Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Side 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Side 26
(gott er að þynna út lausnina í 9 ml NaCI 0,9% og gefa 1 ml) og kallað á svæfingarlækni strax. Ef öndun er 9/mín og meðvitund 3 er kallað á svæfingar- lækni um leið og viðeigandi ráðstafanir eru gerðar, s.s. að hvetja sjúkling til að anda, tryggja súrefnisgjöf, epidúral lyfjagjöf stöðvuð. Ef öndun er hægari en 9/mín og/eða meðvitund er 3 er sjúklingnum tafarlaust gefið naloxón 0,2 mg IV (0,5 ml) í senn og kallað á svæfingarlækni. Ef sjúklingur finnur fyrir einkennum eins og dofa kringum munn, yfirliðatilfinningu og suði fyrir eyrum getur það bent til eitrunar af völdum staðdeyfilyfja (leggur e.t.v farið í nærlægar æðar) og er þá kallað á svæfingarlækni strax. Skyndilegt eða vaxandi máttleysi í fótum getur bent til að leggurinn hafi farið yfir dúru og lyfið fari því intratheoalt og er þá lyfjagjöf stöðvuð og fengið álit svæfingarlæknis. Ef dofi er við eða fyrir ofan geirvörtur og sjúklingur getur ekki kreppt hnén er hætta á áhrifum á öndunarvöðva og er svæfingarlæknir látinn vita. Ef sjúklingur kvartar um bakverki með eða án lömunar í fótum; eða um bakverki, lamanir eða dofa þrátt fyrir að meðferð sé hætt er fengið álit svæfingarlæknis m.t.t. hvort um hematóm eða sýkingu (abcess, blóðsýkingu, heila- himnubólgu) sé að ræða. Ef verkir fara vaxandi á 2.-4. degi eftir aðgerð þrátt fyrir dreypi er hugað að hugsanlegum fylgikvillum skurðaðgerðar og e.t.v. kallað á skurðlækni. Mat og skráning Notuð eru sérstaklega útbúin flæðirit fyrir verkjameðferð með epidúral legg. Lífsmörk eru metin og skráð reglulega á verkjaflæðiritið svo og aðrir þættir sem meta þarf og taldir eru upp hér að neðan. 1. Verkir eru metnir og skráðir reglulega. Sjúklingar eru spurðir um verki í hvíld eða legu annars vegar og við djúpa innöndun eða hreyfingu hins vegar. Notaður er tölukvarði frá 0 til 10 (0 = enginn verkur og 10 = gæti ekki verið verri). Ef sjúklingar eiga erfitt með að nota tölukvarða geta hjúkrunarfræðingar getið sér til um styrk verkjanna, byggt á klínískri reynslu, og notað sama 0-10 kvarðann. Gott ráð er að skrifa tölurnar innan sviga til að gefa til kynna að styrkur verkjarins sé mat annars en sjúklingsins. 2. Sjúklinga, sem fá epidúral morfín eða fentanyl, þarf að athuga sérstaklega m.t.t. meðvitundar og öndunar. Skert meðvitund getur bent til yfirvofandi öndurnarslævingar og er því fylgst með þessum þáttum saman. Minnkuð meðvitund getur verið fyrsta einkenni um öndunarslævingu og er því fylgst reglulega með meðvitund, jafnframt því sem fylgst er með öndun (tíðni og dýpt) og e.t.v. súrefnismettun. Þegar sjúklingur fær lyfið fyrst eða þegar skammtar eru stækkaðir er metið á a.m.k. klukkustundarfresti í fjórar klst. í viðhaldsmeðferð er metið á 4 klst. fresti og eftir þörfum. Meðvitund má meta með eftirfarandi kvarða (Sedation Rating Scale): 26 0: Vakandi 1: Syfjaður en auðvelt að vekja 2: Sljór en hægt að vekja 3: Erfitt að vekja S: Sofandi 3. Meta þarf blóðþrýsting og púls hjá sjúklingum sem fá staðdeyfilyf á a.m.k. klukkustundarfresti í upphafi með- ferðar og við skammtabreytingar á stökum skömmtum; í viðhaldsmeðferð á 4 klst. fresti. 4. Vöðvastyrkur/hreyfigeta í neðri útlimum er metið á klukkustundarfresti í upphafi meðferðar og við skammta- aukningar; í viðhaldsmeðferð á 4 klst. fresti. Notast má við eftirfarandi kvarða til að meta vöðvastyrk í fótum (Bromage Score): 0: Eðlileg hreyfigeta 1: Lyftir með erfiðleikum 2: Lyftir ekki um hné/mjakar fótum 3: Engin hreyfigeta 5. Dofi/deyfing er metinn reglulega. Það er gert með því að spyrja sjúklinginn hvort hann finni fyrir snertingu (t.d. tær, fætur, leggir, kviður). Dofa er einnig hægt að meta með því að snerta húðina með túffu vættri í spritti. Sjúklingar finna fyrir skertu kuldaskyni þar sem staðdeyfi- lyfið verkar. 6. Einnig er fylgst með ógleði og kláða reglulega. Er það oft skráð þannig að merkt er við já - nei eftir því hvort einkennin eru til staðar. Stundum er skráð hversu sterk einkennin eru, t.d. engin - væg - talsverð - mikil. 7. Fylgst er með þvaglátum sjúklinga sem fá verkjalyf um epidúral legg, skráð er vökvajafnvægi (vökvataka og þvagútskilnaður). 8. Athugaður er stungustaður m.t.t. bólgu, roða, vilsu, eymsla og hvort leggurinn er á sínum stað; og umbúðir þar við a.m.k. einu sinni á hverri vakt. 9. Fylgst er með einkennum sem geta bent til vanda- mála út af epidúral leggnum sjálfum, s.s. að hann hafi færst til (breyting á verkjastillingu eða lífsmörkum), sýkingar (stungustaður, hiti, nevrólógísk einkenni um sýkingu í mið- taugakerfi) eða myndunar hematóms (dofi, lamanir, bak- verkur). 10. Séu lyfjadælur notaðar er mikilvægt að fylgjast reglulega með þeim. Athugað er hvort dælurnar séu í gangi og rétt stilltar. Einnig er mikilvægt að fylgjast með hvort dælurnar vinni rétt og ef grunur er um að svo sé ekki, að gera viðeigandi ráðstafanir. Þættir tengdir hjúkrun Sjúklingafræðsla. Mikilvægt er að útskýra fyrir sjúklingum í hverju þessi verkjameðferð er fólgin, svo og að fara yfir hugsanlega fylgikvilla og helstu einkenni sem litið verður eftir. Kenna þarf sjúklingum að nota kvarða (t.d. tölukvarða Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.