Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 46

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Blaðsíða 46
* fréttir Frá vinstri Ása St. Atladóttir, Sigþrúdur Ingimundardóttir, Rannveig Sigurbjörnsdóttir. Ljósm. Ingibjörg Árnadóttir. Mannaskipti í ritstjórn í lok ársins 1990 urðu breytingar á ritstjórn HJÚKRUNAR. Ása St. Atladóttir og Rannveig Sigur- björnsdóttir gengu úr ritstjórn að eigin ósk. Þær hafa lagt tímaritinu lið í fjölmörg ár. Ása átti sæti í rit- stjórn frá árinu 1984 og Rannveig frá árinu 1985. Ritstjórn er bakhjarl ritstjóra. Þessir tveir fulltrúar sýndu það með störfum sínum og er okkur eftirsjá í þeim og þökkum þeim samstarfið. Þær Ása og Rannveig voru kvaddar á fundi með ritstjórn og fyrrverandi ritstjóra Hjúkrunar, Ingibjörgu Árnadóttur. Ritstjórn skipa nú: Hjördís Guðbjörnsdóttir, Sigríður Skúladóttir og Þóra Björnsdóttir. Varamaður er Ása St. Atladóttir. Ritstjórar bjóða þær velkomnar til starfa. 5.5. HJÚKRUNARFRÆÐI HJÚKRUN MED FOLKI - FYRIR FÖLK Samstarfshópur um hjúkrunarmál Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Laugavegi 116, 150 Rcykjavik. Myndband um hjúkrun- armál Til sölu eru myndbönd á skrif- stofu HFÍ. Samstarfshópur um hjúkrunarmál lét gera þessi mynd- bönd. Myndbandið er um hjúkrun- arfræði og er ætlaö til sýningar í heilbrigðisstofnunum og skóluni landsins. Það kostar kr. 1.500,00. Staða fræðslu- stjóra HFÍ Staða fræðslustjóra Hjúkrunar- félags íslands er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. maí. Staðan veitist frá 1. ágúst nk. Nánari upplýsingar veita fræðslustjóri og formaður félags- ins. SKJÓLGARÐUR, HÖFN HORNAFIRÐI Okkur vantar hjúkrunarfræðing til starfa hið fyrsta. Einnig vantar okkur hjúkrunarfræðinga til sumarafleysinga. I Skjólgarði er 31 hjúkrunarsjúklingur auk vistdeildar með 14 plássum. Alls eru fjórir hjúkrunarfræðingar starfandi á heimilinu. Allar nánari upplýsingar gefur Ásmundur Gíslason forstöðumaður í síma 97-81118 og Þóra Ingimarsdóttir hjúkrunarforstjóri í síma 97-81221. 46 HJÚKRUN ^91—67. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.04.1991)
https://timarit.is/issue/393870

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.04.1991)

Aðgerðir: