Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Síða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Síða 15
Dr. Erla Kolbrún Svavarsdóttir lektor við námsbraut í hjúkrunarfræði, Háskóla Islands foreldra sem eiga ung börn með Ukaimyvm^í astma1* * Lykilorð: Fjölskyldur, umönnun, langvarandi astmi Umönnunarálag mæðra og feðra var rannsakað hjá 76 fjölskyldum (75 mæðrum og 62 feðrum) sem áttu barn 6 ára eða yngra með langvarandi astma. Hugmyndaramminn, sem stuðst var við í rannsókninni, var seiglulíkanið um fjölskylduálag, breytingar og aðlögun að streituvaldandi lífsatburðum (McCubbin & McCubbin, 1993; 1996). Tímafrekasti umönnunarþátturinn hjá báðum foreldrum var að veita barninu andlegan stuðning, örva þroska barnsins og að meðhöndla aga- og hegðunarvandamál. Erfiðasti umönnunar- þátturinn fyrir mæðurnar var að sinna eigin þreytu og að sinna unga barninu með astm- ann á sama tíma. Erfiðasti umönnunarþátturinn fyrir feðurna og næsterfiðasti umönnunar- þátturinn fyrir mæðurnar var að meðhöndla astmakast hjá barninu. Niðurstöður rannsóknarinnar veita hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki betri skilning á umönnunarálagi foreldra þegar fjölskyldur eiga ungt barn með langvarandi astma. Dr. Erla Kolbrún Svavars- dóttir lauk doktorsprófi í hjúkrunarfræði frá háskól- anum í Wisconsin- Madison í Bandaríkjunum árið 1997. Hún er iektor við námsbraut í hjúkrunar- fræði í Háskóla íslands og stoðhjúkrunarfræðingur á Landspítalanum. Astmi er einn algengasti langvarandi sjúkdóm- urinn meðal barna á Vesturlöndum (U.S. DHHS, 1991). í Bandaríkjunum eru um 10% af börnum undir 6 ára aldri með astma og fer astmatilfellum fjölgandi (Friedman, 1984; Luyt, Burton, Brooke & Simpson, 1994; U.S. DHHS, 1991). Kostnaður vegna sjúkrahúsinnlagnar og komu á slysadeild vegna astma er mjög mikill (U.S. DHHS, 1991), en hvernig hjúkrunarfræðingar geta aðstoðað fjölskyldur sem eiga barn með langvarandi astma á sem árangursríkastan hátt er ekki vitað. Astmi er skilgreindur sem langvarandi lungnasjúkdómur þar sem tímabundin þrenging í loftvegum leiðir til öndunar- erfiðleika, bólgu í öndunarvegum og aukinnar viðkvæmni í loftvegum (U.S. DHHS, 1991). Meinafræðileg einkenni astma gefa til kynna þrengingar í sléttum vöðvum í öndunarvegi, bjúg í loftvegum og framleiðslu á þykku og seigu slími sem veldur auknum erfiðleikum með loftskipti og oft og tíðum óeðlilegum ioftskiptum (Smith, 1993). Börn með astma fá oft astma- einkenni mjög snemma á ævinni (Reisman, Canny & Levison, 1991), og jafnvel þó einkennin séu mismunandi meðai barna, þá eru aðaleinkenni bráðs astmakasts stutt öndun, sog eða blísturshljóð, þéttleiki í brjóstkassa og endurtekin hóstaköst sem standa oft í meira en viku (U.S. DHHS, 1991). Astmi getur verið greindur sem mildur, meðal eða alvar- legur (Tinkelman & Conner, 1994). Börn með rmildan astma upplifa venjulega astmaeinkenni sjaldnar en tvisvar í viku. Börn með meðal alvarlegan astma fá tvö eða fleiri astma- einkenni á viku og þurfa auk þess að leita til bráðavakta, slysadeilda eða lækna vegna astmakasta. Börn með alvar- legan astma eru með astmaeinkenni daglega og þurfa oft að fara á bráða- eða slysadeildir og eru lögð oft inn á spítala vegna astmans (Tinkelman & Conner, 1994). Þegar fjölskyldur eiga ungt barn með langvarandi heil- brigðisvandamál eins og astma, verður umönnun foreldr- anna ein af aðaláherslunum í aðlögunarferli fjölskyldunnar að sjúkdómsástandi barnsins. Umönnun (caregiving) hefur almennt séð verið skilgreind út frá tveimur mismunandi sjónarmiðum: (a) frá sjónarmiði foreldranna (Bowlby, 1988) (s.s. tengslamyndun og hegðun barnsins og samskipti móður og barns); og (b) frá sjónarmiði hjúkrunar (Nightin- gale, 1969) (s.s. viðeigandi notkun á fersku lofti, hitastig í húsum, hreinlæti og viðeigandi fæðuinntekt). Hér í þessari rannsókn verður þó stuðst við yfirgripsmeiri skilgreiningu á hugtakinu umönnun sem byggir á fjölskyldukerfakenning- um. Frá sjónarmiði fjölskyldukerfakenninga hefur umönnun ungs barns með langvarandi astma ekki einungis áhrif á 1 Rannsókn þessi er hluti af doktorsritgerð höfundar „Family Adaptation for Families of an Infant or a Young Child with Asthrna". Rannsóknin var styrkt af: a) Hjúkrunardeild Háskólans í Wisconsin-Madison, „The Helen Denne Schulte funding"; b) „The Charles Eckburg Scholarship" frá Háskólanum í Wisconsin-Madison; og c) Minningarsjóði Kristónar Thoroddsen. * Ritrýnd grein Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999 15

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.