Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Síða 40

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Síða 40
* fréttir Stjórn og varastjórn Hlífar. Frá vinstrí: Anna J. Helgadóttir, María Ásgeirsdóttir, Dagbjört Pórðardóttir, Ásdís Einarsdóttir, Sigurlín Gunnarsdóttir, Jónína Bjarnadóttir, Jóhanna Björnsdóttir og Árnína Guðmundsdóttir. Ljósm. L.Ó. Deild lífeyrisþega innan Hjúkrunarfélags Islands 10 ára A síðast liðnu ári, nánar til- tekið 20. október 1990, voru 10 ár síðan deild lífeyrisþega innan HFÍvar stofnuð. Stofn- endur voru alls 43 félagar og er mér tjáð að dagurinn hafi verið bjartur og fagur og sól hafi verið í sinni fundar- manna. Aðdragandinn að stofnun deild- arinnar er í stuttu máli á þessa leið: Á þingi BSRB í byrjun árs 1980 var samþykkt að leggja til að stofnuð væru samtök eftirlaunafólks. í sam- ræmi við þessa samþykkt þingsins var skipuð nefnd til undirbúnings landssambands lífeyrisþegadeilda sem starfa innan bandalagsins. Nefndin hafði síðan samband við stjórn HFÍ þar sem hún gerði grein fyrir verkefni sínu og bað um upp- lýsingar um fjölda lífeyrisþega inn- an HFÍ og áttu þessar upplýsingar að berast BSRB fyrir 10. apríl 1980. Á stjórnarfundi HFÍ Jrann 17. mars var samþykkt að skrifa bréf til allra lífeyrisþega innan félagsins og kynna þessi mál. Einnig var sam- þykkt að hafa samband við 5 hjúkr- unarfræðinga í því skyni að vera tengiliðir milli stjórnarinnar og líf- eyrisþega innan félagsins. Stjórn HFÍ boðaði fund með lífeyrisþeg- um innan félagsins þann 8. maí í skrifstofu félagsins þar sem þessi mál voru kynnt og rædd. Gestur fundarins var Guðjón B. Baldvins- son. Stofnfundur var síðan haldinn 20. október 1980. Eins og áður er sagt mættu 43 félagar. Á þeim fundi var deildinni gefið nafn og hlaut hún nafnið Hlíf. Sam- þykkt var að rétt til aðildar ættu þeir félagsmenn sem eru sjóðfélag- ar í Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna og orðnir eru elli-, örorku- eða makalífeyrisþegar. Jafnframt þeir félagar í HFl , sem náð hafa 60 ára aldri, þótt þeir séu ekki lífeyrisþeg- ar í Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna. Fyrsta stjórnin var skipuð eftir- farandi félögum: Sigríður Bjarnadóttir var kosin formaður og með henni í stjórn: Guðrún Soffía Gísladóttir, Ragnhildur Jóhannsdóttir, 40 HJÚKRUN —67. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.