Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Side 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Side 17
Við erum á MEDLINE Ritrýndar greinar sem ltirtast í Tímariti hjúkrunarfræðinga verða héðan í frá skráðar í International Nnrsing Index og á MEDLINE. I Jtví felst akveðin viðurkenning á ágæti ritrýndra greina. Höfundar þeirra fá J)ær metnar lil punkta sem gikla t.d. við mat á framgangi innan háskóla. Unnið hefur verið að J>ví að fá ritrýndar greinar tímaritsins skráðar í þessum heimildabönkum um tveggja ára skeið. Greinar sem þannig liirtast þurfa að uppfylla ákveðnar kröfur um frágang og efnistök sem leitast er við að fylgja af ritstjórn. Vonandi verður |iað hjúkrunarfræðingum hvatning til að skrifa fleiri greinar í lilaðið og lá J)ær ritrýndar. ÞR Apríl Hln klMln 25 ár I golfi VtMU T« Kiltllw Píltdoil.r 12. maf HUUirlll u«xl lulk • fcjan fr.mliU H m ibúð á Akoroyri Forvarnlr 09 vlðbrögð vlð ofbeldl • UUWI,.I, m*MulanMKvat. Hðplell úrongwrirlk oðferð? Ritstjómarstefna og starfsáætlun ritnefndar Stefnt er að útgáfu Tímarits hjúkrunarfræðinga 5 sinnum árið 1997. Tímaritið er málgagn allra íslenskra hjúkrunarfræðinga og í ]>ví er reynt að endurspegla úlíkar skoðanir á og viðhorf til hjúkrunar. Félag íslenskra lijúkrunarfræðinga leggur metnað sinn í að allir félagsmenn |>ess finni þar lesefni sér til gagns. fróðleiks eða ánægju. Tímaritið er vettvangur fræðilegrar og félagslegrar umræðu um hjúkrun. I faglega hluta tímaritsins eru birtar greinar um hjúkrun- arstörf. nýjar rannsóknir í hjúkrnn. viðtöl við fólk um hjúkrun og aðrar faglegar ui>plýsingar sem eiga erindi til hjúkrunarfræðinga. I félagslega hluta l>laðsins eða fréttahlutanum er greint frá kjaramál- um og ]>ví sem er að gerast hjá félaginu. Ritstjóri her áhyrgð á að efni. útgáfa og rekstur hlaðsins sé í sam- ræmi við ritstjórnarstefnu þess. Formaður félagsins her áhyrgð á félagslegu efni þess öðru en aðsendum greinum. Höfundar aðsendra greina bera áhyrgð á efni þeirra. Skoðanir sem í þeim hirtast þurfa ekki að samrýmast stefnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ritstjóri ásamt ritnefnd leggur metnað í að tímaritið sé vandað að því er varðar málfar. útlit og efni. Ahersla er lögð á að faglegar greinar standist vísindalegar kröfur. Pess vegna setur ritnefnd reglur um það hvernig höfundum ber að skila efni til hlaðsins. Ritnefnd hittist á mánaðarlegum fundum. Ritnefnd ásldlur sér rétt til að hirta greinar eða hafna þeini og til að setja greinar upp og aðlaga að útliti blaðsins. Avallt er leitað umsagnar utanaðkomandi aðila um rannsókna- og fræðigreinar. Almeimt um ritiin greina Greinahöfundar eru heðnir um að skila greinum til Tímarits hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík. Ef um rannsóknagreinar er að ræða þá tekur vinnsla þeirra lágmark þrjá mánuði eftir að (>ær berast til hlaðsins. Yfirleitt tekur skemmri tíma að ganga frá öðru efni í hlaðið. Greinar í hlaðinu eru í stórum dráttum tvenns konar. Annars vegar almennar greinar sem ritnefnd yfirfer og lagfærir í samvinnu við höfunda fyrir hirtingu. Hins vegar rannsóknagreinar sem eru rit- rýndar af völdum fræðimönnum. Miklar kröfur eru gerðar til slíkra greina um efni, innihald og frainsetningu. Málfar: Ritnefnd leggur áherslu á að málfar greina