Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 35
eldri hins fullorðna. En í staðinn
fyrir að rifja upp atvik liðins tíma
endurupplifir sjúklingurinn í með-
ferðinni tilfinningar eða líðan frá
mótunarskeiði sínu. Þess vegna er
athyglinni beint að hinu sérstaka
sambandi, sem myndast milli sjúkl-
ings og sálgreinis, sem á íslensku
hefur verið kallað yfirfœrsla eða
gagnúð (transference).
Eins og með margt annað tengt
sálgreiningu þá var Freud fyrstur til
að greina gagnúð og gildi hennar í
meðferð. Samstarfsmaður hans,
Breuer, hafði til meðferðar frú
Önnu O. Umræddum Breuer til
mikillar hrellingar gerðist konan
afar ástleitin með þeim afleiðingum
að hann rauf meðferðina, fór með
eiginkonuna í aðra brúðkaupserð
og sneri baki við sálgreiningu. í
framhaldi af þessu tók Freud eftir
því að sjúklingar hans áttu það til
að eigna honum ýmsa eiginleika
sem voru honum að öllu leyti fram-
andi og að sama skapi báru þeir
tilfinningar til hans sem hann þótt-
ist viss um að hann hefði ekki gefið
tilefni til. Hann áleit þetta fyrst
vera til trafala en í dag er þetta eitt
helsta tæki sálgreiningar.
Til þess að útskýra hugtakið
gagnúð getum við hugsað um hvað
gerist þegar við kynnumst nýju
fólki. Meðvitað eða ómeðvitað
höfum við væntingar og hugmynd-
ir, mótaðar af fyrri reynslu okkar,
sem við vörpum yfir á viðkomandi.
Við nánari kynni víkja fyrri hug-
myndir oft fyrir öðrum áþreifan-
legri, en samt sem áður er skynjun
okkar lituð af eigin hugarheimi.
Þessi ferli, sem eru hluti af daglegu
lífi okkar, öðlast sérstaka merkingu
í sálgreiningu. í meðferð hneigist
sjúklingurinn til að líta á sálgrein-
inn sem sérfræðing eða þann sem
valdið hefur. Hann er því líklegur
til að eigna sálgreininum ákveðna
eiginleika þeirra, sem hann hefur
haft svipuð samskipti við áður, og í
flestum tilvikum er áhrifamesta
fullorðna fólkið frá fyrri tíð foreldr-
arnir. Af þessum sökum er svo
sálgreining
nauðsynlegt að sálgreinirinn gefi
eins litlar upplýsingar um sjálfan sig
og unnt er. Hann leiðréttir ekki
misskilning eða ranghugmyndir,
sem sjúklingurinn kann að hafa um
hann, heldur stuðlar að umræðu og
könnun sem annars væri útilokuð.
Með því að skilja og túlka tilfinn-
ingar og hugmyndir, sem sjúkling-
urinn hefur til sálgreinisins er hon-
um hjálpað að skilja ferli sem ekki
aðeins eru virk í samskiptum þeirra
heldur einnig í samskiptum við
annað fólk.
En hvaða gagn er að meðferð þar
sem sá, sem annast meðferðina,
gefur engin ráð? Er fólk ekki að
leita að fagmanni sem getur sagt því
hvað sé að og hvað sé tii bóta?
Munur á sálgreiningu og annars
konar meðferð felst fyrst og fremst
í þeirri áherslu, sem lögð er á áhrif
undirmeðvitundarinnar, og þeirri
viðleitni að gera hið ómeðvitaða
meðvitað. Þetta krefst öðruvísi af-
stöðu en almennt tíðkast - sjúkling-
urinn er ekki „veikur“ og enn síður
er sálgreinirinn sérfræðingur í að
„lækna“ sjúklinginn - heldur er
þungamiðjan það samband, sem
þeir mynda, og breytingar á því.
Sálgreining er oft gagnrýnd fyrir
að vera óvísindaleg; það sé ekki
hægt að mæla gagnsemi hennar,
sanna tilvist undirmeðvitundar og
jafnvel sé ekki hægt að tengja bata
sjúklings ágæti meðferðarinnar
með vissu. Einn hatrammasti and-
stæðingur sálgreiningar, sál-
fræðingurinn Hans Eysenck, sagði í
blaðaviðtali (The Sunday Corres-
pondent, 11. mars 1990) að „sú stað-
reynd að móðir mín elskaði mig
ekki skiptir ekki máli, því að slíkt er
ekki mælanlegt. Það er mjög erfitt
að segja til um hvernig móðir hefur
áhrif á barn sitt. Ef ekki er hægt að
mæla hlutina, þá eru þeir ekki til.“
Hér mætast tvö gjörólík og ósætt-
anleg sjónarmið þar sem viðfangs-
efni sálgreiningar er einmitt hið
óáþreifanlega og ósannanlega. Mér
finnst í sjálfu sér gott og gilt að hafa
áhrif á atferli og hegðan en hversu
fullnægjandi er góð frammistaða ef
undir sléttu og felldu yfirborði ólga
ómælanleg - en að margra mati
raunveruleg - fyrirbæri, eins og
kvíði, tómleikatilfinning, hræðsla
eða reiði? Fólk velur sér margar og
misjafnar leiðir til að halda slíkum
tilfinningum í skefjum eða til að
verða þeirra alls ekki vart og flestir
vita hversu erfið og krefjandi sú
viðleitni getur verið. Hið nána og
einstæða samband, sem myndast
milli tveggja einstaklinga sem tak-
ast á við sálgreiningu, gefur sjúkl-
ingnum fágætt tækifæri til að skilja
sjálfan sig, ekki eingöngu vits-
munalega heldur einnig tilfinninga-
lega. Þetta er, eins og fyrr sagði
seinlegt og oft á tíðum sársaukafullt
en sjálfsþekkingin, sem af leiðir,
getur gert menn færari í að ráða
eigin lífi farsællega.
Fyrir þá, sem hafa áhuga á að
kynna sér sálgreiningu nánar, fylgir
hér listi yfir aðgengilegar bækur
sem nálgast efnið frá ýmsum sjón-
arhornum:
Brown/Pedder Introduction to psychot-
herapy (London and New York, Tavistock
Publications).
Casement, P. On learning from the pat-
ient ( London and New York, Tavistock Pu-
blications).
Freud S. New introductory lectures on
psychoanalysis. The Pelican Freud Library
Vol 2 ( London, Penguin Books).
Freud, S. „The question of lay analysis,"
Historical and expository works on
psychoanalysis. The Pelican Freud Library
Vol 15 ( London, Penguin Books, Volume
15)
Herman, N. My Kleinian home (London,
Free Association Books).
Jones, E. The life and work of Sigmund
Freud (London, Penguin Pooks).
Laing, R.D. The divided self (London,
Penguin Books).
McDougall, J. Theatres of the mind.
(London, Free Association Books).
Miller, A. The drama of being a child
(London, Virago Press).
Storr, A. The art of psychotherapy (Lon-
don, Heinemann Medical Books).
Symington, N. The analytic experience
(London, Free Association Books).
Upplýsingabæklingar um nám í sálgrein-
ingu viö Arbours Association eru fyrirliggj-
andi á skrifstofu HFI.
HJÚKRUN ‘/„-67. árgangur 35