Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Side 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Side 25
að minnka rennslishraðann í áföngum á 5-6 klst. ef hætta á meðferð. Þetta er gert til að minnka líkur á hliðarverk- unum fentanyls sem er fituleysanlegt og losnar úr epidúral fituvef ef skyndilega er hætt að gefa Adrenalín® (æðaherp- andi). Auk þess finnst sjúklingum oft betra að hætta með- ferð smátt og smátt. Fentýl-Búkaín-blanda sem framleidd er af Lyfjaverslun íslands er íblönduð með 1 ml af Adrenalín® 1 mg/ml. íblöndunin ætti að vera gerð af starfsmönnum apóteks sjúkrahússins í loftskiptaskáp. FBA-blandan er alltaf varin Ijósi með pokum (gráum) sem fylgja frá apótekinu, en fentanyl og Adrenalín® þarf að Ijósverja. Regla er að allir sjúklingar, sem fá FBA-dreypi, fái grunnverkjameðferð með parasetamóli 1 gr x 4, í sumum tilfellum er gefið Parkódín® eða Parkódín Forte® í samráði við svæfingarlækni. Yfirleitt eru sjúklingum ekki gefin lyf úr flokki sterkra verkjalyfja (t.d. morfín, petidín, Ketogan®) samhliða FBA-dreypi til að flækja ekki mat á meðvitund í tengslum við hættu á öndunarbælingu. Ef um erfiða verki er að ræða er þetta metið í hvert sinn. Alvarlegir fylgikvillar af þessari meðferð eru sjaldgæfir. Breytingar á starfsháttum við skurðaðgerðir, m.a. fyrir- byggjandi blóðþynning (með t.d. Fragmin® eða Klexane®) hefur aukið hættu á blæðingum í tengslum við epidúral meðferð. Eru því í vaxandi mæli settar reglur um að líða þurfi viss lágmarkstími frá síðustu blóðþynningargjöf þar til leggur er fjarlægður (10 til 12 klst.), er þetta gert til að minnka hættu á myndum hematóms. Einnig er ráðlagt að fylgjast með einkennum frá taugakerfi (t.d. dofi, lamanir) í a.m.k. sólarhring eftir að leggurinn er fjarlægður. Helstu aukaverkanir lyfja sem gefin eru epidúralt Kláði er algengur fylgikvilli epidúral og intrathecal morfíns og getur orðið slæmur og kallað á lyfjameðferð, oft er þó nóg að kæla húðina og fræða sjúklinginn um ástæður kláðans. Oftast er þessi kláði staðbundinn við andlit og/eða bringu. Ógleði/uppköst geta verið hvimleið eftir epidúral og intrathecal morfín og versna þessi einkenni oft við hreyf- ingu. Algengt er að gefa þurfi ógleðistillandi lyf. Sjúkling- um, sem fá epidúral fentanyl, er ekki eins hætt við þessari aukaverkun. Þvagteppa er fylgikvilli epidúral lyfjagjafar og er algeng- ari meðal karla. Sjúklingum, sem fá FBA-dreypi, er ekki eins hætt við þvagteppu og þeim sem fá óblandað stað- deyfilyf eða bólusa. Dofi og máttleysi í fótum getur komið fram eftir stað- deyfilyfjagjöf og verður meira áberandi eftir því sem skammtur er stærri. Ef þessi einkenni koma eftir að leggur hefur verið fjarlægður er mikilvægt að fá álit svæfingar- læknis strax vegna hugsanlegrar myndunar hematóms eða sýkingar. Blóðþrýstingsfall (sérstaklega í uppréttri stöðu) getur orðið þegar staðdeyfilyf koma í veg fyrir boð í sympat- ískum taugum og hefur þannig áhrif á hjarta og æðar. Áhrifin eru skammtaháð, svara sjúklingar oftast vel með- ferð með vökva í æð og/eða með æðaherpandi lyfjum. Öndunarslæving er sjaldgæfur en hættulegur fylgikvilli við epidúral morfín- eða fentanylgjöf og vex hættan eftir því sem skammturinn er stærri. Flún getur gerst um 1 klst. eftir lyfjagjöf og allt að sólarhring eftir að lyfið var gefið síðast (síðbúin öndunarslæving). Síðbúin öndunarslæving gerist mjög sjaldan en er lífshættulegt ástand sem krefst eftirlits og skjótrar meðferðar og stafar af dreifingu morfíns (fentanyls) til heila eða upptöku þess um æðar umhverfis epidúral svæðið. Sumir ráðleggja að sjúklingur hafi æðanál a.m.k. sólarhring eftir að síðasti skammtur af epidúral morfíni var gefinn vegna hugsanlegra síðbúinna áhrifa á öndun. Þegar um FBA-dreypi er að ræða er þessi tími styttri því sjúklingum, sem fá epidúral fentanyl, er ekki eins hætt við öndunarslævingu, sérstaklega ef þeir fá æðaherpandi lyf (Adrenalín®) samtímis í epidúral legginn. Viðbrögð við aukaverkunum eða bráðaástandi Hér á eftir er fjallað um viðbrögð við algengustu hliðar- verkunum og viðbrögðum við bráðaástandi. Alvarlegir fyigikvillar tengjast oft tæknilegum atriðum eins og því að leggurinn færist til, sýkingu eða myndun hematóms við stungustað leggjarins. Vegna hættu á fylgikvillum, sem krefjast tafarlausrar lyfja- /vökvagjafar, er sjúklingur alltaf með nál í æð meðan á epidúral lyfjagjöf stendur. Ráðlagt er að hafa alltaf inj. naloxón (Narcanti®) 0,4 mg/ml á vísum stað, svo og inj. ephedrin (Efedrin®) 50 mg/ml þegar verkjalyf eru gefin um epidúral legg til að vinna á móti hugsanlegum öndunarletj- andi og/eða blóðþrýstingslækkandi áhrifum verkjalyfjanna. Ef verkjastilling er ófullnægjandi eða aukaverkanir eru illviðráðanlegar (t.d. ógleði, kláði) er kallað á svæfingar- lækni m.t.t. fyrimæla um lyfjameðferð. Ef sjúklingur kvartar um kiáða sem krefst lyfjameðferðar er stundum gefið inj. naloxón 0,05-0,1 mg IV. Einnig má gefa inj. Phenergan® 25 mg IM eða önnur andhistamínlyf skv. fyrirmælum læknis en ókostur er að þau lyf eru sljóvgandi. Ef sjúklingur kvartar um ógleði er oft fyrst reynt inj. Primperan® 5-10 mg IV eða inj. Zofran® 4 mg IV skv. fyrirmælum læknis. Ef sjúklingur kvartar um þvagtregðu/teppu er oft regla er að setja upp þvaglegg, reyna ætti þó alltaf fyrst blöðru- tæmingu. Ef blóðþrýstingur er lægri en 80 mm Hg í efri mörkum og púls hægari en 50/mín eða hraðari en 120/mín er epidúral lyfjagjöf stöðvuð og svæfingarlæknir látinn vita. Ef skyndileg lækkun verður á blóðþrýstingi er tafarlaust hafin meðferð með vökva í æð (Ringer Asetat 200-400 ml) og e.t.v. með æðaherpandi lyfi s.s. inj. Efedrin® 5 mg IV í senn 25 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.