Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Page 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Page 5
Formannspistill Maður kemur í manns stað Ásta Möller I lok nóvember urðu þær breytingar í stjórnkerfi íslensku heilbrigðisþjón- ustunnar að Ólatur Ólafsson land- læknir lét af störfum eftir farsælan feril sem landlæknir okkar íslendinga. í þessu tölublaði Tímarits hjúkr- unarfræðinga er viðtal við Ólaf land- lækni sem sýnir svo ekki verður um villst að ekkert hefur dregið úr eld- móði hans og atorku við þessi stóru kaflaskipti í lífi hans. í viðtalinu beinir hann orðum sínum sérstaklega til hjúkrunarfræðinga varðandi mörg viðfangsefni innan heilbrigðisþjón- ustunnar. Hjúkrunarstéttin mun taka ábendingar hans og áskoranir til aivarlegrar athugunar. Sem landlæknir var Ólafur sérstaklega farsæll í starfi og naut almennrar virðingar og lýðhylli. Skjól- stæðingar heilbrigðisþjónustunnar áttu í honum sannan málsvara er hann stóð dyggan vörð um rétt þeirra til að njóta sem bestrar heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisstéttir nutu einnig öflugs stuðnings hans, en um leið fundu þær haukfránt auga hans á sér sem skapaði nauðsynlegt aðhald í störfum þeirra. í starfstíð Ólafs sem landlæknis var grunntónninn í boðskap hans að sjúklingurinn væri ætíð í fyrsta sæti og að einstaklingurinn, sem þarfnast þjónustu, skuli vera miðpunktur allra ákvarðana í heilbrigðisþjónustu. Honum tókst á einstakan máta að fylgja eftir grundvallarhugmyndum sínum með framsýni, frumleik í hugsun og réttlætiskennd að vopni, sem var krydduð skopskyni og stílbragði sem flestir kunnu vel að meta. Hjúkrunarfræðingar færa Ólafi bestu árnaðaróskir við starfslok í þeirri vissu að heilbrigðisþjónustan muni njóta lífsstarfs hans um ókomna tíð. Nýjan landlækni, Sigurð Guðmunds- son, bjóða hjúkrunarfræðingar velkominn til starfa og hlakka til samstarfs við hann í framtíðinni. Það eru fleiri rmannaskipti fram undan. Á síðasta fulltrúaþingi félagsins, sem haldið var í maí 1997, var ég kjörin formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga þriðja kjör- tímabilið. Á fulltrúaþinginu 1997 tilkynnti ég þingheimi að þetta yrði síðasta kjörtímabilið mitt sem formaður félagsins. Ég mun því láta af formennsku í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga á fulltrúaþingi félagsins sem haldið verður 20.-21. maí nk. Þegar ég læt af störfum hef ég verið formaður fyrir hjúkrunar- fræðinga í tæp 10 ár, fyrst í rúm 4 ár sem formaður Félags háskóla- menntaðra hjúkrunarfræðinga og síðan formaður í sameinuðu félagi hjúkrunarfræðinga í rúm 5 ár, frá stofnun félagsins 15. janúar 1994. Síðustu ár hafa verið félagslega farsæl fyrir hjúkrunarstéttina. Mörg atriði koma upp í hugann. Sameining hjúkrunarfræðinga í eitt fag- og stéttarfélag; kjarasamningar sem fært hafa hjúkrunarfræðingum verulegar kjarabætur; umbylting í lífeyrismálum stéttarinnar; nýjar siðareglur hjúkrunarfræðinga og umfangsmikil umræða innan stéttar- innar um hugmyndafræði og stefnumótun í hjúkrunar- og heilbrigðismálum sem hafa fest hjúkrunarfræðinga í sessi sem mót- andi aðila í þróun heilbrigðisþjónust- unnar. Fyrir mig persónulega hefur þessi tími verið afar skemmtilegur og á tíðum ævintýralegur en jafnframt óhemju lærdómsríkur og krefjandi. Ný forysta félagsins mun ganga að góðu málefnalegu búi og hefur gott svigrúm til að undirbúa hjúkrunar- stéttina undir næstu kjarasamninga, en kjarasamningur félagsins rennur út í októberlok árið 2000. Ótal önnur spennandi verkefni í faglegum og stéttarfélagslegum málum eru fram undan sem skemmtilegt verður að takast á við. Sjálfri er mér ákveðin eftirsjá að láta af störfum fyrir hjúkrunarfræðinga því starfið og samskipti við það góða fólk, sem hjúkrunarstéttin hefur á að skipa, og annað samstarfsfólk hefur gefið mér afar mikið. Nú er hins vegar komið að kaflaskiptum og sem fyrr kemur maður í manns stað. Opidallan sólar- hrinqinn 7 daga vikunnar HÁALEITIS APÓTEK Háaleitisbraut 68 • Sími 581 2101 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999 5 Ljósm.: Lára Long

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.