Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Side 10
sem sýndu raunhita í hlust, í stað þess að láta þá
uppreikna hitann sjálíkrafa, því viðmiðunargildið
sem bætt væri við væri mismunandi eftir tegundum
og rannsóknum sem hggja grundvallar ( Erickson og
Meyer, 1994; Erickson og Woo, 1994; llenker og
Coyne, 1995). Finna þyrfti út hve miklu þyrfti að
bæta við hita mældan í eyrnagöngum miðað við
kjarnahita. Hjúkrunarfræðingar og læknar gætu
sjálfir bætt við því gildi sein vantaði upp á, slíkt
myndi koma í veg fyrir mistúlkun (Erickson og
Meyer, 1994; Erickson og Woo, 1994; Henker og
Coyne, 1995).
Lokaorð
Af ofnagreindu má ljóst vera að hitamælingar í hlust
eru ekki nógu áreiðanlegar til að byggja á sjúkdóms-
greiningu og meðferð, sérstaklega hjá börnum. Enn
virðist töluvert langt í land til að svo geti orðið. Ilins
vegar sýna allar þessar rannsóknir að ágæt línuleg
samsvörun er milli hitamælinga í hlust og kjarnahita,
og hita mældum annars staðar í líkamanum (White,
Baird og Anderson, 1994). Það sem dregur úr trú-
verðugleika mælinga í hlust er m.a. að það eru marg-
ar og mismunandi stillingar á milli einstakra tegunda
mæla sem gera samanhurð við kjarnahita erfiðan og
misvísandi. Best væri að framleiðendur samhæfðu sig
og stilltu mælana á sama hátt.
í*að verður að teljast óraunhæft að sama stærð sé
á nemum fyrir hörn og fullorðna vegna stærðar hlust-
arinnar. Augljósir kostir eyrnamælinga er að þær
íljótlegar, þægilegar, hreinlegar og óþæginda- og
vandræðalausar en krefjast nákvæmni í framkvæmd.
Rétt er að árétta að ekki er sama hvort hiti mældur á
hljóðhimnu eða í hlust. Þeir hitamælar sem eru í
notkun, mæla ekki hitaútgeislun heint frá hljóð-
himnu heldur hitaútgeislun bæði frá hljóðhimnu og
hlust og reikna síðan út meðaltal. Ahrifa frá um-
hverfishita gætir í blóðflæði til hlustar skv. Gray's
Anatomy. Að þessum niðurstöðum fengnum tel ég að
hitamælingum í hlust sé ekki að fullu treystandi, til
þess er allt of mikið í húfi, þ.e. öryggi sjúklinga.
Garðs Apótek
Sogavegi 108, v/Réttarholtsveg
108 Reykjavík, sími: 568-0990
Opið: alla virka daga frá kl. 09.00-19.00
Heimildaskrá
Chamberlain, J.M., Terndrup, T.E., Alexander, D.T., Silverstone, F.A.,
Wolf-Klein, G., O'Donnel, R., og Gradner, J. (1994). Determination
of Normal Ear Temperature with an Infrared Emission Detection
Thermometer. Annals of Emergency Medicine, 25 (1), 15-20.
Carmine, C.D., (1985). Gray's Anatomy. (13. útg. bls. 1319-1320)
Philadelphia: Lea and Febiger.
Doezema, D., Lunt, M., og Tandherg, D. (1995). Cerumen Occlusion
Lowers Infrared Tympanic Memhrane Temperature Measurement.
Academic Emergency Medicine, 2 (1), 17 - 19.
Emslie-Smith, D., Paterson, C.R., Scratcerd, T., og Read, N.W. (1988).
Textbook of Physiology. (11. útg. hls.510-533) Edinburgh: Churchill
Livingstone.
Erickson, R.S., og Meyer, L.T. (1994). Accuracy of Infrared Ear
Thennometry and Other Temperature Metliods in Adults. American
Journal of Critical Care, 3 (1), 40-54.
Erickson, R.S., og Woo, T.M. (1994). Critical Care in Children.
Accuracy of infrared ear thermometry and traditional temperature
metods in young children. Heart and Lung. The Journal of Critical
Care, 23 (3), 181-195.
Ganong, W.F. (1995). Review of Medical Physiology. (17. útg. hls. 227-
232) East Norwalk: Appelton and Lange.
Henker, R., og Coyne, C. (1995). Comparison of Peripheral Temperature
Measurement with Core Temperature. AACN Clinical Issues, 6 (1),
21-30.
Klein, G.D., Mitchell, C., Petrinec, A., Monroe, M.K., Oblak. M., Ross,
B., og Yongblut, J.A.M. (1993). A comparison of pulmonary artery,
rectal, and Tympanic memhrane temperature measurement in the
ICU. Heart and Lung, 22 (5), 435 - 44].
Patton, H.D., Fuchs, A.F., Hille. B.. Scher, A.M., og Steiner, R. (1989).
Textbook of Physiology. (21. útg., kafli 80) Philadelphia: W. B.
Saunders Company.
Petersen-Smith, A. Barber, N., Coody, D. K., West, M. S., og Yetman.
R. J. (1994). Comparison of aural infrared with traditional rectal
temperatures in children from hirth to age three years. The Journal
of Pediatrics, 125 (1), 83-85.
Pontious, S. L., Kennedy, A., Chung, K.L., Burroughs, T. E., Lihhy,
L.J.. og Vogel, D. W. (1994). Accuracy and Reliability of Temperature
Measurement in the Emergency Dejíartment hy Instrument and Site in
Children. Pediatric Nursing, 20 (1), 58-63.
White, N., Baird, S., og Anderson, D. A. (1994). A Comjíarison of
Tympanic Thermometer Readings to Pulmonary Artery Catheter Core
Temperature Recordings. Applied Nursing Research, 7 (4), 165 - 169.
VÁTRYGGINGAFÉLAG
ÍSLANDS HF
- þar sem tryggingar snúast umfólk
146
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997