Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Side 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Side 29
Gjafadælur og gjafasett. Gæta þarf að því að auð- kenna epidúral leggi vel frá bláæðaleggjum, t.d. með því að nota vinnureglur eins og að hafa sérstakan lit á epidúral töppunum eða gjafasettum eða setja límmiða (merkt epidúral) við. Gott ráð er einnig að auðkenna gjafa- dælurnar (t.d. IVAC) til aðgreiningar. Þegar FBA-blanda er gefin með Abbott Pain Management Provider dælu eru alltaf notuð gul gjafasett ef um epidúral meðferð er að ræða. Ef framlengingarsnúrur eru notaðar eru þær aldrei hafðar með krana til að minnka líkur á mistökum. Með notkun IVAC-dæla er mikilvægt að hafa í huga hættuna á að lyfið renni hindrunarlaust í sjúklinginn fyrir vangá. Þessi hætta er ekki fyrir hendi ef notaðar eru Abott Pain Management Provider dælur því þær eru með þrýstiventli svo að þrýsta/dæla þarf lyfinu í sjúklinginn. Ef sjúklingur fær lyf um epidúral legg með sprautudælu er skipt um slöngur á a.m.k. 3 sólarhringa fresti. Sprautur eru aldrei endurnotaðar og er því alltaf skipt um sprautu. Leggur fjarlægður. Þegar leggurinn er fjarlægður er það gert hægt og athugað um leið hvort leggurinn kemur í heilu lagi. Til að létta fyrir er gott að láta sjúklinginn liggja á hliðinni og beygja sig fram í kuðung. Þegar epidúral leggurinn er fjarlægður eru settar léttar dauðhreinsaðar umbúðir eða plástur yfir stungustaðinn. Ef ástæða þykir til er endi leggjarins settur í ræktun til að kanna sýkingar og næmi (mjög sjaldgæft). Ef sjúklingur fær fyrirbyggjandi blóðþynningu (með t.d. Fragmin® eða Klexane®) er leggurinn fjarlægður a.m.k. 10 klst. eftir síðustu gjöf til að minnka hættu á myndum hematóms. Lokaorð FHér hefur verið lýst verkjalyfjameðferð um epidúral legg sem notuð er hérlendis í vaxandi mæli eftir skurðaðgerðir. Farið var sérstaklega í þætti epidúral meðferðar eins og hún er oftast framkvæmd á íslandi. Þessi meðferð gefur góða verkjastillingu og er enn ein viðbótin til að bæta verkjameðferð sjúklinga. Epidúral meðferð er ekki hættu- laus, getur í einstökum tilfellum verið lífshættuleg, og krefst því nákvæms og markviss eftirlits af hálfu hjúkrunar- fræðinga. Mikilvægt er að aðilar, sem sinna sjúklingum eftir skurðaðgerðir, hafi grundvallarþekkingu á þessari meðferð og er tilgangurinn með ritun þessarar greinar að bæta við þekkingu hjúkrunarfræðinga á þessu sviði. Ritaskrá Bragg, C.L. (1989). Practical aspects of epidural and intrathecal narcotic analgesia in the intensive care setting. Heart & Lung, 18, 599-608. Breivik, H. (1998). Komplikasjoner under og etter operasjoner og födsler utfört I spinal- eller epiduralbedövelse. Tidskrift for Den Norske Lægeforening, 118(11), 1708-1716. Breivik, H., og Brosstad, F. (1998). Blödningskomplikasjoner ved spinal- og epiduralanalgesi. Tidskrift for Den Norske Lægeforening, 118(2), 210-211. Breivik, H. (1995). Safe operative spinal and epidural analgesia: Importance of drug combinations, segmental site of injection, training and monitoring. Acta Anaesthesiologica Scandinavica, 39(7), 869-871. Breivik, H., Niemi, G., Haugtomt, H., og Högström, H. (1995). Optimal epidural analgesia: Importance of drug combinations and correct segmental site of injection. Bailliére's Clinical Anaesthesiology, 9(3), 493-512. Jacques, A. (1994). Epidural analgesia. British Journal of Nursing, 3(14), 734-738. de Leon-Casasola, O.A., Parker, B., Lema, M.J., Harrison, P., og Massey, J. (1994). Postoperative epidural bupivacaine-morphine therapy. Anesthesiology, 81(2), 368-375. Littrell, R.A. (1991). Epidural analgesia. American Society of Hospital Pharmacists, 48(nóv.), 2460-2474. Macintyre, P.E., og Ready, L.B. (1996). Acute pain management. A practical guide. London: Saunders Company. McNair, N.D. (1990). Epidural narcotics for postoperative pain: Nursing implications. Journal of Neuroscience Nursing, 22(5), 275-279. McShane, F.J. (1992). Epidural narcotics: Mechanism of action and nursing implications. Journal of Post Anesthesia Nursing, 7(3), 155-162. Naber, L., Jones, G., og Halm, M. (1994). Epidural analgesia for effective pain control. Critical Care Nurse, 14(5), 69-83. Oddur Fjalldal, Gísli Vigfússon og Þorsteinn S. Stefánsson (1997). Svæðisbundin utanmænubastsverkjameðferð eftir aðgerðir. Uppgjör árangurs 368 sjúklinga á Landspítalanum 1996. Læknablaðið, 83, 225. Ready, L.B. (1990). Regional analgesia with intraspinal opioids. í J.J. Bonica (ritstj.): The Management of Pain, (bls. 1967-1979). Pennsylvania, USA: Lea & Febiger. Ready, L.B., Loper, K.A., Nessley, M., og Wild, L. (1991). Postoperative epidural morphine is safe on surgical wards. Anesthesiology, 75, 452- 456. Rivellini, D. (1993). Local and regional anesthesia: Nursing implications. Nursing Clinics of North America, 28(3), 547-572. Shafer, A.L., og Donnelly, A.J. (1991). Management of postoperative pain by continous epidural infusion of analgesics. Clinical Pharmacy, 10 (okt.), 745-763. Steinbrook, R.A. (1998). Epidural anesthesia and gastrointestinal motility. Anestesia & Analgesia, 86, 837-844. Sullivan, F.L., Muir, M.R., og Ginsberg, B. (1994). A survey on the clinical use of epidural catheters for acute pain management. Journal of Pain and Symptom Management, 9(5), 303-307. Wild, L., og Coyne, C. (1992). Epidural analgesia. American Journal of Nursing, 92(4), 26-36. Willens, J.S. (1994). Giving fentanyl for pain outside the OR. American Journal of Nursing, 94(2), 24-29. Leiðrétting í grein Ingibjargar K. Magnúsdóttur um undirbúning að námsbraut í hjúkrunarfræði sem birtist í desember- blaði síðasta árs var farið rangt með nafn í mynda- texta á blaðsíðu 279. Guðný Anna Arnþórsdóttir er þar nefnd Anna Guðrún Arnþórsdóttir. Guðný Anna er beðin velvirðingar á þessum mistökum Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur borist gjöf í Minningarsjóð Kristínar Thoroddsen. Þann 14. desember gaf Jóhanna Björnsdóttir 10.000 krónur til minningar um Kristínu Thoroddsen og Þórunni Þorsteinsdóttur. Henni eru hér með færðar þakkir fyrir. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999 29

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.