Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Side 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Side 18
Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði var opnuð þann 7. maí í Eirbergi, Eiríksgötu 34 og var hoð- ið til fagnaðar af því tilefni. Rannsóknarstofnunin verður til húsa á annarri hæð í Eirbergi. Fyrstu stjórn stofnunarinnar skipa dr. Marga Thome, formaður, dr. Helga Jónsdóttir, varaformaður, dr. Auðna Ágústsdóttir og Ásta Thoroddsen. Sérlegur gestur við opnunarhátíðina var dr. Ivo Abraham, prófessor við University of Virginia í Bandaríkjunum og einnig við kaþólska háskólann í Leuven í Belgíu. Kristín Björnsdóttir, formaður námsbrautar í hjúkrunarfræði, hauð gesti velkomna og rakti 20 ára þróun námsbrautar í hjúkrunarfræði. Með tilkomu rannsóknarstofnunarinnar hefur verið stigið nýtt skref þar sem rannsóknarstörf í hjúkrun verða veiga- meiri en verið hefur. I erindi Mörgu Thome kom fram að megintilgang- urinn með stofnuninni sé fólginn í eflingu rannsókna kennara námsbrautarinnar og þar með að renna styrkari stoðum undir fræðimennsku í hjúkrun á Islandi. Áformað er að hefja rannsóknartengt fram- haldsnám í hjúkrunarfræði haustið 1998 og mun stofnunin gegna mikilvægu hlutverki í því sambandi. Sömuleiðis kemur í hlut stofnunarinnar að þjóna heilbrigðisstofnunum á landinu með því að skipu- leggja og framkvæma rannsóknir á hinum ýmsu svið- um hjúkrunar. Prófessor Ivo Abraham minnti í ræðu sinni á að í hjúkrun væru rannsóknir ennþá nýlunda, þar sem flest ætti eftir að uppgötva. Einnig gerði hann ljóst mikilvægi þess að rannsóknir í hjúkrun séu al- þjóðlegar. Hann er belgískur ríkisborgari, sem hefur reynslu í hjúkrunarrannsóknum bæði í heimalandi sínu og í Bandaríkjunum. Sérsvið hans eru rann- sóknir á sjúklingum með Alzheimer-sjúkdóm, sem engin lækning er til fyrir, en þurfa yfirleitt mikla hjúkrun. Hann hefur þróað nýtt skipulagsform hjúkrunar, sem er þekkt sem „kjörstjórn“ eða „um- sjónarhjúkrun“ á íslensku og felst í því að „klæð- skerasauma“ þjónustuna næstum því miðað við sjúk- dómsástand og fjölsylduaðstæður. I vinnusmiðju, sem hann hélt, sýndi hann fram á að með þessu þjónustu- fyrirkomulagi var hægt að fækka legudögum um helming og endurinnlögnum á sjúkrahús um þriðj- ung. Einnig fækkaði heimsóknum til heimilislækna og álag á fjölskylduna minnkaði. Heilsufarsástand sjúklinga einkenndist af meiri stöðugleika, einkum andlega. Belgíska heilbrigðisráðuneytið hefur styrkt rannsóknir dr. Abrahams og ætlar að styrkja hagnýt- ingu þeirra á landsvísu. Augljóslega eru mikhr hags- munir í húfi og eiga því rannsóknir af þessu tagi ekki síður erindi til Islendinga en annarra þjóða sem þurfa að huga að hagkvæmni í heilbrigðisþjónustu og vilja jafnframt auka gæði hennar. Gestir tóku til máls og lofuðu að styrkja hjúkrun- arrannsóknir með ýmsu móti. Bergdís Kristjáns- dóttir, tilkynnti að framlag hjúkrunarstjórnar Land- spítalans væri að leggja fram eina stöðu stoðhjúkr- unarfræðings til rannsóknarstarfa á ári. Einar Stef- ánsson, prófessor, flutti árnaðaróskir rektors Há- skóla Islands og hauð jafnframt aðstoð sína við rann- sóknir í hjúkrun sem forseti læknadeildar. Ingihjörg R. Magnúsdóttir, fyrrverandi námsbrautarstjóri í hjúkrunarfræði og skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, ávarpaði samkomuna og rakti stuttlega aðdraganda þess að háskólanám í hjúkrun var tekið upp á Islandi. Formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, Ásta Möller, flutti árn- aðaróskir stéttarfélags hjúkrunarfræðinga og benti á að í drögum að stefnumótun félagsins hafi verið lögð áhersla á að rannsóknir verði framvegis mikilvægar í þekkingarþróun í greininni. Flutningur frábærrar tónlistar og blómagjafir frá velunnurum rannsóknar- stofnunarinnar settu hátíðarblæ á samkomuna. Marga Thome FRÁ NÁMSBRAUT í HJÚKRUNARFRÆÐI Viðbótamám í krabb ameinshj úkrun Á haustmisseri 1997 verður boðið uppá námskeiðið Krabbameinshjukrun II - Krabbamein og forvarnir (2 ein.). Fjallað veröur um fyrsta og annars stigs forvarnir og niðurstðður rannsókna m.t.t. nýtingar í starfi. Lögð verður áhersla á kenningar og liugtök sem útskýra vióhorf og hegðun fólks í tengsium við krabbamein og sem hafa áhrif á fræðslu. Einnig verður lögð áhersla á umfjöUun um ráðgjöf og stuðning við fólk sem er í áhættu, með einkenni og sem bíður eftir niðurstöðum rannsókna og mcðferð. Námskeiöið samanstendur af fyrirlestrum (u.þ.b. 22) og umræðutímum (u.þ.b. 4-5). Nánari upplýsingar um skráningu og tímasetningu verða veittar á skrifstofu námsbrautar í hjúkrunarfræði eftir 5. ágúst n.k. Sími 525-4960. 154 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.