sé gott og þeir sem )>ar eiga sa^ti vilja gjarnan verða höfundum að liði við greina- skrifin. Islenska þarf erlend orð ef unnt er og skammstafanir þarf að útskýra í fyrsta skipti sem þær koma fram. Myndir og teikningar þurfa að vera nægilega skýrar til að hægt sé að prenta eftir þeim. Raimsóknagreinar Auk framangreinds gildir sérstaklega uni rannsóknagreinar: Greinum skal skilað í þríriti hverju sinni. Endanlegri gerð skal skila á tölvudisklingi. Hafið 4 sentimetra spássíu á alla vegu. Þannig verður línulengdin 13 sentimetrar á A4 en 14 sentimetrar á „US lett- er“ síðustærð. Jafnið vinstra megin en ekki liægra megin. notið tvö- falt línubil og 12 punkta Times letur. Heimildalisti takmarkast af tilvísunum í viðkomandi grein. Uppsetning greinanna skal vera samkvæmt reglum ameríska sál- fræðingafélagsins. Upplýsingar um þær er að finna í hókinni Puhb- cation Manual of the American Psychological Association. í íslenskri þýðingu í hókinni Gagnfræðakver lianda háskólanemum eftir Friðrik H. Jónsson og Sigurð J. Grétarsson og Handhók Sálfræðiritsins. Titilsíða: Þar komi frain nafn greinar og höfunda(r), starfsheiti og upplýsingar um náms- og starfsferil. Útdráttur: Utdráttur á að vera stuttur (hámark 150 orð) og þýðing hans á ensku á að fylgja. I útdrættinum á að koma fram: Tilgangur rannsóknarinnar, aðferð í grundvallaratriðum, helstu athuganir, niðurstöður og ályktanir. Fræðilegur bakgrunnur: í inngangi þessa kafla á tilgangur rann- sóknarinnar að koma skýrt fram. I fræðilegiá umfjöllun er vísað á nauðsynlegar heimildir en ekki gerð víðtæk fra*ðileg úttekt á við- fangsefninu. Athugið vel að heimildalistar og tilvísanir séu rétt og samræmd. Aðferð: Lýsið úrtaki, rannsóknaraðferð (tilraun, könnun. magn- bundin, gæðahundin o.s.frv.), mælitæki/spurningalista og tölfræði- athugunum nægilega vel til að aðrir geti endurtekið rannsóknina. Vísið í heimildir að þeim aðferðum sem beitt er ef þær eru til. Getið þess ef leyfi rannsókna- eða siðanefnda var fengið til að gera rann- sóknina. Niðurstöður: Niðurstöður eru settar skipulega fram með töflum og myndum sem í texta er vísað skýrt í. Endurtakið ekki nákvæmlega í textanum það sem töflurnar sýna heldur dragið saman aðalatriði. Stundum nægir að setja einstaka niðurstöður fram með fáum orðum í texta. Umfjollun: Hér er lögð áhersla á þau atriði í rannsókninni sem eru ný og ályktanir sem draga má af þeim. Dragið ekki saman niður- stöður úr næsta kafla á undan. Látið koma fram hvaða máli niður- stöður rannsóknarinnar skipta, takmarkanir þeirra og tengsl við aðrar rannsóknir. Skoðið niðurstöðurnar út frá tilgangi rannsóknar- innar en varist alhæfingar sem ekki eru studdar af niðurstöðum. Gefið hugmyndir að nýjum rannsóknum og tilgátum. Þakkir: Berið einungis fram J>akkir til fólks sem hefur veitt mikla aðstoð við verkefnið og að fengnu leyfi viðkomandi. Heintildir: Fylgið reglum APA eins og að ofan greinir og ]>á sérstak- lega íslensku þýðingunni í Gagnfræðakverinu og í Ilandhók Sálfræði- ritsins. Fylgið þessum reglum nákvæinlega og frá byrjun, það sparar mikla vinnu áður en yfir lýkur. Ljósrit af reglum þessuin er hægt að fá hjá Tímariti hjúkrunarfræðinga. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997 153

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.