Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Qupperneq 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Qupperneq 24
Epidúral leggur er yfirleitt lagður í sjúkling í skurð- aðgerðinni á svæfingardeild eða á gjörgæslu. Mikilvægt er fyrir hjúkrunarfæðinga að vita hvar stungustaður og verkunarsvæðið er og hvenær sjúklingur fékk lyf síðast og hvenær meðferð hófst. Á svæfingarblöðum kemur fram hvar leggurinn er lagður (í hvaða hryggjarliðabil og stundum hversu langt hann er þræddur, þ.e. verkunarstaðurinn). Einnig koma þar fram upplýsingar um skammta og tíma lyfjagjafa og hvort lyf hafi einnig verið gefin innan mænubasts (intrathecalt). Hversu lengi leggurinn er hafður eftir aðgerð fer eftir þörfum hvers sjúklings, sá tími getur verið frá nokkrum dögum upp í nokkrar vikur. Algengustu verkjalyf sem gefin eru epidúralt Staðdeyfilyf: Staðdeyfilyf eins og bupivacain (Búkaín®, Marcain®) 2,5 mg/ml eða 5 mg/ml er að jafnaði gefið á 2-4 klst. fresti eða sem sídreypi. Ráðlagðir bólusskammtar eru á bilinu 5-10 ml, verkun kemur yfirleitt fram eftir 5-15 mín. og varir í um 2-3 klst. Annar og nýrri valkostur er robivacain (Narop®) og eru þá gefin á bilinu 6-14 mg/klst. í sídreypi. Ópíumlík lyf: Epidúral morfín er framleitt sérstaklega til að gefa utan (epidúralt) eða innan (intrathecalt) mænu- basts. Það er frábrugðið morfíni sem gefið er IV/IM/SC (þ.e. parenteral formi) að því leyti að það hefur engin rotvarnarefni og er blandað þynnra svo það geti dreifst meira um mænuna og því verkað á stærra svæði. Morfín Epidúral® (0,4 mg/ml) er að jafnaði gefið á 8, 12 eða 24 klst. fresti á sjúkradeildum í verkjameðferð eftir aðgerðir. Verkun kemur fram eftir 30-60 mín. og ráðlagðir byrjun- arskammtar eru á bilinu 2-4 mg (5-10 ml) fyrir fullorðna. Verkjameðferð eftir aðgerðir með epidúral morfíni er nú á undanhaldi og hefur vikið fyrir fenanýli sem flestir telja öruggara að því leyti að það er fljótvirkara og dreifist minna. Þriggjalyfjablanda: Sídreypi með blöndu af 2pg/ml fentanyl (Fentýl®) og 1 mg/ml bupivacain (Búkaín®) þar sem bætt er í 2pg/ml af epinephrin (Adrenalín®) er nýleg aðferð við meðhöndlun verkja með epidúral legg. Dreypishraði er á bilinu 2-15 ml/klst., oftast er byrjað á 4-6 ml/klst. Önnur lyf: Einnig hafa verið gefin önnur lyf í epidúral bilið til verkjastillingar eftir aðgerðir, s.s. klonidin, ketamin og midazolam, en ekki er mikil reynsla af notkun þessara lyfja hérlendis. Fentýl-Búkaín-Adrenalín (FBA)-sídreypi Sídreypi með blöndu af 2pg/ml fentanyl (Fentýl®) og 1 mg/ml bupivacain (Búkaín®) þar sem bætt er í 2pg/ml af epinephrin (Adrenalín®) (hér eftir kallað FBA) er einn valkost- ur í verkjalyfjameðferð með epidúral legg. Þessi þriggja- lyfjablanda af ópíumlíku verkjalyfi, staðdeyfilyfi og adrenerg- ískum agonista hefur verið notuð í verkjameðferð eftir aðgerðir um árabil hérlendis og reynst örugg og gagnleg. Epidúral FBA-sídreypi eftir aðgerðir getur hentað vel sjúklingum sem fara í brjóstholsaðgerðir, æðaaðgerðir á fótum, stórar kviðarholsaðgerðir eða stærri bæklunar- aðgerðir, svo og hjarta- og lungnasjúklingum. FBA-lyfjablanda er gefin með sídælu. Hérlendis eru oft eru notaðar Abbott Rain Management Þrovider dælur, einnig er hægt að nota aðrar lyfjadælur (t.d. IVAC). Hjúkrunarfræðingar stilla hraða sídreypisins að þörfum sjúklings samkvæmt fyrirmælum svæfingarlæknis og eftir þar til settum reglum sjúkrahússins, og er byggt á eftirliti og mati hjúkrunarfræðinga á vissum þáttum hjá sjúklingum. Að öllu jöfnu er epidúral FBA-meðferð hafin á vöknun eða gjörgæsludeild. Þessari meðferð er haldið áfram þar til unnt er að stilla verki með töflum eða stílum og er meðferð- inni hætt í samráði við svæfingarlækni eða fulltrúa bráða- verkjateymis. Ástæða getur verið til að hætta meðferð ef ekki fæst viðunandi verkjastiling þrátt fyrir hámarksskammta, ef aukaverkanir verða óviðráðanlegar eða aðrar aðstæður koma upp sem hafa áhrif á áframhaldandi meðferð. Dreypishraði er á bilinu 2-15 ml/klst, oft er byrjað á 4-6 ml/klst. Hafi sjúklingur fengið meira en 8 ml/klst er ráðlagt 24 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.