Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Page 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Page 49
Ráðstefna um upplýsingatækni innan félags- og heilbrigðisgreina Avegum norrænu ráðherranefnd- arinnar er starfandi nefnd sem heitir IDUN og hún stendur fyrir ráðstefnu næsta haust um upp- lýsingatækni innan félags- og heil- brigðisgreina á Hótel Marina Plaza í Helsingborg 28.- 21.10. 1997. IFyrsta daginn verður ráðstefnan sett og fyrir- lestrar fluttir frá öllum Norðurlöndum. 2A öðrum degi verður unnið í smiðjum (work- shops) um ýmislegt sem tengist málefni ráðstefnunnar. 3Þriðja daginn verður rætt um notkunar- möguleika internetsins og margmiðlunar í kennslu. Gert er ráð fyrir fyrirlestrum, umræð- um og hópvinnu þátttakenda. Þrír hópar munu virina með málefnið Kennsla með aðstoð inter- netsins og þrír hópar með Kennsla með aðstoð margmiðlunar. 4Síðasta daginn verður hópvinna um Fram- tíðarstefnu í viðleitni til norrænar samvinnu og hugmyndir að norrænu frumkvæði á sviði upplýsingatækni. Dagskránni lýkur með pall- borðsumræðum. Norræna ráðherranefndin greiðir uppihald, flugfar og ferðir fyrir þá sem taka þátt. Allar nánari upplýsingar veitir: Hólmfríður J. Ólafsdóttir Fjölbrautaskólinn við Artnúla Sími: 581-4022 / 587-8652 Tölvupóstur fridao@ismennt.is □Ö HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS -vinnur að velferð íþágu þjóðar Norrænu mænuskaðasamtökin Ráðstefna á Hótel Loftleiðum „The Sth Scientific Meeting of the Scandi- navian Medical Society og Paraplegia (SMS0P)“ 4. - 6. septemher 1997 Norrænu mænuskaðasamtökin (SMSOP) eru þverfagleg samtök starfsfólks innan heilbrigðis- kerfisins, sem fæst við meðferð mænuskaðaðra. A tveggja ára fresti standa samtökin fyrir nor- rænu vísindaþingi og skijjtast löndin á um að halda ])ingið. I haust er röðin komin að Islandi í fyrsta sinn. Allir fyrirlestrar fara fram á ensku. Framkvæmdanefnd ráðstefnunnar skipa: Sigrún Knútsdóttir, sjúkraþjálfari, Jóhann Gunnar Þorbergsson, læknir, og Marta Kjartans- dóttir, hjúkrunarfræðingur, <>11 á endurhæfingar- og taugadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, sími 525 1650, myndsími 525 1662. Formaður vísindanefndar er Kristinn Guð- mundsson, læknir, heila- og taugaskurðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, sími 562 3300, bréfsími 562 3345. Hringið og fáið hækling sendan. Upplögð lilhreytiiig! Óskítð er eftir hjúkrunarfræðingi til að aðstoða 91 árs gamla kouu frá Flórída í Bandaríkjunuin á tneðan hún dvelur hér á landi 5.-12. ágúst nk. Konan er í Iijólastól og þarf aðstoð við að klæða sig og taka lyf. Ættingi hennar verður ineð í för (il aðstoðar en óskað ereftir lijúkrun l’rá kl. 8-1 7 alla dagana meðan á dvölinni stendur. Reiknað er með einhverjnm ferðalögum. Náiiari upplýsingar veitir Aðalhjörg Finnbogadóttir á skrií'stoí'u félagsins einnig er hægt að hafa sainband við Victoriu í Bandaríkjununi í síma 407-633-6697 eða bréfsíma 407-633-4416 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997 185

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.