Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Qupperneq 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Qupperneq 21
Mynd 3. Umönnunarþættir sem tóku mestan tíma hjá feðrum sem hér er greint frá tóku 55,2% barna steralyf (um munn), en þrjár algengar aukaverkanir af því að nota corticosteralyf (um munn) eru skapgerðarbreytingar, breytingar á svefn- mynstri og meiri árásargirni hjá börnunum. Erfiðasti umönnunarþátturinn hjá feðrum og annar erfiðasti umönnunarþátturinn hjá mæðrum var að með- höndla astmakast hjá barninu. Þessi niðurstaða gefur hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki nýja innsýn í mikiivægi þess að upplýsa og fræða foreldra um það hvernig eigi að þekkja fyrstu sem og síðari einkenni astma, fræða um aðferðir til að meðhöndla astmakast og hvaða bjargráð foreldrarnir sjálfir geti notað þegar barnið er með astmakast. í þessari rannsókn var astma í fjölskyldunni hjá meira en helmingi barnanna, annaðhvort hjá móður, föður eða hjá báðum foreldrum. Samt sem áður höfðu einungis 7 foreldrar farið á námskeið um astma og 8 foreldrar sögðust hafa farið á stuðningsfund fyrir foreldra barna með langvarandi astma. Til þess að hjálpa foreldrum að verða öruggari í meðhöndlun á astmakasti þarf að auka aðgengi foreldranna að upplýsingum um hvernig eigi að meðhöndla astmakast, að hvetja foreldra til af fara á stuðningsfundi hjá fjölskyldum barna með astma, bjóða foreldrum gagnlegar upplýsingar um stjórnun á astma, t.d. í gegnum Internetið (heimasíðu). Sömuleiðis er mikilvægt skv. niðurstöðum þessarar rannsóknar að hvetja foreldra til að deila áhyggjum sínum um meðhöndlun á astmanum með heilbrigðisstarfsfólki. Bæði mæður og feður skráðu umönnunarþætti tengda því að veita barninu andlegan stuðning og að örva þroska þess, að fást við hegðunarvandamál hjá barninu og að með- höndla astmakast. Engu að síður tóku foreldrarnir þó mis- mikinn þátt í þessum umönnunaratriðum; meðaltal mæðr- anna fyrir ofangreinda umönnunarþætti var venjulega hærra en meðaltal feðranna. Þessar niðurstöður um umönnun for- eldra koma að gagni til að útskýra muninn á þeim hlutverkum sem foreldrarnir taka að sér þegar þeir eru að hugsa um unga barnið með astmann. Jafnvel þótt báðir foreldrarnir segðust veita barninu andlegan stuðning og örva þroska þess, þá tóku mæðurnar meiri þátt í umönnun barnsins (eyddu meiri tíma og fannst umönnunarþættirnir erfiðari). Aðrir umönnunarþættir voru ólíkir hjá foreldrunum. Mæðurnar sögðu það að meðhöndla eigin þreytu á sama tíma og að annast um unga barnið með astmann væri erfiðasti umönnunarþátturinn fyrir þær. Aðrir erfiðir umönn- unarþættir, sem mæðurrnar skráðu, voru að vakna á nótt- unni til að hugsa um barnið og að sinna vinnu eða skóla utan heimilis. Brown, Avery, Mobley, Boccuti og Golbach (1996) fundu í sinni rannsókn að bandarískar konur af Afríkuættum, sem áttu 2-5 ára gamalt barn með astma, upplifðu erfiðleika í tengslum við vinnuna vegna þeirra þarfa barnsins að þær hefðu stjórn á astmanum og vegna þess að þær voru oft og tíðum andvaka á nóttunni því barnið átti í erfiðleikum með svefn. Samkvæmt niðurstöðum Browns ■ Styðja við þroska bamsins (t.d. venja af blcyju, klæða sig sjálft, skiptast á leikföngum, geta leikið sér fallega við önnur böm o.s.frv.) ■ Veita baminu (mcð astma) andlegan stuðning ■ Veita maka/sambýliskonu andlcgan stuðning ■ Mcðhöndla aga- og hegðunar- vandamál (t.d. grát, óværð, erfiðleika með svefn) Veita öðmm bömum andlegan stuðning ■ Fylgjast með síðari viðvömnareinkennum um astma Mynd 4. Erfiðustu umönnunarþættirnir fyrir feður ■ Meðhöndla astmakast (t.d. veita barninu meðferð skv. fyrirmælum, gefa lyf, ákveða hvort þörf sé á að fara með barnið til læknis o.s.frv.) ■ Fást við aga- og hegðunarvandamál (t.d. grát, óværð, erfiðleika með svefn) Styðja við þroska bamsins (t.d. skiptast á leikföngum, geta leikið sér fallega við önnur böm o.s.frv.) ■ Veita maka / sambýliskonu andlegan stuðning ■ Skipuleggja atburði fyrir fjölskylduna (t.d. afþreyingu, máltíðir, hvfld, eitthvað fyrir börnin til að hafa fyrir stafni.) og félaga og niðurstöðunum úr þessari rannsókn virðast mæðurnar vera það foreldri sem finnst erfitt að hafa stjórn á eigin vellíðan og þreytu, hafa stjórn á þeirri ábyrgð sem tengist atvinnu þeirra eða skólagöngu og að annast á sama tíma unga barnið með astmann. Feðurnir aftur á móti skráðu það að veita maka sínum eða sambýliskonu and- legan stuðning sem bæði tímafrekan og erfiðan umönn- unarþátt. Því var það hlutverk feðranna að veita maka sínum andlegan stuðning fyrir utan það að taka að einhverju leyti þátt í umönnun ungbarnsins með astmann. Samkvæmt seiglulíkaninu (McCubbin & McCubbin, 1993;1996) aðlagast fjölskyldur streituvaldandi lífsatburðum (eins og að eiga ungt barn með langvarandi astma), með því að gera meiriháttar breytingar á daglegu lífi fjölskyld- unnar. Niðurstöðurnar úr þessari rannsókn gefa til kynna að fjölskyldur ungra barna með astma skipuleggi umönnunina fyrir barnið með því að báðir foreldrarnir taki þátt í umönn- uninni þó eðli þátttöku mæðra og feðra sé ólíkt. Úrtakið var hvítt millistéttarfólk í miðríkjunum og á austurströnd Bandaríkjanna. Á þeim slóðum er ekki mjög auðvelt að komast í samband við fólk af öðrum kyn- stofnum og það takmarkar alhæfingargildi niðurstaðn- anna. Að auki voru flest barnanna, sem tóku þátt í rann- sókninni, með meðal- (50,7%) eða mildan (32,8%) astma, en einungis 16,5% af börnunum voru með alvarlegan astma samkvæmt skráningu foreldranna. Niðurstöður þessarar rannsóknar geta því haft takmarkað alhæfingar- gildi fyrir fjölskyldur barna með alvarlegan astma. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.