugleika fyrstu árin en var þó í traustum höndum stjórnenda og hafði mjög efnilega nemendur. Hvernig stóð á því að þessi skóli varð fyrir valinu? Háskólinn í Manchester varð fyrir valinu þar sem Alþjóðaheii- brigðistofnunin veitti styrki til náms við þann skóla fyrir hjúkrun- arfræðinga er ekki höfðu lokið há- skólanámi áður. Skólinn bauð upp á aðfaranám til framhaldsnáms sem tók eitt almanaksár og leiddi til gráðu er kallast „Diploma of Ad- vanced Nursing Studies“. Þessi námsleið tengist að miklu leyti námi til B.S. gráðu, þar sem við lásum sömu vísindagreinar og nem- ar í grunnnámi. Nokkur námskeið í hjúkrunarfræði voru sérskipulögð fyrir Diploma nema. Námsárangur réði því hvort nemendur héldu síð- an áfram námi til Mastersgráðu. Mér skilst að aðfaranámið hafi verið lagt niður nýlega enda hefur framboðið á sérskipuiögðu B.S. námi fyrir hjúkrunarfræðinga auk- ist mikið við breska háskóla og tækniháskóla (Polytechnics) á sl. áratug. Mastersgráðu mátti öðlast eftir tveimur leiðum: 1. Skipulagt nám, er tekur almanaksár. Nem- endur vinna að lokaverkefni í 3-4 mánuði. 2. Sjálfstætt nám, sem get- ur tekið 2 ár eða meira og nemend- ur vinna að rannsókn eingöngu. Þeir velja sjálfir námsgreinina, sem hentar þeirra verkefni, og vinna jafnframt með námi. Gráðan getur verið M.Phil eða M.Sc. Ég valdi fyrri leiðina sem hentaði mínum þörfum betur vegna væntanlegs framtíðarstarfs sem kennari við námsbraut í hjúkrunarfræði. Hvernig tók fjölskyldan þessari ákvörðun? I mínu tilviki var eingöngu um eiginmann að ræða sem studdi mig heilshugar í þeirri ákvörðun að stunda námið erlendis þó að það væri erfitt fyrir hann, þar sem hann varð eftir á íslandi. Það kom í ljós seinna að viturlegt var að vera ein úti og þurfa ekki að bera ábyrgð á heimili þar sem námið var meira en fullt starf og ég gat helgað mig því heil og óskipt. Að ákvörðun tekinni, hvernig fór undirbúningur fram? Undirbúningur var fólginn í því að útvega vottorð um enskukunn- áttu og að sækja um ensk hjúkrun- arleyfi. Einnig þurfti ég að útvega mér húsnæði. Fjárhagsleg afkoma þurfti að vera tryggð en stærsti út- gjaldaliðurinn var skólagjöldin sem HJÚKRUN ‘/9l—67. árgangur 31

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.