Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 33
Sæunn Kjartansdóttir hjúkrunarfræðingur:
SÁLGREINING
Sálgreining á rætur sínar að
rekja til upphafs þessarar aldar en
hefur síðan verið í stöðugri mótun.
Þegar Arbours Association var
stofnað fyrir rúmum 20 árum þótti
það nokkur nýlunda, ef ekki hrein
fírra, að beita aðferðum hennar við
sturlaða (psychotiska) sjúklinga,
þ.e.a.s. að hlusta á og leita merk-
ingar í tómu rugli. En hvort sem
vandamálið er sturlun eða kvíði þá
er viðfangsefni sálgreiningar hið
sama; að skapa aöstæður þar sem
sjúklingurinn getur, í nánum
tengslum við aðra manneskju, öðl-
ast aukinn skilning og skynjun á
leyndum ferlum sálarlífsins. f þess-
ari grein er leitast við að skýra á
hvern hátt sálgreining eða meðferð,
sem byggir á kenningum hennar,
greinir sig frá annarri viðtalsmeð-
ferð og hugtökin frjáls hugtengsl og
gagnúð verða kynnt.
Óhætt er að segja að á íslandi sé
sálgreining nánast óþekkt fyrir-
bæri, ef frá eru taldir misfyndnir
brandarar þar sem sjúklingurinn
liggur á bekk og rekur raunir sínar
frá æsku en læknirinn ræður kross-
gátu eða sefur. Það er því ekki að
undra að þegar ég segi fólki hvað ég
sé að læra eru viðbrögðin oft á þá
leið að litið er á mig með vorkunn-
arsvip og síðan er mér varfærnis-
lega sagt að þetta sé löngu úrelt.
Hvort virkileg hafi gleymst að segja
mér það?
En þó að sálgreining sé litin
hornauga í sjálfum nafla alheimsins
þá fer vegur hennar vaxandi víða
annars staðar, til dæmis í Bretlandi
þar sem ég þekki best til. Svo viða-
miklu efni verða þó tæplega gerð
sómasamleg skil í greinarkorni sem
þessu, enda miðast viðleitni mín
fyrst og fremst við að vekja forvitni
og áhuga annarra hjúkrunarfræð-
inga.
Ég nota sálgreiningu sem sam-
heiti yfir tvö náskyld hugtök sem á
ensku kallast psychoanalysis og
analytical psychotherapy. Fyrra
hugtakið hefur jafnan verið þýtt
sálgreining eða sálkönnun en hið
síðara sállækningar sem mér finnst
tilgerðarlegt og villandi orð. I raun-
inni er sáralítill munur á þessu
tvennu. Byggt er á sama kenningar-
grunni, menntunin er sambærileg
og meðferðin er í aðalatriðum eins.
Hins vegar má enginn kalla sig
psychonalyst í Bretlandi nema
hann hafi numið við The Institute
of Psycho-Analysis.
Ég stunda nám við stofnun sem
heitir Arbours Association og er í
Norður-London. Stofnendur henn-
ar voru tveir bandarískir geðlækn-
ar, Morton Schatzman og Joseph
Berke, sem komu til Bretlands á
sjöunda áratugnum til að starfa
með hinum þekkta skoska geð-
lækni, R.D. Laing. Það, sem vakti
fyrir þeim, var að geta boðið „geð-
sjúklingum“ upp á annars konar
valkost en hefðbundin geðsjúkra-
hús. Þeir litu á sálarkreppur sem
tímamót í lífi manna, sem þrátt
fyrir sársauka og ringulreið gætu
leitt til vaxtar og aukins þroska, en
það veltur ekki eingöngu á þeim,
sem í erfiðleikum á, heldur einnig á
afstöðu fjölskyldu, vina og fag-
fólks. Það, sem gjarnan er greint
sem bráð sturlun ( acute psychos-
is), getur til dæmis verið viðbrögð
við aðskilnaði frá einhverjum ná-
komnum eða væntingum fjölskyldu
þó að það liggi ekki í augum uppi. I
staðinn fyrir að greina slíkt ástand
sem sjúkdóm og beina meðferðinni
eingöngu að því að lækna einkenni
hans er reynt að skyggnast inn í
hugarheim sjúklingsins og skilja
hvað hann er að leitast við að tjá.
Markmið sálgreiningar er ekki
bundið við að stöðva eða koma í
veg fyrir undarlega og truflandi
skynjun og hegðun heldur að veita
sjúklingnum stuðning og hjálpa
lionum að finna merkingu í ástandi
sem virðist vera óskiljanlegt, brjál-
æðislegt og jafnvel hættulegt.
Á þessu ári hélt Arbours Associ-
ation upp á 20 ára afmæli sitt og
hefur stofnunin nú innan sinna vé-
banda 3 meðferðarheimili, þar sem
fólk getur dvalið í nokkur ár, auk
bráðaþjónustu (Crisis Centre). Þar
er fólk á meðan það þarf á miklum
stuðningi að halda og getur dvalið
þar frá nokkrum vikum upp í eitt
ár. Nám við Arbours Association
er margþætt og tekur um fimm ár.
Nemendur verða að dvelja í eitt ár á
einu heimilanna, (6 mánuði ef þeir
búa þar) og 6 mánuði í Crisis
Centre. Þá þurfa nemendur sjálfir
að fara í sálgreiningu að minnsta
kosti þrisvar í viku allan námstím-
ann, auk þess sem þeir njóta hand-
leiðslu kennara. Á fjórða ári fá þeir
sjúkling til meðferðar undir hand-
leiðslu kennara. Bókleg kennsla fer
aðallega fram á kvöldin, jafnan
þrisvar í viku. Meðal námskeiða
má nefna námskeið er varða helstu
kenningastrauma innan sálgrein-
ingar þroska barna og unglinga,
kynferði, drauma og merkingu
þeirra, hópefli, gagnúð ( transfer-
ence og countertransference) og
sállíkamleg vandamál.
Eins og flestir vita á sálgreining
rætur að rekja til Sigmund Freud.
Raunar er nafn hans svo tengt
henni að það gleymist stundum að
hann hafi getið sér góðs orðstírs á
nokkrum öðrum sviðum læknis-
fræðinnar áður en hann sneri sér að
sálgreiningu, þá kominn á fertugs-
aldur. Honum fannst margt benda
til að náið samband væri milli hugar
og líkama og fór að beita dáleiðslu í
HJÚKRUN ‘/„-67. árgangur 33