Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Blaðsíða 20
fyrirmælum en aðrir ekki? Til að átta sig á því hvaða þættir í fari einstaklinga skipta þar máli þarf að gera gæðabundna rannsókn. „Stundnm er hvorki liægt að koma við magn- bundnum né gæðabundnum rannsóknum,“ segir liann. „Sjálfmorð aldraðs fólks er dæmi um það. Það er erfitt ef ekki ómögulegt að fá fólk sem er í sjálfs- morðshugleiðingum til að taka þátt í rannsóknum. 1 viðtölum við og vinnu með sjúklingum geta hins vegar safnast upplýsingar sem mikilvægt er að koma á framfæri á fræðilegan liátt. 1 starfi er þannig hægt að læra margt sem einhvern tímann gæti nýst í fræðilega grein. Klínískar rannsóknir og fræðimennska byggj- ast á rnikilh klínískri reynslu. Stundum eru rann- sóknir slitnar úr samhengi við starfsumhverfið en sem betur fer eru til klínískir sérfræðingar sein eru færir um að miðla khnískri þekkingu sinni til annarra.“ Vegna starfa sinna beggja vegna Atlantshafsins þekkir hann aðstæður í Evrópu og Bandaríkjunum mæta vel. Um hjúkrunarnám í þessum löndum segir hann: „I Evrópu er meistaranámið meira byggt á vísindalegum grunni en í Bandaríkjunum. I Banda- ríkjunum er nieistaranámið orðið styttra og það spillir fyrir rannsóknavinnu. Það þýðir að fólk kem- ur inn í doktorsnám með lítinn skilning á því livað rannsóknir eru. Áður voru nemendur betur undir- búnir. Núna þarf að byrja á meiri grundvallaratrið- um í kennslunni með tilhti til rannsókna. Mér finnst hins vegar að við þurfum að átta okkur á hlutverki vísinda á mismunandi stigum. Það þuría ekki alhr að vera færir um að gera stórar rannsóknir en það er mikilvægt að geta greitt úr vandamálum sem mæta manni í staríi. Með þetta í huga þarf að endurskoða meistaranámið og leggja mismunandi áherslur eftir því hvað fólk ætlast fyrir.“ Ivo Abraham gefur þeim sem huga að framhalds- námi í hjúkrun í öðru landi eftirfarandi ráð: „Bandaríkin ern stór en þar eru fremur fáir góðir skólar. I viðurkenndum skólum þar bjóðast liins vegar traustar námsleiðir. 1 Evrópu eru rannsóknir innan hjúkrunar yngri en þar er margt að gerast. Við val á námsstað er því mikilvægast að vita hvað maður vih læra og finna síðan besta staðinn sem hægt er að læra það á. I doktorsnámi er liins vegar mikilvægast að finna lít af hvaða fræðimanni maður vill helst læra, livern maður vill helst bendla nafn sitt við. Eg get tekið sem dæmi að ég held að það sé gott að Iæra um öldrunarhjúkrun í Skandinavíu. Þar eru mjög góðir fræðimenn í faginu og aðstoð við aldraða orðin mjög þróuð.“ ÞR HOLLVINAFÉLAG námsbrautar í hjúknmarfræði vid Háskóla íslands Hollvinafélag námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla Islands var stofnað laugardaginn 7. júní sl. í stjórn voru kjörnir Vilborg Ingólfsdóttir, formaður, dr. Kristín Björnsdóttir, dósent, og Jóna Siggeirs- dóttir, verkefnisstjóri á geðdeild Landspítalans. t Helstu atriði úr nýsamþykktri stofnskrá eru: Markmið félagsins er að styðja hjúkrunarmenntun og hjúkrunarrannsóknir við námsbraut í hjúkrunar- fræði við Háskóla Islands og efla og styrkja tengsl námsbrautarinnar við hjúkrunarfræðinga og aðra þá er bera hag liennar fyrir brjósti. Félagið er opið öllum einstaklingum, stofnunum, félagasamtökum og fyrirtækjum, innlendum og er- lendum, er láta sig varða kennslu og rannsóknir á sviði hjúkrunar, heilsugæslu og forvarna. Félagar í Hollvinafélagi námsbrautarinnar eru sjállkraía félagar í Hollvinasamtökum Háskóla Islands. Félagar í Hollvinasamtökum ÍTÍ geta gerst meðlimir í Hollvinafélagi námsbrautarinnar með því að greiða sérstaka upphæð til félagsins eða óska eltir því að hluti árgjalds til Hollvinasamtaka IIÍ gangi til félagsins. Tekjum félagsins skal varið lil eflingar kennslu og rannsókna við námsbrautina. Fjárframlög og gjafir til félagsins má binda sér- stöku verkefni. Oskilyrtum framlögum ráðstafar stjórn félagsins í samræmi við markmið þess. Fjár- málum, félagaskrá og samski])tum við hollvini skal liaga í samráði við skrifstofu Hollvinasamtaka Há- skóla Islands. Aðalfund félagsins skal halda í maímánuði ár livert og skal til hans boðað með tveggja vikna fyrir- vara. Stjórn félagsins skal skipuð þremur mönnum kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Formann skal kjósa sérstaklega en aðrir stjórnarmenn skipta með sér verknm gjaldkera og ritara. Formaður félagsins situr í fulltrúaráði Hollvinasamtaka Háskóla íslands. Félögum gefst sérstakt tækifæri til að fylgjast með því starfi sem fram fer í Háskóla íslands og standa vörð um það. Ymis rit sem gefin eru lit hjá Iláskólan- uni hjóðast félögum einnig án sérstaks endurgjalds. Þeir sem vilja gerast félagar í Hollvinafélagi náms- brautar í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands geta skráð sig hjá: Hollvinasamtökuiii Iláskóla íslands, Stúdeiitalieimilinu við Hringbraut, snni 551-4374, bréfsími 551-4911, netfang sigstef@rhi.hi.is. Eyðublöð liggja einnig franuni á skrifstol'u námsbrautar í hjúkrunarfræði. 156 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73. ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.