Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Síða 46

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Síða 46
* fréttir Frá vinstri Ása St. Atladóttir, Sigþrúdur Ingimundardóttir, Rannveig Sigurbjörnsdóttir. Ljósm. Ingibjörg Árnadóttir. Mannaskipti í ritstjórn í lok ársins 1990 urðu breytingar á ritstjórn HJÚKRUNAR. Ása St. Atladóttir og Rannveig Sigur- björnsdóttir gengu úr ritstjórn að eigin ósk. Þær hafa lagt tímaritinu lið í fjölmörg ár. Ása átti sæti í rit- stjórn frá árinu 1984 og Rannveig frá árinu 1985. Ritstjórn er bakhjarl ritstjóra. Þessir tveir fulltrúar sýndu það með störfum sínum og er okkur eftirsjá í þeim og þökkum þeim samstarfið. Þær Ása og Rannveig voru kvaddar á fundi með ritstjórn og fyrrverandi ritstjóra Hjúkrunar, Ingibjörgu Árnadóttur. Ritstjórn skipa nú: Hjördís Guðbjörnsdóttir, Sigríður Skúladóttir og Þóra Björnsdóttir. Varamaður er Ása St. Atladóttir. Ritstjórar bjóða þær velkomnar til starfa. 5.5. HJÚKRUNARFRÆÐI HJÚKRUN MED FOLKI - FYRIR FÖLK Samstarfshópur um hjúkrunarmál Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Laugavegi 116, 150 Rcykjavik. Myndband um hjúkrun- armál Til sölu eru myndbönd á skrif- stofu HFÍ. Samstarfshópur um hjúkrunarmál lét gera þessi mynd- bönd. Myndbandið er um hjúkrun- arfræði og er ætlaö til sýningar í heilbrigðisstofnunum og skóluni landsins. Það kostar kr. 1.500,00. Staða fræðslu- stjóra HFÍ Staða fræðslustjóra Hjúkrunar- félags íslands er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. maí. Staðan veitist frá 1. ágúst nk. Nánari upplýsingar veita fræðslustjóri og formaður félags- ins. SKJÓLGARÐUR, HÖFN HORNAFIRÐI Okkur vantar hjúkrunarfræðing til starfa hið fyrsta. Einnig vantar okkur hjúkrunarfræðinga til sumarafleysinga. I Skjólgarði er 31 hjúkrunarsjúklingur auk vistdeildar með 14 plássum. Alls eru fjórir hjúkrunarfræðingar starfandi á heimilinu. Allar nánari upplýsingar gefur Ásmundur Gíslason forstöðumaður í síma 97-81118 og Þóra Ingimarsdóttir hjúkrunarforstjóri í síma 97-81221. 46 HJÚKRUN ^91—67. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (01.04.1991)
https://timarit.is/issue/393870

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (01.04.1991)

Gongd: