Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Qupperneq 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Qupperneq 37
„Ég hef gert áœtlun um skipulag og endurbœtur á spít'ólunum svo unnt sé að starfrœkja þá á hag- kvœmari hátt. Þetta er aðeins uppkast eða (Irög, vegna þess að við erum í miðjum átökum og ekki mögulegt að gera betur að sinni.“ Það sem Florence nefnir drög var í raun og veru framkvæmdaáætlun, síða eftir síðu með hagnýtum til- lögum útfærðum í smáatriðum um rekstur og fjármál, skipulag á starfi þeirra sem annast sjúklinga, nám- skeið í skurðlækningnm fyrir herlækna, mnhætur í eldhúsi og þvottahúsi, og hvaða búnaður skuli fylgja hverju sjúkrarúmi. Ekki síst var afdráttarlaus skírskotun um að lialda til liaga tölfræðilegum upplýsingum um dauðs- f<>11 svo hægt væri að draga lærdóma af því sem gerist. Þá tíðkaðist aðeins að skrá á miða: „Sjúkling- ur lést J)á og J)á ...“ og er J>essi hugmynd hennar all- rar athygli verð. Tölfræði var á J)eim tíma alveg ný og lítt reynd vísindagrein. Eg taldi þetta brýnt. Illmögulegt var að fá fólk, einkum þá sem með völdinfóru, til að skilja um h vað módið snerist. Auðvelt varfyrir þá að segja: „Svona, svona, ungfrú Nightingale, nú ýkið þér.“ Tölurnar verða að koma fram og þœr látnar tala sínu máli. Frá unga ahlri hafði Florence verið hugfangin af tölum, öllu sem unnt var að reikna út og setja í stærðfræðilegar formúlur. Hún var með Jjeim fyrstu, sem sögur fara af, til að átta sig á að tölfræðina, tungumál talnanna, mætti nota til að mæla sjúkdóma og dauðsföll og hagnýta upplýsingar sem þannig feng- ust til að byggja á nýskipan í heilhrigðismálum. I bandaríska vísindatímaritinu „Scientific Ameri- ean“ er ritað svo síðla sem í mars 1984, „hún er flestnm kunn sem frumkvöðull nútímahjúkrunar- fræða og hyggir á þeirri reynslu sem hún hlaut á Krím og í Skutari. En síðari tíma fólki hefur sést yfir að hún er einnig brautryðjandi í að nota tölfræði til að skilgreina reynslu sína og athuganir. Það er heill- andi og nánast óskiljanlegt hverju Jæssi kona kom í verk.“ Eg liafði enga ró í mínum beinum fyrr en ég hafði komið tölu á dauðsföUin sem urðu hjá okkur þennan vetur og mér fannst nauðsynlegt að grafast fyrir um orsakirnar. Dánartíðnin í janúarmánuði náði 42%. Fæstir létust úr sárum sem þeir fengu í stríðinu, flestir dóu úr kóleru, taugaveiki og blóðkreppusótt eða ineð öðrum orðum úr smitandi sjúkdómum sem þeir fengu í sjúkrahúsinu. Miklar endurbætur voru gerðar J)ann tíma sem Florence hafði stjórnina með höndum, sjúkrasalirnir voru hreinsaðir og mataræðið bætt. Sjúkum var hjúkrað, Jieir voru í hreinum fötum og skipt var á rúmum. Samt sem áður segja tölurnar, sem hún setti upp, að aðeins í janúarmánuði einum hafi 2760 hermenn dáið úr smitsjúkdómum en aðeins 83 af sárum sínum. Margir læknar, hjúkrunarkonur og annað starfsfólk veiktist einnig og dó. Jafnvel að grafa hina dauðu var okkur ofviða. Illmögulegt var að ná saman svo mörgum uppistand- andi hermönnum eða aðstoðarfólki að nceðist að taka grafir þeirra sem létust. Við urðum því að ráða Tyrki til verksins og sannast að segja stóðu þeir sig ekki vel í því. Líkin hrönnuðust upp og við það jók smithœttuna verulega auk þess sem þetta var okkur Englendingum mikil vanvirða. Heima í Englandi óx beiskjan og örvæntingin dag frá degi. Fólki skildist æ betur að enskir hermenn börðust og báru })jáningar sínar með mikiUi hugprýði en líkurnar á J)ví að komast lífs af minnkuðu stöðugt. Smátt og smátt varð gagnrýnin á ríkisstjórnina svo mikil að hún varð að fara frá. Sidney Herbert her- málaráðherra varð einnig að láta af emhætti. En með tilliti til J)ess hversu vel hann liaí'ði staðið sig og að ekki var unnt að saka hann um J)að sem gerst haí’ði hélt hann hæði völdum og áhrifum. Nýja ríkisstjórn- in lýsti fyllsta trausti á Florence og störf hennar. Florence hafði frá npphafi lagt áherslu á að sendi- nefnd stjórnarinnar kæmi á vettvang til að rannsaka heilsufarsaðstæður og byggingarnar í hólf og gólf. Síðast í febrúar kom svo nefnd í Jæssu skyni undir stjórn Sutherlands læknis sem reyndist dugandi, áræðinn og athugull. Ekki hvarflaði að honum að hlífa yfirvöldum í Skutari. I fyrstu skýrslunni, sem hann sendi heim stóð meðal annars: „Astandið hérna er lífshættulegt.“ Þessi nefnd bjargaði breska hernum eða í það minnsta drefjunum afhonum. Nefndin staðfesti að sjúkrahúsin væru umflotin úrgangi og óþverra og jafnframt að lofttegundir, sem mynduðust við gerjun og leituðu aftur inn í húsin, væru baneitraðar. Hafist var handa með stórvirkum hætti við að hreinsa frárennsli, Jivo og kalka veggi og útrýma rott- um. A fáum vikum varð mikil hreyting til batnaðar. Dánartíðnin hrapaði, og þegar á næstu mánuðum úr yfir 40% niður í 2%. Það varð fólkinu til mikils hugarléttis og hjartara varð yfir eftir J)ví sein leið á og vorið nálgaðist. Mér varð það mikill hvatning að geta líka sýnt með tölum að allt var farið að ganga betur. Reynclar voru hermennirnir aftur teknir til við að bölva og ragna. Eg taldi það óbrigðult merki þess að þeir vœru á batavegi! Ekkert gat verið mér meira gleðiefni! Nú var hægt að veita viðtöku nýjum sjúklingum á nokkurn veginn mannsæmandi lnitt. Allir fóru í hað við komuna og hár þeirra og skegg var klijijit. Ohrein og rifin föt voru hrennd, allir fengu hrein sjúkrahús- föt og voru lagðir í þokkaleg rúm. Þeir fengu vel til- búinn og næringarríkan mat og ekki síst bolla af vel heitu tei! Vor var í lofti. A hæðunum umhverfis Sevastopol tóku fyrstu vorblómin, krókusar og hýa- sintur, að blómstra. Langur vetur mikilla og lítt bæri- legra þjáninga var loksins, loksins á enda. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997 173

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.