Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Page 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Page 32
Hjúkrunarþing 1996. kostnaðarlausu, en auglýsingar í bókinni stóðu að mestu undir kostnaði. Stefnt er að því að endur- skoðuð handbók og dagbók 1998 verði send hjúkrun- arfræðingum að kostnaðarlausu í árslok 1997. Ilanna I. Birgisdóttir, hjúkrunarfræðingur hefur séð um útgáfu dagbókarinnar. Öiinur mál: Saga lijúkrunar A fulltrúaþingi félagsins 1995 var samþykkt að stjórn félagsins skyldi leita leiða til að gefa út sögu hjúkrun- ar á Islandi. Aliugahópnr hjúkrunarfræðinga um sögu hjúkrunar á íslandi hefur starfað um árabil undir stjórn Maríu Pétursdóttur. Ljóst er að um afar kostnaðarsamt verk er að ræða og mikilvægt að vel sé staðið að vali á söguritara sem tæki að sér verkið. Stjórn fýlagsins lagði til hliðar 350 þúsund krónur á árinu 1996 til verksins og hagnaður af sölu af sögu HSI og 130 þúsund kr. skuldabréf, sem hafði verið afskrifað, var m.a. lagt í sögusjóð. Síðan er vert að nefna veglegt framlag fræðslu- og menntamálanefnd- ar félagsins sem lagði sjóðnum til á þriðja hundrað þúsund krónur, sem var hagnaður af námskeiði fyrir skólahjúkrunarfræðinga. I sögusjóði er því nú um ein milljón króna. íðorðanefnd og gœðastjórnunarnefnd I samræmi við samþykkt fulltrúaþings félagsins 1995 voru stofnaðar íðorðanefnd og gæðastjórnunarnefnd innan félagsins. Var skipað í nefndirnar að undan- genginni auglýsingu um tilnefningar og framboð. Samningar við Tryggingastofnun ríkisins Félagið gerði í fehrúar 1997 samkomulag um fram- lengingu á samningi félagsins og TR um hjúkrun í heimahúsum til næstu áramóta þ.e. um starfsemi sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga. A árinu 1997 var veitt 50 milljónum króna til þessarar starfsemi í stað 40 milljóna áður. Samningsaðilar munú taka upp viðræður í ágúst 1997 til að undirbúa gerð nýs samnings skv. hókun sem gerð var við undirritun samnings í febrúar 1997. Jafnframt gerði Félag ís- lenskra hjúkrunarfræðinga samkomulag um þjón- ustu hjúkrunarfræðinga með Ijósmæðramenntun við sængurkonur í heimahúsum, samhljóða samningi sem Ljósmæðrafélag Islands gerði fyrir nokkrum árum. Kannanir á vegnm félagsins Stjórn félagsins stóð fyrir gerð tveggja kannana á starfstímabilinu, en það voru könnun á ofheldi gagn- vart starfsfólki á heilhrigðis-og félagsþjónustu og könnun á liögum íslenskra hjúkrunarfræðinga er- lendis. Fyrrnefnda könnunin var gerð í samvinnu fé- lagsins, Starfsmannafélags ríkisstofnana og Starfs- mannafélagsins Sóknar og framkvæmd af Félagsvís- indastofnun, auk þess sem Ingihjörg Þórhallsdóttir hjúkrunarfræðingur tók að sér að gera úttekt á for- vörnum gegn ofbeldi á þessum stofnunum. I undir- húningsnefnd f.h. félagsins voru Asta Möller, Jóna Siggeirsdóttir, Guðhjörg Sveinsdóttir og Hjördís Guðhjörnsdóttir. Könnun á liögum íslenskra hjúkr- unarfræðinga erlendis var framkvæmd af starfs- mönnum félagsins, þeim Þorgerði Ragnarsdóttur og Sesselju Guðmundsdóttur. Báðar kannanirnar liafa verið og verða kynntar ítarlega í Tímariti hjúkrunar- fræðinga. Nýjar fagdeildir A starfstímahilinu hafa verið stofnaðar 3 nýjar fag- deildir, þ.e. fagdeild krahhameinshjúkrunarfræð- inga, fagdeild lungnahjúkrunarfræðinga og fagdeild hjúkrunarfræðinga sem starfa í einkafyrirtækjum. Eru nú 16 fagdeildir starfandi innan félagsins. Auk þess stofnuðu hjúkrunarfræðingar húsettir í Kaup- mannahöfn og nágrenni faghóp sem hittist reglulega. Héraðshjiikrunarfrœðingar I tímahilinu ágúst-september 1996 var Félag ís- lenskra hjúkrunarfræðinga í miklum tengslum við heilsugæsluhjúkrunarfræðinga og heilhrigðisyfirvöld Frá Félagsrúðsfundi. 168 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73. ÁRG. 1997

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.