Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Síða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Síða 36
í þann kór blönduðust presbýterar og unítarar, lágkirkja og hákirkja eða hvað þetta nú heitir allt saman, svo úr varð andrúmsloft liatri blandað og lá stundum við að vinnan stöðvaðist af þeim sökum. Utaldan af þessu barst blöðunum heima í Eng- landi og mætti ætla að þar hafi brotist út trúar- bragðastyrjöld ef marka má öll dálkaskrifin. Ovin- átta milli kaþólskra og mótmælenda var ekki ný af náhnni. En nú gaus hún upp af endurnýjuðum krafti. I blaðafyi’irsögnum með stríðsletri var Flor- ence Nigthingale sökuð um þá dauðasynd að taka mest tillit til kaþólskra. Mér er hulið hvernig hœgt var að draga mig inn í svona stríð. Minn Guð er hvorki kaþólshur né mót- mœlandi. Hann sendir mönnunum aðeins þennan hoðskap: „Þjónið hver óðrum og látið engan dag líða án þess að betrumbæta sköpunarverk mitt!“ Þessi illvígu átök stóðu mánuðum saman, svo hat- ursfull á báða bóga að sjálf Englandsdrottning bland- aði sér opinberlega í máhð með bréfi þar sem hún lýsir fullu trausti á Florence Nightingale og störf hennar. Smátt og smátt varð fleirum ljóst sannleiks- gildi orða írska prestsins sem í stólræðu sagði: „Hún tilheyrir hvorki kaþólskum né mótmælendum. Hún tilheyrir söfnuði sem því miður er mjög fámennur - söfnuði hins miskunnsama Samverja.“ Eg hafði reynt að koma á fót samfélagi á systur- legum grunni. Síst af öllu hafði ég œtlað því að verða gróðrastía tráarofsókna. Florence skipti það engu hvaða trúfélagi konurnar tilheyrðu. Mælikvarði hennar á hjúkrunarkonu var ein- faldur: Var hún heiðvirð og dugandi kona? Var hún fús til að takast á við þau verkefni sem biðu þótt þau væru óaðlaðandi og skelfileg? I einu bréfa sinna segir hún: „Hérna er nóg af göfugum konum, trúuðum og fórnfúsum. En flestar vœru þœr samt betur komnar í himnaríki en á sjúkrahúsi. Þœr svífa um meðal sjúklinganna líkastar handarvana englum og hugsa um sálarheill þeirra meðan vanheilir og kaunum hlaðnir kropparnir eru látnir eiga sig.“ * Algjört uppnám varð þegar skyndilega birtist lieill hópur kvenna frá Englandi án þess að Florence hefði með einu orði verið gert viðvart. Ilún varð bæði sár og reið og full iirvæntingar skrifaði hún Sidney Herbert, hermálaráðherra: „Þegar ég fór hingað með þrjátíu og átta konur vissi ég að í það minnsta helmingurinn myndi valda mér vandrœðum. Guð veit að það hefur gengið eftir. Eg hef lagt mig í líma, daga og nætur, að koma ein- hverju lagi á innbyrðis samskipti þeirra og hegðun samhliða því að reyna að ávinna mér traust lœkn- anna. Nú sendið þér, án þess svo mikið sem nefna það við mig, annan hóp Iiingað svo nú erum við orðnar áttatíu ogfjórar! Það eitt að koma þeim ein- hvers staðar fyrir er útilokað og að koma þeim í gang við skipuleg störf er ekki minna vandamál.“ Þetta voru engar ýkjur hjá Florence. Það sem hafði gerst voru hrein mistök al' hálfu ríkisstjórnar- innar og var það þegar í stað viðurkennt. Hvergi var smugu að finna í Skutari; í turnherberginu, þar sem hjúkrunarfólkið hafðist við, var kakkað saman fjörutíu manns á gólfrými sem hæfði þremur. Ekkert vatn var þar og matur af skornum skammti. Verst var þó að þær sem voru nýkomnar reyndust flestar óhæfar lil þeirra starfa sem biðu. Tíu þeirra sem eitthvað gátu voru, eftir mikið japl, jaml og fuður, sendar til sjúkraskýlanna á Krím. Hinar voru látnar vera þar sem minnst ógagn var að þeim. Fararstjóri þeirra, ungfrú Stanley, féll alveg sam- an. Hún reyndist vera rómantísk og trúuð kona sem ekki óraði fyrir út í hvað lnin var að fara að undan- skildum óljósum hugmyndum um að þær ættu að verða hermönnunum boðberar birtu og yls. Einhverja hugmynd hefur hún þó haft um að ekki vœri allt á andlegum nótum, því hún hafði beðið Clarkey að útvega þeim birgðir af Kölnarvatni í París í því tilfelli að konurnar myndu þurfa að fóist við eitthvað sem ólykt vœri af þegar til spítalans vœri komið! Kölnarvatnið og reikninga fyrir hótel- gistingu á leiðinni liingað varð ég reyndar aðgreiða ... Helst af öllu liefði Florence vilja snúa þessnm liópi aftur heim á leið. Dagblöðin í Englandi voru ineð greinar um að „Florence Nightingale væri líkust Heródesi og vildi ekkert frekar en afhöfða það fólk sem kæmi til hjálpar“. Frá Irlandi bárust varnaðar- orð um að þar yrði illa séð ef hún léti sér til hugar koma að senda írskar nunnur til baka! Sjálf var Florence á barmi örvæntingar. Allan tímann meðan á þessu þrefi stóð komu sífellt særðir menn og sjúkir frá vígvöllunnm. Stríðið var að ná hámarki og dánar- tíðnin jókst dag frá degi. Eg var komin áfremsta hlunn með að gefast upp. Mér fannst sem mín litla fleyta vœri að sökkva í því víti sem ég var sigld inn í. Eitt áfall í viðbót gœti ég ekki staðið af mér. Okkur er kunnugt um að hún stóð al' sér margar hrinur eftir þetta en þarna reyndi þó mjög á hana. Eftir sem áður liéldu henni engin bönd og hún var sem fyrr öllum stundum yfir hinum sjúku. Það er ofar mannlegum skilningi hvernig hún samhhða því starfi gat sinnt öllum þeim skriftum sem hlóðust á hana. Sendibrél’ í hundraðatali, umsóknir og langar skýrslur til yfirvalda. Hún reit allt með eigin hendi, nákvæm, af hyggindum og lagni; rithöndin smágerð en skýr og falleg. Hinn 8. janúar 1855, einmitt þegar hörmungarnar voru sem mestar, aðeins tíu þúsund manns í breska hernum gátu talist bardagahæf en um tólf þúsund voru í sjúkrahúsunum, tók hún sig til og skrifaði her- málaráðherranum: 172 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.